Fyrirmyndar fjárhagsáætlun Kópavogs - minnihlutinn á hrós skilið fyrir ábyrgð!

Það er til fyrirmyndar að allir bæjarfulltrúar allra flokka í Kópavogi hafi snúið bökum saman á þessum erfiðu tímum og sameinast um fjárhagsáætlun sem þar að auki er samþykkt með 200 milljón króna rekstrarafgangi.

Ég veit að það hefði verið freistandi fyrir bæjarfulltrúa minnihlutans að svíkjast undan merkjum á síðustu metrunum og gera ágreining um einhver atriði fjárhagsáætlunar með bókunum þar sem fram kæmu hefðbundin yfirboð í einstökum, vinsælum málaflokkum.

En það gerðist ekki og ég tek ofan fyrir minnihlutanum í bæjarstjórn Kópavogs fyrir að hafa staðið með meirihlutanum í ábyrgri fjárhagsáætlunargerð sem kristallast í fjárhagsáætlun án halla.

Þá er það einnig jákvætt að þrátt fyrir að oft sé tekist afar hart um ákveðin málefni í bæjarastjórn Kópavogs að meirihlutinn hafi leitað á þennan hátt eftir samstarfi minnihlutans.

Svona eiga sveitarsjórnir að vinna á erfiðum tímum.

Reyndar hafa sömu vinnubrögð verið viðhöfð í Reykjavík og því spennandi að sjá hvort einhverjir hlaupa út undan sér á síðustu metrunum. Það mun væntanlega koma í ljós á þriðjudaginn.

Ég em varaformaður Velferðaráðs hef allavega lagt mitt af mörkum sem starfandi formaður Velferðaráðs í forföllum vinkonu minnar Jórunnar Óskar sem er formaður - og að sjálfsögðu í góðu samstarfi við hana og aðra fulltrúa meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks - með því að leitast eftir því við minnihlutann að sameinast í bókunum um ákveðin atriði sem okkur öllum finnst mikilvæg - það er að hækka hámarksfjárhæð fjárhagsaðstoðar og verja grunnþjónustu Velferðasviðs.

Við náðum einmitt saman um slíka bókun á fundi Velferðaráðs á þriðjudag. Ég er minnihlutanum þakklátur fyrir það!


mbl.is Fjárhagsáætlun samþykkt með 200 milljóna kr. rekstrarafgangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk kærlega fyrir okkur.Afar ánægjulegt,skemmtilegt og óvænt.Vonandi voru gellurnar ok?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:25

2 identicon

Er það ekki í Kópavogi þar sem Sjálfstæðismenn hafa fengið að stjórna nógu lengi til að svona sé hægt? Minnir að Samfylking hafi aldrei komist að þar.

Palli (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 20:34

3 Smámynd: Hallur Magnússon

þær voru fínar takk!

Hallur Magnússon, 19.12.2008 kl. 21:41

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Til lukku með þetta Kópavogsbúar.

Ragnar Gunnlaugsson, 19.12.2008 kl. 22:04

5 identicon

Trúið þið á álfasögur.

lelli (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 23:41

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Þeir gera það á Álfhólsveginum í Kópavogi!

Hallur Magnússon, 20.12.2008 kl. 00:40

7 identicon

Gott að búa í Kópavogi.

Guðjón Harðarson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 09:32

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Hvergi betra að búa en í kópavogi

Óðinn Þórisson, 20.12.2008 kl. 12:36

9 identicon

Hallur!

   Er hægt að ætlast til þess að öll dýrin í skóginum séu vinir?

Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband