Raggeitur eða má Hótel Mamma ekki vita um rúðubrotin?
18.12.2008 | 14:53
Það er einkennandi fyrir lítinn hóp mótmælenda sem fer um borgina með skemmdarverkum og léttu snjókasti að margir þeirra kjósa að dylja andlit sitt.
Er það vegna þess að þau eru slíkar raggeitur að geta ekki staðið fyrir máli sínu eins og almennilegt fólk og undir nafni eða er þetta til þess að forráðamenn á Hótel Mömmu taki ekki í lurginn á þeim?
Þetta er móðgun við þau hundruð eða þúsundir íslenskra mótmælenda sem á heiðarlegan hátt hafa mótmælt á undanförnum vikum.
Mótmæli halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað þarf að spyrja þessarar spurningar oft? Þú virkar arfaheimskur að spyrja spurningar sem hefur verið margsvarað.
Nonni, 18.12.2008 kl. 15:04
Nonni!
Þú ert ekki ennþá búinn að segja mér af hverju í ósköpunum þessi litli hópur getur ekki mótmælt eins og fólk - heldur kjósa að fela sig á bak við lambhúshettur og klúta!
Hvert er það vegna þess að þau eru raggeitur eða þau viilja ekki láta Hótel Mömmu vita af rúðubrotunum.
Þessi framkoma er vanvirðing við þau hundruð og þúsundir heiðarlegra mótmælanda sem hafa mótmælt af miklum krafti undanfarið og geta staðið við þau mótmæli - en fela sig ekki eins og - enn einu sinni - raggeitur.
Hallur Magnússon, 18.12.2008 kl. 15:15
Hvað ef ástæðan er Hótel mamma. Eða pabbi sem hefur alltaf verið gallharður Sjálfsætðismaður.
Það gæti verið að þessir unglingar verði beittir einhverskonar þvingunum heima fyrir ef þeir eru staðnir að svona mótmælum.
Lög um tjáningarfrelsi, eins og við höfum komist að með DV, hlífir einstaklingum ekki gegn því að þeir sem borga matinn þeirra kúgi þá.
Er þá ekki í lagi að þeir hylji andlit sitt svo að þeir geti tjáð sig óáreittir.
Þessir mótmælendur hafa þessa skoðun, hversu gáfuleg sem hún er, og eiga að hafa fullt frelsi til að tjá sig.
Lögreglan er einnig í fullum rétti til að handtaka þá sem valda eignarspjöllum.
Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.12.2008 kl. 15:40
En hvað með sérsveit Löreglunar. Hún hylur andlit sitt. Þvílíkar raggeitur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.12.2008 kl. 17:55
Sigurður Þór Guðjónsson!
Þettta fanns mér brilljant komment - eins og þín er von og vísa!
Hallur Magnússon, 18.12.2008 kl. 20:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.