Auðvitað á þjóðin að kjósa um aðild að ESB
11.1.2009 | 16:21
Auðvitað á þjóðin að kjósa um aðilda að ESB. Hefur einhverjum dottið annað í hug.
Reyndar er skandall að það sé ekki fyrir löngu búið að skilgreina klár og skýr samningsmarkmið í mögulegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið.
Slóðaháttur Sjálfstæðisflokksins er ein ástæða þess - vingulsháttur Samfylkingar annar.
Þjóðin á að kjósa um aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hummm... Hallur..Hvað kallast slappalappagangur Framsóknar? Tll hamingju með að vera kominn þó hingað. Spennandi um næstu helgi?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 16:39
Það er ekki alveg öruggt að það verði kosið því ef við náum ekki samningum miðað við þau markmið sem farið verður með þá þýðir ekki að kjósa um það sem enginn er sáttur við nema hugsanlega Samfylkingin því mér sýnist þeir ætli að fara með allt opið og fara þangað sem þeir komast og kjósa svo það er ekki rétta leiðin.
Jón Ólafur Vilhjálmsson, 11.1.2009 kl. 19:52
Hallur eigum við ekki leyfa fólkinu að kjósa um það fyrst hvort menn vilji nokkuð leggja inn umsókn í .þetta helv. NEW World Order ESB skriffinskubákn og síðan getum við haft aðra eins þjóðaratkvæða- kosningu um það hvort við viljum nokkuð lúta vilja NWO. elítunar þinnar í ESB og/eða samþykkja aðild við ESB Tyrrany-ið?
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 19:53
Þjóðin þarf að kjósa GEGN ESB! Vér mótmælum öll!!!
anna (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 21:43
Anna. Þú færð tækifæri til þess að kjósa gegn ESB þegar niðurstaða viðræðna liggur fyrir. Betra að kjósa um hluti sem liggja klárlega fyrir.
Stefán Jón.
Ég er ekkert viss um að við eigum að pæla mikið í því hvað er raunhæft eða raunhæft ekki þegar við förum af stað. Við eigum náttúrlega að setja okkur óskamarkmið á grundvelli þess sem við teljum okkur þurfa. Niðurstaðan getur verið önnur.
Það er aldrei að vita að ef við setjum fram "óraunhæft" markmið - að við næðum því barasta fram - eða næðum lengra á því sviði en annars hefði orðið!
Hallur Magnússon, 12.1.2009 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.