Fer ekki að verða komið nóg af farsa Ólafs Friðriks?
18.12.2008 | 15:27
Fer ekki að verða komið nóg af þessum farsa Ólafs Friðriks!
Hvernig getur 1 borgarfulltrúi sakað hina 14 lýðræðislega kjörnu fulltrúana í borgarstjórn aftur og aftur um ólýðræðisleg vinnubrögð - einungis af því að þessir 14 fulltrúar sem hafa að baki sér öll atkvæði Reykvíkinga - nema hin frægu rúmlega 6000 sem oddvitinn F-listans tönglaðist svo á - eru borgarfulltrúanum ekki sammála?
Reyndar sakar Ólafur Friðrik alla 5 borgarráðsfulltrúa af 5 kjörnum borgarráðsfulltrúum um ólýðræðisleg vinnubrögð af því að þeir voru allir 5 sammála!
Hef hef ég eitthvað misskilið grunnlögmál lýðræðisins?
Auðvitað er það lýðræðislegur réttur borgarfulltrúans að bóka hverja vitleysuna á fætur annarri í borgarráði og borgarstjórn - en fer þetta ekki að vera nóg?
Er ekki eitthvað fólk í Frjálslyndaflokknum og F-listanum sem getur - á lýðræðislegan hátt - stoppað þennan farsa?
Afgreiðslu fjárhagsáætlunar frestað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:23 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki allt í lagi að Ólafur "friðryk" skemmti okkur í skammdeginu og á þessum dapurlegu tímum með óborganlegri komedíu sem hans stjórnmálalega þáttaka er. Ég hef hins vegar samúð með þessum 6000.
Jón Tynes (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 16:39
Ég held að þér verði ekki að ósk þinni að Ólafur hætti að vera með farsa maðurinn er bæði fullur að sjálfhverfu og þráhyggju og eitt stórt ÉG. Það væri best af öllu ef þeir gætu eytt tímanum saman Ólafur og Ástþór Magnússon einhverstaðar langt frá venjulegu fólki.
Einar Ólafsson. (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 17:25
Hallur fara varlega í að tala um fá atkvæði.
Framsóknarflokkurinn er nefnilega frægur fyrir fá atkvæði en mikil völd.
Ólafur F. hefur fá atkvæði og enginn völd svoleiðis á það að vera. Þótt hann rífi kjaft og sé ykkur til leiðinda þá er hann réttkjörinn, þetta kallast lýðræði Hallur minn.
Hörður Már Karlsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 21:53
Þetta er gallinn við lýðræði og málfrelsi. Mönnum er heimilt að segja allan fjandann, jafnvel þótt allir aðrir sjái og viti að um algjöra vitleysu er að ræða.
Að vísu er sami hængur á sveitarstjórnum. Þær mega fjalla um hvað sem þær helst vilja og gleyma sér oft í einhverju sem kemur því ekkert við að tryggja nærþjónustu til sveitunga er búa í hlutaðeigandi sveitarfélagi. En sumum finnst svo gamana að heyra eigin rödd.
Óþekki embættismaðurinn, 19.12.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.