Formannsslagur Dags B. og Björgvins G. hafinn!
25.1.2009 | 12:09
Með afsögn sinni sem bankamálaráðherra hefur Björgvin G. Sigurðsson hafið slag sinn við Dag B. Eggertsson um formannsembættið í Samfylkingunni. Það er deginum ljósara að slíkur slagur hefur verið í uppsiglingu.
Björgin hefur styrkt stöðu sína verulega með afsögn - þótt hún komi allt of seint.
Átök stríðandi fylkinga innan Samfylkingarinnar mun koma enn betur í ljós á næstu dögum og vikum.
Ingibjörg Sólrún: Afsögn Björgvins kom á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:37 | Facebook
Athugasemdir
Stefán!
Það vita það allir sem vilja vita að á undanförnum dögum hefur Dagur B. verið á fullu í undirbúningi´fyrir að taka við Samfylkingunni. Og ekki bara Dagur heldur einnig helstu stuðningsmenn hans. Viðbragð Björgvins - sem allir vita sem vilja vita að hefur stefnt á formannsstól Samfylkingarinnar með dyggum stuðingi Össurs og fleiri - er því fullkomlega eðlilegt.
Hann hefur klárlega styrkt stöðu sína!
Hallur Magnússon, 25.1.2009 kl. 12:57
Hann er fyrstur til að koma til dyrana eins og hann er klæddur, segja satt og boða hreinsun. Hvort það dugi honum á eftir að koma í ljos. held að þetta sé heldur seint
Kristján Logason, 25.1.2009 kl. 13:25
Hallur, Ingibjörg er búin að lýsa því yfir að hún ætli sér að leiða flokkinn í næstu kosningum. Baráttan verður um varaformanninn og þann slag mun Dagur alveg örugglega vinna.
Annars finnst mér Ingibjörg vera að standa sig alveg ótrúlega vel og á mikið hrós skilið.
Óðinn Þórisson, 25.1.2009 kl. 14:09
Mér finnst Björgvin ekki trúverðugur eftir þetta og ég held að kjósendur hans komi til með að sjá það. Hann skaut sig í fótinn, lyddan sú, sem flýr af hólmi þegar á reynir.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 21:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.