Sjávarútvegurinn lykilatriði í nauðsynlegum aðildarviðræðum við ESB

Sjávarútgvegurinn verður lykilatriðið í nauðsynlegum aðildarviðræðum við ESB. Landbúnaðurinn okkar einnig. Þar verðum við að tryggja að íslenskur landbúnaður verði skilgreindur sem heimskautalandbúnaður og að matvælaöryggi okkar verði tryggt.

Við eigum að ganga frá hnútum þannig að auðlyndir Íslands séu klárlega skilgreindar sem þjóðareign.

En það er þjóðarnauðsyn að ganga til viðræðna við ESB um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ef við náum ekki ásættanlegum samningi - þá er málið dautt. Við göngum ekki inn. Svo einfalt.

Vonandi ber Frámsóknarmönnum gæfa til að samþykkja í dag fyrirliggjandi drög að ályktunum í Evrópumálum án mikill breytinga.  Það er þjóðarnauðsyn.  Framsóknarflokkurinn er sá flokkur sem best er til þess fallinn að leiða aðildarviðræður að Evrópusambandinu af ábyrgð.


mbl.is Aflaverðmæti stóreykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hallur það er góðs viti að ungu  mennirnir sem eru að bjóða sig fram til formennsku í Framsókn hafa tjáð sig af varfærni um þessi mál. Það væri ófyrirgefanlegur aumingjaskapur að afsala okkur sjávarauðlindinni. Eigðu góða helgi.

Sigurður Þórðarson, 16.1.2009 kl. 11:50

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Viðræður um innlimun í Evrópusambandið eru engin nauðsyn heldur þvert á móti tímasóun. En svona til gamans, ef niðurstaðan verður sú að farið verður í slíkar viðræður og því yrði síðan hafnað að Ísland yrði hluti af sambandinu, þá þætti mér gaman að fá það skriflegt frá Halli Magnússyni að málið væri þar með dautt af hans hálfu og að hann muni eftir það ekki kalla eftir því aftur að farið verði út í slíkar viðræður ;)

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.1.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband