Menningarsögulegt slys á Hólmavík!
20.12.2008 | 23:35
Ég fæ ekki betur séð en að menningarsögulegt slys hafi orðið á Hólmavík í vikunni - og það fyrir tilstuðlan sveitarfélagsins!
Eftirfarandi las ég á fréttavefnum www.eyjan.is sem sótti fréttina á www.strandir.is :
"Rúmlega sextíu og fimm ára gamall eikarbátur, Hilmir ST-1, sem staðið hefur í tólf ár ónotaður á landi á Hólmavík á Ströndum var rifinn með stórvirkri vinnuvél í vikunni samkvæmt ákvörðun stjórnar sveitarfélagsins"
Ég á erfitt með að skilja þessa ráðstöfun. Er ekki allt í lagi í sveitarstjórninni - hjá þessu ágæta fólki á Hólmavík - bæ sem skartar einu merkilegasta safni á Íslandi - galdrasafni sem er heitið Strandagaldur.
Ég hélt að safnavitundin væriríkari en þetta. Var reynt að selja bátinn fyrst þeir vildu ekki hafa hann á Hólmavík?
Á fréttavefjunum segir einnig:
"Hilmir var smíðaður árið 1942 og hafði smíðanúmer 1 úr dráttarbrautinni í Keflavík. Hann kom til Hólmavíkur tveimur árum árum seinna, á Sjómannadaginn á lýðveldisárinu, og á honum var sóttur sjórinn frá Hólmavík í hálfa öld."
Nánar um þetta á slóðinni: Hólmavík: Rifu 65 ára gamlan eikarbát. Illa komið fyrir sjávarplássi þegar sagan er afmáð
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Facebook
Athugasemdir
Það er hryllilegur andskoti að horfa upp þennan sálarlausa lýð sem valtar yfir fortíð þjóðarinnar eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þetta lið myndi fara með stórvirkar vinnuvélar og dýnamít á Stonehenge ef það kæmist upp með það. Það er flott hjá þér Hallur að vekja athygli á skömminni, það gæti kannski orðið til þess að halda aftur af öðrum menningar-níðingum.
Baldur Hermannsson, 20.12.2008 kl. 23:52
Sem fyrrverandi sjómanni sem byrjaði til sjós á trébát, er þetta grálegt.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 01:35
í Snæfellsbæ þá eru svona bátar varðveittir. bæði í Sjómannagarðinum á Hellissandi og síðan er 1 alveg upp við veg þegar keyrt er inn í Ólafsvík, upplýstur. þessir setja fallegan svip á bæjinn.
Fannar frá Rifi, 21.12.2008 kl. 02:51
Þetta er mjög sorglegt, það eru nú um 25.ár frá því að farið var að rugla í kvótakerfinu og hvar erum við í dag.Engin nýliðun,núna þarf að auka kvóta og koma nýju fólki að t.d. með að ríki leigi x.magn til aðila sem láta smíða báta(línu eða handfærabáta) til fimm ára.Í atvinnuleysi sem er að fara að skella yfir þjóðina þurfa allir sem vettlingi geta valdið að leggjast á árarnar.Einar Kristinn og hafró, ætla að halda þjóðinni niðri í næstu fjögurár, nei takk nú er kafli a4 kynslóðarinnar liðinn og tími beitningaskúranna að renna upp þar eru sóknarfæri fyrir sprotafyrirtæki.
Bernharð Hjaltalín, 21.12.2008 kl. 03:36
Bernharð, hvuslags hálfvelgja er þetta eiginlega í þér drengur? Við eigum að afskaffa þetta kvótakerfi nú þegar og skila kvótanum þangað sem hann á heima - í sjávarþorpin.
Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 11:08
Baldur. djöfulsins bull er þetta í þér. þú ættir kannski að spá aðeins hvernig aflin dreyfist á landið áður en þú ælir einhverju út úr þér.
eins og sést á þessum tölum frá Hagstofu Íslands þá er allur þorskur fyrir utan 14% úti á landi í þorpum og bæjum.
eða eigum við að færa allan kvótann í minnstu þorpin? eigum við kannski að leggja af Grindavík, Akureyri og Vestmannaeyjar sem útgerðarstaði? þetta eru jú stór bygðarlög og minni bæjir veittu ekki af þeim kvóta sem er þarna.
Fannar frá Rifi, 21.12.2008 kl. 12:57
Fannar, þetta er alltof gróft brytjað hjá þér. Reykjavík þarf ekki þennan kvóta, hann er miklu betur komin í krummaskuðunum. Hvað er Akureyri með mikinn kvóta? Þorsteinn Samherji sleikti upp kvótann víða, gaf eldheit loforð um að hann myndi ekki fara úr plássinu en sveik svo allt saman. Ef þú ætlar að sýna skiptinguna þá drattastu til að gera það almennilega.
Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 13:05
ekkert mál. hérna eru tölur um það hvar aflinn er unninn hérna á Íslandi.
þegar kvóti er færðu á milli staða styrkist það pláss sem fær kvótann á meðan annað veikist.
segðu þetta við Akureyringa að það eigi að færa allan kvóta frá bænum.
Fannar frá Rifi, 21.12.2008 kl. 13:41
Fjöldi þorpa og bæja hefur styrkt stöðu sína frá því sem áður var. frá því að kvótinn var settur á og nær aðeins þeir bæjir sem höfðu fengið úthlutað togurum höfðu eitthvað almennilega mikið af aflaheimildum.
ef þú vilt færa til kvóta, farðu þá og sláðu lán og keyptu kvóta eins og allir hinir sem hafa gert það. höfn eins og Rif hefur blómstrað. þar hafa menn, bæði í minna kerfinu og stærra keypt til sín aflaheimildir. þeir hafa unnið sjálfir af lausnum en ekki grenjað í alþingismönnum um bitlinga.
Fannar frá Rifi, 21.12.2008 kl. 13:44
Takk Fannar. Rosalega hefur Grindavík mikinn kvóta! Þetta er eins og mig grunaði. Sjávarþorpin standa flest berrössuð úti í kuldanum. Það þarf að láta þau fá eitthvað af kvóta Reykvíkinga og Akureyringa. Þá gala gaukar og spretta laukar.
Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 13:46
frá 2003 til 2007 jókst vinnsla á Grenivík um 600 tonn. 52,7% aukning. samt fækkaði íbúum um 3,15%. íbúum á Dalvík hefur fækkað þrátt fyrir aukningu í tonnum. sama er upp á teningnum á Rifi, Hellissandi og Ólafsvík. Stykkishólmi og Bolungarvík. Raufarhöfn og Djúpavog. þarna fækkaði þrátt fyrir afla aukningu. eini staðurinn utan suðvesturhornsins sem fjölgaði þegar afli jókst var Sauðárkrókur, um heil 0,5%
þannig að það er ekki gefið að kvóti hjálpi við að halda í bæjum í byggð.
Fannar frá Rifi, 21.12.2008 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.