Gott að heyra í Ingibjörgu Sólrúnu

Það var gott að heyra í Ingibjörgu Sólrúnu í kvöldfréttum. Það var enn baráttuandi í henni. Það vita allir að ég er ekki hrifinn af frammistöðuleysi ríkisstjórnarinnar - en það yrði afar slæmt ef Ingibjörg Sólrún verði ekki við stjórnvölinn hjá Samfylkingunni næstu vikurnar.


mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já alveg ferlega slæmt,  meina það vantar að eyða 500 millum í eitthvað sambærilegt og öryggisráðið eða var það óráð hjá henni?

haffi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:53

2 identicon

Ég trúi því ekki að þú skulir segja þetta Hallur.  Þó Framsókn mælist vel í einni skoðanakönnun þá megið þið ekki tapa ykkur.  Konan er einræðissinni. Ef lýðræði væri efst í hennar huga þá myndi hún leggja strax til stjórnarslit.  Hennar flokksmenn vilja það en hún ekki og þar við situr.  Þetta er einræði. Davíð Oddsson í kvenmannslíki.  En tek undir með þér að gott að sjá að hún sé að hressast og vonandi nær hún sér að fullu af veikindum sínum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:13

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Einar.

Ég meinti nákvæmlega þetta. Í fyrsta lagi að Ingibjörg Sólrún nái bata. Þá er það vont ef Samfylkingin tvístrast á þesum erfiðum tímum. Það hefur ekekrt með góða eða slæma stöðu Framsóknar. Það er nógu slæmt að ástandið sé eins ogþað er - það myndi versna veruelga á stjórnmálasviðinu ef Samfylkinginn springur í tætlur - sem hætta er á ef Ingibjörg er ekki við stjórnvölinn næstu vikur.

Hef hins vegar enga trú á að hún leiði flokkinn eftir kosningar. Það er allt annað mál.

Hallur Magnússon, 22.1.2009 kl. 20:46

4 identicon

Væri nú þjóðinni til góðs ef samspillinginn myndi springa í tætlur.  heilaþvegið lið.

haffi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:40

5 identicon

Sigurbjörg,  lærðu að reikna,  2 ráðherrar samfylkingarinnar vildu í haust að það yrði kosið.  Það sama gilti um einstaka þingmenn samspillingar.  Vantraust tillaga var sett á þessa vanhæfu ríkisstjórn og hún var feld með öllum atkvæðum ríkisstjórnar.  Já þetta samspillingar lið talar út í bláinn segir hitt og þetta og það er aldrei neitt að marka það. 

haffi (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 00:33

6 Smámynd: Pétur Sig

Gaman að lesa hérna hjá þér Hallur þessi komment frá honum haffa með litlum staf. Framboðið til öryggisráðsins var hinsvegar ekkert sem Inga Solla G. barðist fyrir af neinni hörku heldur hafði hún fengið þetta verkefni sem til var búið að kosta fullt af pening, í arf frá Valgerði og Halldóri.

Ég held reyndar að hún Ingibjörg ætti að draga sig í hlé, eingöngu til að ná heilsu og fá frið til þess frá svona þrasi og vitleysu.

Ha det ellers fint :)

Pétur Sig, 23.1.2009 kl. 08:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband