Sterk Framsókn nýrra tíma
24.1.2009 | 09:57
Tvær skoðanakannanir í röð sína að Framsókn er að ná sýnum fyrri styrk. Það er gott. Framsókn nýrra tíma verður að vera sterk. Það er það sem þjóðin þarf.
Bið strax að heilsa bitrum bloggurum sem eru blindaðir af sérkennilegri andúð á Framsókn. Þeir munu ekki stöðva framsókn Framsóknar.
Fylgi VG mælist rúmlega 32% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú þurfum við gott hugsjóna fólk í framboð í öllum kjördæmum.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 24.1.2009 kl. 10:15
Áfram Framsókn til framtíðar! Nú er bara að gott fólk veljist á listana og að vel og lýðræðislega verði staðið að því vali !!!
Kristbjörg Þórisdóttir, 24.1.2009 kl. 10:24
Til hamingju Hallur með góða niðurstöðu í könnun sem 800 voru spurðir og afstöðu tóku 47.5%
Óðinn Þórisson, 24.1.2009 kl. 10:33
Takk Óðinn.
Reyndar var úrtakið 1700 manns í fyrri könnuninni - enda fylgi Framsóknar hærra þar
Hallur Magnússon, 24.1.2009 kl. 10:41
Ég vil fá að sjá tímasetta markmiða- og framkvæmdaráætlun Framsóknar áður en ég met styrk flokksins. Svona eitthvað í líkingu við það sem Írar hafa gert. Annars gott útlit, en vill sjá meira innihald.
Jón Tynes (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 11:29
Hverju breytir það, þó að komi ný andlit í frontinn??
Með fullri virðingu fyrir Sigmundi Daví, þá held ég að þetta breyti engu.
Ingunn Guðnadóttir, 24.1.2009 kl. 11:39
Eru þeir orðnir svona margir sem eru bitrir að þú þarft að kasta á þá kveðju sérstaklega
Guðrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 12:37
Hehhe góður En ég er ekki bitur minn kæri, ég er reiður en brosi samt.
Arinbjörn Kúld, 24.1.2009 kl. 13:00
Það breytir miklu að fá ný andlit í "frontinn" í öllum flokkum vegna þess að traust okkar í útlöndum er í lágmarki, og það breytist ekki nema fá nýja menn inn. Líst mjög vel á Sigmund
Pétur Björnsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 13:18
Ég held að ef einhverjir eru bitrir út í Framsóknarflokkinn þá eru það þeir sem eru ósáttir við það hversu mjög hann elti Sjálfstæðisflokkinn í nýfrjálshyggju undanfarinna ára. Einkavinavæðing þjóðareigna er þar ekki undanskilin. Það er hins vegar merkilegt ef þjóðin ætlar að gleyma þeim ferli á einni nóttu og halda að flokkurinn geti með einfaldri "andlitslyftingu" orðið "hrein mey". Við sjáum hvað setur.
Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.