Taka Bjarni Ben og Hanna Birna við leifunum af Sjálfstæðisflokknum?

Taka Bjarni Ben og Hanna Birna við leifunum af Sjálfstæðisflokknum á landsfundi? Það er ljóst að Geir Haarde er pólitískt búinn. Sjálfstæðisflokkurinn illa laskaður.

Samfylkingin í lífróðri. Ef Ingibjörg Sólrún hættir er alvarleg forystukrísa þar. Treysti mér ekki til að spá um hver tekur getið til.  Enginns terkur en margir veikir smákóngar.


mbl.is Mikilla tíðinda að vænta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Hvað sem gerist þarf að tryggja það að VG komist ekki til valda! Þjóðin verður að átta sig á því að það sem skiptir höfuðmáli er að koma í veg fyrir að kalla yfir landið hagstjórnarlega helför með því að hleypa þessum brjálæðingum í VG að.

Steingrímur ætlar að loka landinu gagnvart umheiminum og einangra okkur - hann ætlar að gefa öllum þjóðum sem þó eru að reyna að hjálpa okkur langt nef og steypa okkur í botnlausar skuldir (ekki til að efla neinn gjaldeyrisvaraforða, pening sem verður inni á "bók", heldur með því að taka neyslulán til að fjármagna sín gæluverkefni).

Ég fagna vexti Framsóknar, og vona að Samfylkingin nái vopnum sínum á kostnað VG. Mér er nokk sama hverjir eru í stjórn svo fremi að menn beri gæfu til þess að hafna VG.

Liberal, 22.1.2009 kl. 15:47

2 identicon

Bjarni Ben á ekkert erindi í forystu sjálfstæðisflokksins, hann er af sama sauðahúsi og hinir siðspilltu flokkskálfar sem nú reyna örvæntingarfullt að sitja sem fastast. Það þarf að skipta alveg um forystu og þingmenn í þessum gerspillta klíkuflokki ef þeir ætla sér að eiga smá von fleiri atkvæðum en áskriftaratkvæðunum sínum.

Solla er orðin sjúklingur og á að draga sig út úr slagnum, það er best fyrir hana og flokinn. Ég vona að hún nái sér af þessum veikindum og geti svo snúið aftur. Svo er það bara hinna að fara í slag um formannsstólinn.

Það þarf almennilega tiltekt í þessum ranni, útskipti á línuna. Best væri að sjá 63 nýja þingmenn hérna með vorinu. Ég vona semsagt að núverandi klíkukóngar (63) hætti allir á þingi í vor.

Gunnar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Sigmundur tók við leifunum af framsókn en það eru engar leifar af íhaldinu - Sjálfstæðisflokkurinn er geysisterkur og stefnir á 40%.

Baldur Hermannsson, 22.1.2009 kl. 15:59

4 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Liberal: "...kalla yfir landið hagstjórnarlega helför með því að hleypa þessum brjálæðingum í VG að"! Sjálfstæðisflokkurinn setur Ísland á hausinn, skuldsetur börnin mín í áratugi og þú talar um "hagstjórnarlega helför" komist einhverjir aðrir að! Býrð þú á tunglinu?

Guðmundur Auðunsson, 22.1.2009 kl. 16:03

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Ég var nú að lesa í gegnum Daily Telegraph þar sem fram kemur að bresk fjölskylda missi heimili sitt á 7 mínútna fresti. Ég skil nú ekki alveg í því samhengi hvað við erum að kvarta, það ætti að þýða að það væru tvær fjölskyldur á götunni á hverjum sólarhring hér. Vonum að svo fari ekki en ég hef ekki heyrt neitt viturlegt frá Steingrími varðandi lausnir á þessu skítamáli sem við erum í. Í gær var hann ekki fær um að svara Geir því, þegar hann var spurður.

 Spurning um að vaða úr öskunni í eldinn?

Sindri Karl Sigurðsson, 22.1.2009 kl. 16:34

6 identicon

Það virðist vera orðið manískt hjá sumum að kenna Sjálfstæðisflokknum um hrun bankanna! Ég veit ekki betur en að bankarnir hafi verið í einkaeigu og þeir sem þeim stjórnuðu beri mesta ábyrgð á skipbroti þeirra. Htt ber að nefna að Ríkistjórnin hefur gert mistök varðandi eftirlitsstofnanir og í framhaldi af þeim viðvörunum sem gefnar voru upphaflega rúmu ári fyrir hrun.

Ef menn trúa því að VG geti með fulltyngi sundurleitra uppreisnarseggja í Samfylkingu komið fram með einhverja töfraformúlu til að leysa þau vandamál sem við okkur blasa, þá eru menn í einhverjum öðrum heimi. Við þurfum ekki nema að horfa nokkur ár aftur í tímann til að sjá hvernig vinstrimönnum hefur tekist til og þess vegna skoða árangur þeirra við stjórn sveitarfélaga, t.d. Álftaness!

Samsuða vinstrimanna tók yfir stjórn á ÁLftanesi eftir kosningar 2006, þá var Álftanes í 5 sæti á lista Vísbendingar yfir bestu sveitarfélögin á landinu. Ári síðar vorum við komin í 36 sæti á sama lista! Af hverju? Jú, nýr meirihluti sást ekki fyrir í fjármálum sveitarfélagsins, jós úr sjóðum hægri vinstri, hækkaði allar álögur sem hægt var að hækka og skilaði af sér 390 milljóna tapi eftir sitt fyrsta ár. Árið 2007, besta rekstrarár sveitarfélaga landsins skilaði bæjarsjóður ríflega 300 milljónum í tekjuafgang, en þá hafði bæjarsjóður selt eignir fyrir 800 milljónir til Fasteignar, skuldir tvöfölduðust sama ár og skuldbindingar margfölduðust vegna leiguskuldbindinga við Fasteign. Í 9 mánaða uppgjöri 2008, var halli á bæjarsjóði 588 milljónir, skuldir og skuldbindingar 4,6 milljarðar og velta bæjarsjóðs áætluð 950 milljónir árið 2008!

Bæjarstjóri er VG, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar (sem var gert að hypja sig skömmu fyrir jól einsog alkunnugt er) var Samfylking!

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:40

7 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það verður mjög erfitt fyrir Ingibjörgu að stíga til hliðar því það er enginn til í flokknum sem getur tekið við af henni.

Óðinn Þórisson, 22.1.2009 kl. 17:20

8 identicon

En Ingbjörg er jafnklár og Geir.  Þau hafa stjórnað landinu saman í tæp tvö ár.  Og sofnuðu alvarlega á vaktinni ( svo vægt sé til orða tekið ).  Við erum í sömu kreppu og aðrir.  En það afsakar ekki afglöp þeirra.

itg (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband