Ísraelar verða að hætta barnadrápum og mögulegum stríðsglæpum
10.1.2009 | 21:14
Ísraelar verða að hætta barnadrápum sem þeir sannarlega hafa stundað að undanförnu sem og stríðsglæpum og mannréttindabrotum sem þeir kunna að hafa framið að undanförnu. Alþjóðasamfélagið verður að kanna hvor fótur er fyrir ásökunum um að Ísraelar beit fosfór í árásum í hinu þéttbýla Gaza og hvort Ísraelar hafa smalað tugum fólks inn í hús og sprengt það síðan í loft upp.
Ef Ísraelar halda áfram á þeirri braut sem þeir hafa verið undanfarnar vikur - þá endar það með því að þjóðir heims munu snúa baki við Ísraelum. Það má ekki gerast - því að sjálfsögðu eiga Ísraelar tilverurétt í sjálfstæðu ríkis eins og Palestínumenn eiga þann sama rétt.
Það er ekki hægt að skýla sér á bak við óhæfuverk Hamas þegar börn eru drepin í hundraðatali.
Þessu verður að linna.
Óverjandi ofbeldi Ísraela kosta börnin lífið!
Ísraelar ætluðu alltaf að ráðast á Gaza þrátt fyrir vopnahlé við Hamas
Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna
Fosfórský á Gasasvæðinu? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Athugasemdir
Slíta stjórnmálasambandi við israel af siðferðisástæðum.
Óskar Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 21:25
Óskar.
Ég er ekki sammála því að slíta stjórnmálasambandi. Ég er sammála vini mínum Árna Páli - að það sé ekki rétta leiðin. En við eigum að nýta stjórnmálasambandið eins og við mögulega getum til að beita Ísraela þrýstingi - og fordæma framferði þeirra! Þannig eigum við að nýta stjórnmálasambandið.
Valgerður gerði það á sínum tíma - fékk ríkisstjórnina í að fordæma Ísraela fyrir óhæfuverk gegnum stjórnmálasambandið þar sem hún tók sendiherra Ísraela á teppið - þótt Ingibjörg Sólrún hafi klikkað á því. Valgerður var miklu betri utanríkisráðherra en Solla!
Hallur Magnússon, 10.1.2009 kl. 21:44
þó svo ísland öskri úti í heimi, haldið þið virkilega að það skipti einhverju máli???
el-Toro, 10.1.2009 kl. 22:01
Og hverju heldur þú að það hafi skilað að taka sendiherra Ísraels á teppið? Ísraelar hlusta aldrei á slíkt,
Ég er sannfærður um að margar ríkisstjórnir, þar á meðal eihverjar vestrænar, vilji slíta stjórnmálasambandi við Ísraela en þori ekki að ríða á vaðið hvað það varðar. Ef við gerum það fylgja kanski nokkur lönd á eftir. Slíkt myndi hafa mun meiri áhrif en diplómatísk mótmæli.
Það er þrettn annað, sem við getum gert og ættum að gera að minnsta kosti eitt af því.
Í fyrsta lagi að setja viðskiptabann á Ísrael.
Í öðru lagi að setja vopnasölubann á Ísrael og banna alla vopnaflutninga til Ísraels um íslenska landhelgi eða loftheldi. Banna líka íslenskum ríksiborgurum að koma að vopnaflutningum til Ísraels að viðlögðum fangelsisdómi.
Í þriða lagi ættum við að skilgreina ísraelska herinn, sem hryðjuverkasamtök. Það er hann svo sannarlega. Hann er án efa grimmustu, miskunarlausustu og blóði drifnustu hryðjuverkasamtök Miðausturlanda.
Sigurður M Grétarsson, 10.1.2009 kl. 22:03
öskrið sem heyrist er þegar íslendingar lýsa því yfir á alþjóðavettvangi að vegna siðferðisástæna getum við ekki samvisku okkar verið í stjórnmálasambandi við Israel.. eftir þessu yrði tekið !!
Það er ekki okkar hagur að vera í sambandi við israel, það er hagur ísraels.
Óskar Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 22:04
Sammála Sigurði M
Óskar Þorkelsson, 10.1.2009 kl. 22:05
gallin við þetta ástand sem nú varir, er að hvorugur aðilin vill semja um vopnahlé. hamas vill að ísrael geri það sem þeir eru að gera svo þeir fái alþjóðasamfélagið á sitt band. ísrael vill að hamas sé óvinveittir þeim og skjóti á þá eldflaugum svo þeir geti haft ástæðu til að gereyða Hamas samtökunum. ef hamas væri ekki að skjóta á ísrael, að þá hefði ísrael ekki nægilega ástæðu til að geta varið stríðslætin eins og nú er í gangi.
þetta er við það að vera vonlaus staða. en Egyptar hafa möguleika á að ræða við báða aðila. hver veit hvað þeim tekst að gera.
el-Toro, 10.1.2009 kl. 22:06
Ísland er stórasta land í heimi :)
el-Toro, 10.1.2009 kl. 22:24
Hallur
Mér sýnist engin spurning að þeir nota fosfórsprengjur. Eftir að hafa gúgglað aðeins um málið sýnist mér líklegt að þetta séu prengjur sem kallast M825A1 og skotið er með stórskotaliði.
Þær líta svona út:
http://shoutwire.com/fullpicture/White_Phosphorus_jpg58f99327-4aa1-4cbf-a53c-5f7d5e98a000.jpg
og springa svona:
Í Fallujah í Írak http://www.youtube.com/watch?v=qxfPCPA2d60
og á Gaza http://www.youtube.com/watch?v=UVY4NUKowzg
Samkvæmt aljþóðalögum er bannað að nota svona sprengjur í þéttbýli
Þorsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.