Fæðisgjald á fastandi sjúklinga?
15.12.2008 | 09:45
Var að pæla í því hvort maður þurfi að borga fæðisgjald ef maður er fastandi?
En á án gríns - þá er upptaka fæðisgjalda á heilbrigðisstofnunum ekki eins einföld og hún virðist í fyrstu.
Á að taka gjald af öllum - líka fastandi sjúklingum?
Mega menn sleppa því að borga - en fá sendan mat að heiman?
Hvernig á að taka á þeim sem ekki hafa efni á fæðisgjöldum?
Tja, í það minnsta verða úrlausnarefnin mörg ef taka á upp fæðisgjald.
Fyrir utan pólitíkina um grundvallarspurninguna - er það réttlætanlegt að sjúklingar greiði sérstaklega fyrir matinn!
Upptaka fæðisgjalda hugsanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og minnkar kostnaðurinn ef sjúklingur er lystarlaus og getur alls ekki borðað í segjum tvo daga. Verður það þá dregið frá??? Ég bjó í englandi í nokkur ár og þegar ég kynntist heilnbrigðiskerfinu þar fékk ég sjokk. Sjokk yfir hversu illilega við höfum verið plötuð á íslandi um að hér sé allt frábært og ódýrt. Þar greiðir maður varla nokkuð nokkurn tímann...meðan hér er rukkað fyrir næstum allt alltaf!!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.12.2008 kl. 12:27
Verður ekki að vera samkeppni og bjóða upp á heimsendar pitzur og austurlenskan mat ? Fyrst það á að greiða fyrir matinn hafa sjúklingar þá ekki val við hverja þeir versla ?
G. Valdimar Valdemarsson, 15.12.2008 kl. 13:34
Sjúklingarnir hljót að hafa val ef þeir eiga að borga fyrir matinn. Nei þetta er nú eitt það vitlausast af öllu vitlausu sem ríkisstjórnin er að gera núna. Heilbrigðisþjónustan er síður en svo ókeypis hér á landi eins og oft er haldið fram. Það hefur sífellt verið hlaðið kostnaði á sjúklinga undanfarin ár. Hvað ætli máltíðin kosti í mötuneyti Alþingis?
Haraldur Bjarnason, 15.12.2008 kl. 15:25
Spítalamatur er almennt óætur. Höfum bara með okkur nesti og leggjum niður eldhús spítalanna.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 15.12.2008 kl. 15:26
Í því samhengi vil ég segja eftirfarandi sögu: Fyrir 35 árum missti ég tvo bræður mína á sjó og fundust líkin aldrei. Þetta gerðist í ágústbyrjun. Í febrúar, hálfu ári síðar, var komið heim til foreldra minna og þau rukkuð um kirkjugarðsgjöld fyrir þessa ungu menn sem drukknuðu og hvíla enn í votri gröf. Engar undanþágur voru gerðar og kirkjugarðsgjaldið skyldi greitt. Það var kaldhæðnislegt, en fyrst og síðast sárt og kalt, sérstaklega í litlu bæjarfélagi þar sem allir þekktu alla og allir vissu hvernig lífi þeirra lauk.
Mér kæmi því ekki á óvart þótt fastandi sjúklingar yrðu látnir borga fæðisgjald.
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 15:48
Mér finnst þetta fáránlegt ef af verður ég bara trúi því ekki.
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 16:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.