Styðja Sjálfstæðismenn nú hugmynd Valgerðar Sverris um einhliða upptöku evru?

Hin öfluga Framsóknarkona Valgerður Sverrisdóttir starfandi formaður Framsóknarflokksins reið á vaðið á sínum tíma og vildi kanna hvort raunhæft væri að taka upp evru einhliða. Valgerður var í hópi þeirra fyrstu sem áttaði sig á því að íslenska krónan var búin að vera.

Valgerður varð fyrir aðkasti af hálfu Sjáflstæðismanna vegna þessarar hugmyndar á sínum tíma  - hugmyndar sem sýnir sig að átti fullan rétt á sér. Eins og Valgerður.

Sjálfstæðismenn virðast nú styðja hugmynd Valgerðar Sverrisdóttur um einhliða upptöku evru - enda langt síðan Sjálfstæðismenn fóru að sakna Valgerðar og ábyrgrar pólitíkur hennar - og fleiri Framsóknarráðherra - úr ríkisstjórninni.

Ég hef verið þeirrar skoðunnar að það sé afar erfitt að taka upp evru einhliða - það þurfi fyrst að ganga í Evrópusambandið. En á undanförnum vikum hef ég aðeins linast í þeirri afstöðu. Ég er farinn að hallast að því að það sé unnt að taka strax upp evru einhliða - en þó þannig að það fylgi yfirlýsing um að upptaka evru einhliða og án inngöngu í Evrópusambandið sé nauðvörn Íslendinga - og að Íslendingar stefni að aðildarviðræðum við Evrópusambandið í kjölfarið.

Ég er ekki viss - en finnst þetta vænlegri kostur nú en áður - vegna þeirrar sérstöku stöðu sem við erum í - hreinlega "force major" ástand!

Útkoman úr aðildarviðræðunum ráða síðan því hvort við göngum  í Evrópusambandið eða ekki.


mbl.is Einhliða upptaka gjaldmiðils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Afhveju er aldrei rætt um upptöku dollars sem ég held að væri betri kostur frekar en Brussel mafían

Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.12.2008 kl. 15:55

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Þú segir nokkuð!

Það er allavega Framsóknarmaður að taka við sem forseti í Dollaralandinu!

Hallur Magnússon, 20.12.2008 kl. 16:09

3 identicon

Hvernig stendur á því að eignabál fólks er ekki stöðvað, halda menn að það sé betra fyrir lánastofnanir að fólk fari í þrot,  ég sagði frá leið sem að mínu mati er fullkomlega fær og skil ég ekki af hverju hún er skoðuð betur þessi leið er þessi:

Hugmyndin gengur útá það að Veðhafi einnleysi veðhluta sinn á húseign, og viðkomandi lán fellt niður tímabundið , í stað þess mun húseigandi gera leigusamning við lánveitanda af þeim eignarhlut sem lánastofnunin á í húsinu og ef við notum myndina hér að ofan þá getum við sagt að lán hafi verið fyrir 60% af húsinu og eign húseiganda 40% leigan myndi þá vera markaðsleiga mínus 40% sem er eignarhluti húseiganda.  Síðan verði gerður kaupskylda húseiganda á eignarhlut lánasjóðs eftir 2 ár og markaðsverði þess tíma.

Með þessu myndum við stöðva eignarbálið, við myndum koma í veg fyrir hrun á fjárstreymi til lánveitanda því fólk hættir að borga þegar það verður búið að missa sinn eignarhlut, og svo mun þetta hjálpa heimilum gríðarlega og geta illa stödd heimili sem eru í þeirri stöðu að önnur fyrirvinnan hefur misst vinnuna þá gæti viðkomani sótt um húsaleigubætur vegna leigu á eign lánasjóðs í húsinu,

Í raun má segja að verið sé að setja í gang tímabundi kerfi eins og Búseti var með. 

Gunnar Þór Sigbjörnsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 16:31

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í mínum huga tengist upptaka evru, inngöngu í EU. hvort það gerist í framhaldi af inngöngu eða einhliða og þá með yfirlýsingu um að Ísland stefni á inngöngu.

í allri umræðunni um gjaldmiðilsmálin hef ég þó ekki heyrt þá hugmynd rædda að setja krónuna á gullfót, eða tengja hana með öðrum hætti við raunveruleg verðmæti.

Brjánn Guðjónsson, 20.12.2008 kl. 16:37

5 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Töfralausnin: Taka upp evru, ganga með hraði inn í ESB. Öllu reddað

Hver væri staðan ef hér væri komin evra, frágengið samkomulag um inngöngu og - tillagan félli í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Kjósa aftur - og betur???

Væri þetta kannski of mikilvægt mál til að hleypa "þjóðinni" að borðinu???

Haraldur Rafn Ingvason, 20.12.2008 kl. 16:48

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Að taka upp US Dollara er góð hugmynd, en það er til betra fyrirkomulag sem gerir sama gagn. Hér er um að ræða upptöku Íslendsks Dollars, með baktryggingu þess Bandaríska. Um þetta fjallaði ég í Morgunblaðinu í dag.

Hér er greinin: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/750298/

Og hér er meiri umfjöllun um málið: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/731502/

Brjánn. Baktrygging Dollars er hliðstæð gullfæti.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.12.2008 kl. 17:37

7 identicon

Ég vel dollarinn.

En ýfirlýsing þín um Valgerði er í mesta lagi grát eða hlægileg. Við skulum ekki gleyma hennar þætti í Gift, einkavinavæðingu bankanna og icesave og þannig mætti lengi upp telja hennar axarsköft.

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 18:10

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ef einhliða upptaka evru aðstoðar okkar á komandi ári og árum er það ekki spurning.
Svo er það bara setja markmið og stefna á ESB-aðild.

Óðinn Þórisson, 20.12.2008 kl. 19:18

9 Smámynd: Skarfurinn

Hin öfluga Valgerður segir þú, ertu ekki að grínast ? konan sú arna er búin að setja þjóð vora á hausin með álverum sem hækkaði þensluna og einkavæddi eða gaf svo alla bankana, þú verður aðeins að hugsa áður en þú sest við skriftir Hallur.

Skarfurinn, 20.12.2008 kl. 20:36

10 identicon

Öfluga valgerður !

LOL Er skyldur henni eða hvað

Langur tossalisti eftir hana til.

Kannski viltu ekkert vita af honum ?

Hún er engi betri en hin hræin !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband