Samfó og xD - "How pathetic!"
18.1.2009 | 01:52
Berin eru súr fyrir Björn Bjarnason, en ennþá súrari fyrir Samfylkinguna sem þola ekki styrk Framsóknarflokksins um þessar mundir og reyna að krafsa yfir skítinn sinn:
Samfylkingin ætlar að halda Framtíðarþing á laugardag eftir viku þar sem leitað verður lausna á brýnustu verkefnum í stjórnmálum samtímans en jafnframt horft til framtíðar með áherslu á þau gildi, stefnumið og forgangsröðun sem eiga að ráða för við endurreisn Íslands í kjölfar bankahrunsins" eins og segir í tilkynningu frá Samfylkingunni.
How pathetic!
Dómsmálaráðherra: Hefðbundin já,já/nei,nei afstaða framsóknarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég get ekki séð að berin séu neitt súr fyrir Samfylkinguna nema síður sé. Hún er að leiða aðra stjórnmálaflokka að þeirri lausn sem hentar landinu best. Ef ekki væri fyrir einarðan málfluttning Samfylkingarinnar í Evrópumáum er ég ansi hrædd um að hér væri annað og einangrara hljóð í strokknum. Það ræður líka úrslitum um ókkar framtíð að þessi öflugi jafnaðarmannaflokkur skuli vera í ríkisstjórn við þassar aðstæður. Ég óska Framsóknarmönnum svo til hamingju með sinnaskiptin, sem hefðu vart orðið í sænginni með íhaldinu.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.1.2009 kl. 02:01
Bitti nú, styrk Framsóknarflokksins ? í hverju mælirðu þann styrk ? Síðustu skoðannakönnun ? Brotthvarf Guðna og Bjarna ?
hilmar jónsson, 18.1.2009 kl. 02:01
Munið þið eftir upplýsingafulltrúanum í Írak, þeim sem sagði allt til þess að Badgad féll, að fullnaðarsigur íraka á árans kananum væri rétt handan við hornið? Stundum hefur málflutningur framsóknarmanna minnt mig á hann.
En staðreyndin er nú samt sú að Samfylkingin var fyrir hrun eini flokkurinn með ESB aðildarviðræður á dagskrá og hinir flokkarnir allir nema kanski VG (enn sem komið er) eru að fara í þá átt!
En Samfylkingin þarf að taka til í sínum ranni til að verða ekki taka 2 á framsókn í samstarfinu við íhaldið.
Eygló Aradóttir (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.