Dráp á palestínskum börnum móðgun við minningu myrtra gyðingabarna

Síendurtekin dráp ísraelska hersins á palestínskum börnum er móðgun við minningu gyðingabarna sem þýskir nasistar myrtu á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar.

Þótt það sé ekki hægt að bera saman þjóðernishreinsanir þýskra nasista gegn gyðingum, sígaunum og öðrum "óæðri kynþáttum"  við síendurteknar hernaðaraðgerðir Ísraela gegn Palestínumönnum, þar sem engu virðist skipta fyrir Ísraela að tugir eða hundruð barna missi lífið, þá finnst mér hernaðaraðgerðir Ísraela gegn nánast varnarlausum Palestínumönnum vera nánast móðgun við þær milljónir Gyðinga sem þýskir nasistar myrtu í síðari heimsstyrjöldinni.

Árás Ísraelhers á Gaza minni óþægilega á árás Þjóðverja á gettóið í Varsjá, þótt ekki sé sömu við að jafna þar sem engar líkur eru á að Ísraelar leggi Gaza í rúst og myrði alla íbúa svæðisins. En mannfall verður mikið - þar af hefur þegar fjöldi barna verið drepin og væntanlega munu enn fleiri börn falla.

Hugmyndafræði Ísraela um harkalegar og mannskæðar hefndarárásir á Palestínumenn ef Ísraeli fellur er sama hugmyndafræði og hjá Þjóðverjum í síðari heimsstyrjöldina sem tóku af lífi margfalt fleiri óbreytta borgara fyrir hvern þann Þjóðverja sem andspyrnuhreyfingar felldu.

Mín skoðun er sú að Ísraelar eigi að minnast milljónanna með því að beita sér fyrir friði og bera umhyggju fyrir öllu lífi, í stað þess að breyta eftir hinu mistúlkaða "lögmáli"  auga fyrir auga og tönn fyrir tönn.  Reyndar hefur það verið haus fyrir auga og fótur fyrir tönn hjá Ísraelum gagnvart Palestínumönnum.

Að sjálfsögðu hafa Ísraelar rétt á að verja sig. En aðgerðir Ísraela geta ekki skilgreinst sem sjálfsvörn.

Þeir hafa sagt að aðgerðirnar á Gaza beinist einungis gegn Hamas. Það er ekki rétt. Allsherjarárás á Gaza beinist gegn öllum fólki þar. Þeir sem blæða eru börn og aðrir óbreyttir borgarar.

Ekki ætla ég að verja árásir Hamas gegn Ísraelum.  Ekki heldur að Hamas hafi ekki viljað framlengja vopnahlé við Ísraela. Auðvitað áttu þeir að gera það.

En á hinn bóginn þá hefur lengi verið ljóst að Ísraelar hafa ekki viljað taka skref í friðarátt. Þeir neita að viðurkenna Hamas sem réttkjörin stjórnvöld á Gaza - þrátt fyrir að Hamas hafi unnið lýðræðislegar kosningar þar.

Eflaust má efast um stjórnarhætti Hamas á Gaza - en það réttlætir ekki þá harkalegu einangrun sem Ísraelar hafa beitt íbúa Gazasvæðisins á vopnahléstímanum. Það var ekki friði til framdráttar. Enda náðu Ísraelar fram markmiði sínu - Hamas framlengdi ekki vopnahléinu - og Ísraelar fengu langþráð tækifæri til að ráðast að Hamas á Gaza af fullum hernaðarmætti - og skeyta engu þótt tugir eða hundruð barna og óbreyttra borgara liggi í valnum.

Íslendingum ber skylda til þess að fordæma Ísraela fyrir hernaðaraðgerðirnar af fullum krafti - og Íslendingar eiga að krefjast þess af Bandaríkjamönnum að þeir hætti að veita Ísraelum endalaust svigrúm til árása á Palestínumenn - með því að beita í sífelldu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 


mbl.is Harðir bardagar í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Samlíkinging við framferði nasista verður ljósari með degi hverjum.. það er ekki stór munur á því hvernig ísraelar haga sér og hvernig SS hagaði sér á sínum tíma..

góð grein hjá þér Hallur.

Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 11:54

2 identicon

Hallur!

Í þessu máli verð ég að viðurkenna ég er skák og mát.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 11:56

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Nafni.. víst gerðu þeir það.. loftárásirnar á Varsjá voru svakalegar 1943-44.

Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 12:42

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er grundvallar atriði í þessu máli að síonistar ráða öllu sem gerist í Ísrael. Þeir fylgja kynþáttaaðskilnaðarstefnu og jafnframt ætla þeir sér að yfirtaka svæði sem guð lofaði þeim. Þess vegna verður aldrei friður fyrr en að síonistar missa stuðning Bandaríkjanna og völdin í Ísrael. Það er eilíft kjaftæði um frið og friðarferli. Síonistar glotta bara út í annað, þykjast vilja frið, og ráðast síðan á næsta skotmark. Hvers vegna er ráðist með svona hörku á þéttbýlasta svæði heims vitandi það að fjöldi saklausra borgara, barna og gamalmenna, mun deyja? Jú vegna þess að þetta eru kynþáttahatarar - arabar eru óæðri en gyðingar skv. skoðun síonista.

Samlíkingarnar við nasismann verða sífellt greinilegri.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.1.2009 kl. 13:03

5 identicon

HallurÞetta er nú kki alveg svona einfalt. Hamas eru hryðjuverka samtök sem ráðast á óbreyta borgara. Þessir drulluhalar eru ekki í einkennisbúningum og fela sig með óbreytra borgara. það verður að taka á þessum skríl og það hraustlega. það að óbreytir farist er sorglegt enn erfit að komast hjá því. Ég vill sjá hriðjuverkamenn drepna hvar sem til þeirra næst og með öllum ráðum. Það munaði ekki miklu að ETA dræpu mig þar sem ég var rólegur að sötra öl á kaffihúsi. Ekki er ég Spænsk lögga!

óli (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 13:36

6 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú hefur ekki kattarvit á því hvað gerðist í gettóinu í Varsjá! Þar fór fram útrýming, sem Hamas hefur keppst við að afneita, en þegar henta þykir eru örlög þeirra sem Hamas ætlar að útrýma notuð á ógeðfelldan hátt - líka af einhverjum framsóknarjálki á Íslandi.

 d_bloggi_myrtar_af_hamas_221848

Saklaust fólk hefur látið lífið í tilgangslausum árásum Hamas gegnum árin.  HVENÆR KOM FORDÆMING Á ÞEIM ÁRÁSUM FRÁ ÍSLANDI ????????  Hvar var hún IMBA?

Hver fordæmdi á Íslandi, þegar Hamas myrti unga móður og fjórar dætur hennar árið 2004 (sjá mynd)? ENGINN.  Þær voru skotnar í tætlur af frelsishetjum Hamas. ERUÐ ÞIÐ BÚIN AÐ GLEYMA?

Íslenskir fjölmiðlar notuðu tvær línur á þær. Sumir minntust ekki á þær.  TVÆR LÍNUR, skítseyðin ykkar.

Margir Íslendingar hafa einhliða skoðun á máli sem þeir vita ekkert um. Hatrið stjórnar ykkur. Þið eigið reglulega bágt í kreppunni.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2009 kl. 16:20

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

á öðru bloggi í dag kallar villi íslendinga AUMINGJA, núna erum við skítseiði

well ein fjölskylda á móti 100.. 

Óskar Þorkelsson, 4.1.2009 kl. 16:35

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson!

Þú hefir ekki kattarvit á því hvað ég veit og veit ekki!!!

Held þú verðir að lesa bloggið mitt aftur - orð fyrir orð - og það án þess að hafa gefið þér niðurstöðuna fyrirfram - vegna þess að þú varst reiður að sjá fyrirsögnina.

Auðvitað á að fordæma morð Hamas á saklausu fólki! En það gefur Ísraelum ekki rétt til þess drepa palestínsk börn! Slík barnadráp eru ALDREI ásættanleg!

Kveðja

Hallur Magnússon

BA sagnfræði

Hallur Magnússon, 4.1.2009 kl. 17:23

9 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hallur, palestínsk börn eru notuð sem skjöldur og virki frelsishetjanna á Gaza. Líf barna þeirra eru þeim greinilega ekki eins mikils virði og líf barna okkar eru okkur. Er eðlilegt að vera með börnin sín ofan á púðurtunnu? Er eðlilegt að heilaþvo börn í að hata eina þjóð og syngja morgunsöng í skólanum sem fjallar um að drepa gyðinga?

Nei, það er ekkert heilagt og ekkert eðlilegt á Gaza. Börn deyja á Gaza vegna glæpa Hamas.

Hamas, Fatah, PLO, PFLP etc. hafa allir lýst yfir því að börn væru hluti af hernaði þeirra. Hamas hefur aldrei falið hvernig þeir draga börn inn á víglínuna.

Gíslatökur á börnum og notkun þeirra í hernaði eru brot á alþjóðarsáttmálum. Einum af mörgum sem Hamas brjóta.

Ísraelsmenn eru að brjóta niður Hamas og Hamas notar börn sér til varnar og greinilega til að snúa almenningsálitinu í heiminum gegn Ísrael. Það tekst greinilega mjög vel.

Ekki veit ég hvort börn hetjanna sem myrtu Tali Hatuel og fjórar dætur hennar og barn undir belti, eiga sjálfir börn.

En aldrei gæti ég óskað mér því að börn morðingjanna hlytu sömu örlög og dætur Taliar. Einn þeirra Jihad Abu Dahar náðist í fyrra og situr nú í fangelsi í Ísrael. Þegar hann framdi ódæði sitt fór hann um dulbúinn sem ávaxtasali á asna. Í dag dulbúa Hamasliðar sig enn sem "óbreytta borgara" og gott fólk úti í heimi lætur blekkja sig.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.1.2009 kl. 19:16

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Framferði Zíonista vekur viðbjóð hjá öllu ærlegu fólki. Þeim sem finnst í lagi að drepa hundrað, þar á meðal börn, fyrir hvern 1 sem fellur fyrir hendi andspyrnuhreyfingar eiga bágt.

Georg P Sveinbjörnsson, 5.1.2009 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband