Framlög til velferðarmála í Reykjavík hækka um 20% á milli ára
25.12.2008 | 21:44
Það er með góðri samvisku sem ég nýt þess að vera í jólafríi eftir það sem við í Velferðarráði náðum fram í fjárhasáætlun Reykjavíkurborgar. Læt fljóta með eftirfarandi frétt í RÚV um málið:
Framlög til velferðarmála í Reykjavík hækka um 20% á milli ára og verða 9,1 milljarður króna. Jórunn Frímannsdóttir, formaður velferðarráðs, segist mjög ánægður með þann forgang sem velferðarmálin nutu í fjárhagsáætlun borgarinnar.
Í fjárhagsáætlun velferðarsviðs er gert ráð fyrir 7% atvinnuleysi og tæplega 90% hækkun á framlagi borgarinnar til fjárhagsaðstoðar milli ára. Áætlað er að veita á árinu fjárhagsaðstoð sem nemi allt að 2,1 milljarði króna.
Framfærslustyrkur borgarinnar hækkar á milli ára um 16,35% eða í rúmar 115.000 krónur á mánuði. Heimildargreiðslur til barna hækka úr 10.000 í 13.000 á mánuði. Foreldrar með lágmarkstekjur geta sótt um slíkar greiðslur til að mæta kostnaði vegna skólamáltíða, leikskóla og frístundaheimila
. Vegna mikillar óvissu um atvinnuhorfur hefur í áætluninni verið tryggt að borgarsjóður komi til móts við aukin útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar, húsaleigubóta og heimildargreiðslna til barna, gerist þess þörf.
Biðlisti eftir félagslegu húsnæði hefur aukist undanfarna mánuði. Velferðarráð hefur því falið Félagsbústöðum að auglýsa eftir leiguíbúðum á almennum markaði til endurleigu fyrir þá sem nú bíða. Þá er í fjárhagsáætluninni gert ráð fyrir 130 milljón króna viðbótar fjárveitingu til aukinnar heimaþjónustu fyrir geðfatlaða sem búa í húsnæði borgarinnar.
15 milljónir eru áætlaðar til reksturs fyrir heimilislausar konur og sautján milljónir til vinnu með utangarðsfólki. Auknu atvinnuleysi verður mætt með ýmiss konar námskeiðum og verkefnum þessum hópi til stuðnings. Í fjárhagsáætluninni er ekki gert ráð fyrir fjölgun starfsfólks, dregið verður úr yfirvinnu, fræðslu-,ferða-, og kynningarkostnaði og aðkeyptri vinnu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Hallur.
Eins grindur og þú ert.
Hvernig lætur þú þér detta sú heimska í hug að koma með prósentu hækkanir.
Ber þú frekar á borð fyrir mig RAUN TÖLUR í pen og viðbótaraðgerðum.
Það er það sem skiftir máli
en ekki einka aðferðin hans Davíðs Oddssonar sem frægt var.(verkalýðurinn fékk 11 % hækkun á laun en við (Davíð og co) aðeins 10%).
Þetta man ég alla ævi.
Vonast ég til að þú kippir þessu i liðinn og á "Mannamáli".
Það vantar mikið á þessa útfærslu.!
Svo segir þú að hann formaður Velferðareáðs Jórunn Frímannsdóttir ?
Takk fyrir.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 04:17
Tek undir með Þórarni. Að hafa samskipti við Velferðarráð er eins og að eiga við fólk frá "annari plánetu". Þeir svara ekki bréfum, mailum eða síma. Er þetta ráð raunverulega til? Aldrei hef ég fengið svar við neinu.
Svar óskast.
Óskar Arnórsson, 26.12.2008 kl. 08:56
Eða eins og kveðið var forðum: Ég er gull og gersemi, Guði sjálfum líkur.
Snæbjörn (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 10:41
Mikið eru þið eithvað pirraðir á jólunum!
Þegar verið er að draga verulega úr úrgjöldum borgarsjóðs - í krónum talið - þá er 20% hækkun veruleg.
... var það ekki svona hjá Solon Islandus, ágæti Snæbjörn:
Ég er gull og gersemi,
gimsteinn gæfuríkur
ég er djásn og dýrmæti,
Drottni sjálfum líkur
Hallur Magnússon, 26.12.2008 kl. 15:11
Gefðu mér einhverja dagsetningu hvenær ég má verða pirraður yfir þessu...og takk fyrir fyrsta svarið...
Óskar Arnórsson, 26.12.2008 kl. 16:14
Óskar!
Þú mátt bara vera pirraður þegar þú vilt
... og endilega haldu áfram að veita mér aðhald!
Hallur Magnússon, 27.12.2008 kl. 12:14
Geri það Hallur minn. Ég er bara fastur milli tveggja kerfa Svíþjóðar og Íslands...enn ég styð þig að sjálfsögðu með ráðum og dáðum! Engar áhyggjur.....ég fæ útrás á pirringnum á blogginu. Er það ekki svona dagsdaglega. Er eiginlega mjög kurteis maður enn get sprúngið eins og sprengja þegar mér hentar..ræð því algjörlega sjálfur... ;)
Óskar Arnórsson, 27.12.2008 kl. 14:49
Óskar!
Ekki ertu að lenda í því sama og ég þegar ég var lánaður til Husbanken í Noregi í 8 mánuði og datt út af sjúkratryggingum á Íslandi á meðan?
Það var ekkert mál að flytja til Noregs - en kostaði formúgu að koma aftur heim !
Hallur Magnússon, 27.12.2008 kl. 21:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.