Á ekki líka að afskrifa einhver gjöld á Öddu á Útvarpi Sögu?

Á ekki líka að afskrifa einhver gjöld sem Adda á Útvarpi Sögu skuldar ríkinu?  Mér finnst það við hæfi!

Þá finnst mér að ríkið eigi að kaupa tilkynningar og auglýsingar hjá Öddu á Útvarpi Sögu til jafns við þær tilkynningar og auglýsingar sem ríkið kaupir af RÚV ohf.

Hvað finnst ykkur?


mbl.is Afskrifa 123 milljóna skuld RÚV við ríkissjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki samála kannski að adda ætti að skera niður leiðilega dagskrá hjá sér td. þáttinn með sverri stormsker og allan þennan hundleiðilega endurfluttning og gera almenilegt útvarp á skalanum 1-10 er saga því miður bara 2.5 en kanski þegar það kemur samkeppni á nýja árinu að stöðinn lagist.

Kveðja og gleðileg jól

Herra Hugsi

herra hugsi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 19:06

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Bíddu. Er Adda að útvarpa út um allt land og mið? Hvers lags dagskrá er hún með? Er hún með sjónvarp líka? Hvað ertu að bera saman Hallur? Nautasteik og franskbrauð? Veit bara ekki hvað Útvarp Saga er með. Hef aldrei heyrt þá stöð.

Haraldur Bjarnason, 15.12.2008 kl. 19:23

3 identicon

Áttu nokkuð einhverra hagmuna að gæta á Útvarpi Sögur Hallur?  En spurningin þín er samt ágæt.  En ríkið er eigandi að RUV en ekki Sögu.  Já ríkið á að kaupa tilkynningar og augslýsingar af útvarpi Sögu ef markaður hennar er jafnstór og annarra þ.e. birtingar nái til þeirra sem til er ætlast.  Liggur þar ekki hundurinn grafinn?

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 20:53

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Einar!

Reyndar hef ég engra hagsmuna að gæta!

Það sem ég er að undristrika er þessi gífurlega mismunum á fjölmiðlamarkaði - mismunum sem er ríkisrekin!

Hefði alveg getað tekið einhverja aðra stöð - td. sjónvarpsstöðin ÍNN.

Vildi síður taka stórveldið 365!

Hallur Magnússon, 15.12.2008 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband