Unglingsstúlkunni hafði verið svarað í tvígang. Hvað vakti fyrir Þorleifi?

Ágætu bréfi stúlkunnar var svarað af mér sem varaformanni Velferðaráðs í tvígang þar sem málin voru skýrð og réttum upplýsingum um ýmislegt sem stúlkan hafði áhyggjar af komið á framfæri.

Þorleifur hafði þau póstsamskipti undir höndum.

Af hverju ætli Þorleifur hafi ekki sent svörin og póstsamskiptin í heild sinni?

Ætli það hafi komið honum illa - því þar komu fram skýringar á breytingunum - sem felast EKKI í skertri þjónustu heldur breytingum og þróun þjónustunnar!

Var Þorleifur að hafa í huga velferð unglinga í borginni - eða var hann að reyna að fella pólitískar keilur?

Ég get ekki eðli málsins ekki birt tölvusamskiptin enda bundinn trúnaði og veit ekki hver stúlkan og foreldrar hennar eru.

Get þó sagt að bréf stúlkunar voru afar greinargóð og ljóst að þar er um efnilega stúlku að ræða. 

En vegna málsins og rangtúlkana Þorleifs og fulltrúar minnilutans í Velferðaráði virti ég hér bókun fulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Velferðaráði við afgreiðslu málsins:

 

"Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Velferðaráði telur mikil sóknarfæri í þróun þjónustu við unglinga sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda vegna félagslegrar einangrunar.

 

Slíkt starf hefur meðal annars farið fram í unglingasmiðjunumTröð og Stíg með góðum árangri.

 

Með stofnun sérfræðiteymis verður byggt á starfi unglingasmiðjanna en lögð áhersla á að  tengja betur starf félagsmiðstöðva ÍTR og einstaklingsbundins stuðningsúrræði við sértækt starf,  fleiri unglingum til hagsbóta.

 

Með vinnu teymisins verður einnig hægt að styrkja starf félagsmiðstöðvamiðstöðva ÍTR og einstaklingsbundin stuðningsúrræði, eins og persónulega ráðgjafa og  liðveislu á sviði Velferðasviðs.

 

Meirihluti Velferðaráðs leggur áherslu á að innihald þjónustunnar er það sem fyrst og fremst skiptir máli en ekki það húsnæði sem starfsemin er rekin í.

 

Meirihluti Velferðaráðs telur að það fjármagn sem til verkefnisins er ætlað og önnur stuðningsúrræði Velferðaráðs og borgarinnart tryggi að þjónusta skerðist ekki.

 

Við útfærslu á starfi teymisins verður meðal annars nýtt ráðgjöf og stuðningur frá ADHD samtökunum, en ljóst er að hluti af þeim sem nýtt hafa þjónustu unglingasmiðjanna eru börn sem greinst hafa með ADHD."

 

PS.

Í LJÓS HEFUR KOMIÐ AÐ ÞORLEIFI BARST EKKI ÞESSI SVARPÓSTUR FRÁ MÉR ÞÓTT ALLIR AÐRIR Í VELFERÐARÁÐI HAFI FENGIÐ HANN. ÉG BIÐ ÞORLEIF ÞVÍ AFSÖKUNAR Á AÐ HAFA SAKAÐ HANN UM AÐ HAFA VÍSVITANDI EKKI SENT ÞAU SVÖR MEÐ ÞEGAR HANN SENDI BRÉF STÚLKUNNAR.  ÞAÐ BREYTIR ÞÓ EKKI AÐ ÞAÐ ER AFAR ALVARELGT AÐ ÞORLEIFUR SEM FULLTRÚI Í VELFERÐARÁÐI SENDI FJÖLMIÐLUM PERSÓNULEGR BRÉF 16 ÁRA STÚLKU SEM SENT VAR EINSTÖKUM FULLTRÚUM Í VELFERÐARÁÐI.

´

NÁNAR UM ÞAÐ Á BLOGGINU:   http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/745782/ 


mbl.is Álasa ekki Þorleifi fyrir bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna - það er eins og bréf stúlkunnar hafi ekki verið lesið. Barn/unglingur með áfallaröskun og félagsfælni getur ekki nýtt sér þá frábæru þjónustu sem ÍTR og félagsmiðstöðvarnar bjóða upp á. Þar eru einfaldlega of margir í hóp en sá sem er haldinn félagsfælni finnur sig ekki í stórum hóp.

Eru sveitarfélögin að spara aurinn og henda krónunni? Það eru mynduð teymi um hitt og þetta og skriffinskan er orðin svo mikil að ekkert þokast. Milliliðirnir eru orðnir svo margir að allar upplýsingar verða bjagaðar og skældar þegar þær komast loksins á leiðarenda.  -

Hulda (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:47

2 identicon

Værirðu til með að þýða þetta yfir á Íslensku?

Ég skil nefnilega ekki stjórnálensku.

Friðrik Tryggvason (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:53

3 identicon

Sammála þér að hluta Hallur en það má þó ekki gleyma alveg þeirri þjónustu sem stúlkan er að tala um. Ég held að sú þjónusta sem er komin og er að mörgu leyti góð þá þarf hin að vera til líka.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 20:25

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Guðrún!

Það er ekki verið að gleyma þeirri þjónustu - þvert á móti!  Markmiðið er að sinna enn fleirum en unnt hefur verið að gera.

Ekki gleyma að það er innhaldið og starfið sjálft sem skiptir máli - ekki steinsteypan eða húsnúmerið þar sem starfið fer fram.

Þau börn sem nú eru í núverandi unglingasmiðjum munu vera þar áfram. Ekki gleyma að þetta eru tímabundin úrræði 1- 10 mánuður.  Breytingarnar munu því ekki raska högum þeirra barna og unglinda sem þarna eru um þessar mundir.  Nýir krakkar munu koma inn í breytt fyrirkomulag og að hluta til í öðru húsnæði en annars hefði orðið.

Hallur Magnússon, 14.12.2008 kl. 20:50

5 identicon

Þú varpar fram góðri spurningu um hvað hafi vakið fyrir honum Þorleifi.  Hvað heldur þú sjálfur Hallur?  Hvernig gengur samstarfið innan velferðarráðsins?  Er háð pólitískt stríð um meðferðarrúræði fyrir skjólstæðinga? Hljómar ekki traustvekjandi ef starfsemi svo mikilvægs málaflokks eins og verlferðamála sé í einhvers konar uppnámi. 

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 21:40

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er skítalýkt af þessu máli, en kemur samt ekki á óvart þegar VG á í hlut

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.12.2008 kl. 21:50

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hún er alltaltaf söm við sig manngæskan þegar Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn leggja saman í púkkið. Þá er góðmennskan svo yfirþyrmandi, sem og umhyggjan fyrir hreppssjóðnum, að til mikillar fyrirmyndar má telja. En að skammast sín kunna þeir ekki.

Jóhannes Ragnarsson, 14.12.2008 kl. 22:25

8 identicon

Ja ég er ekki hissa á því nú eftir að hafa lesið þessi ósköp að sjá nú afhverju þér sýnsit hag okkar best borgið ++i faðmi ESB skrifræðisins. Ég held þú hreinlega hljótir að elska svoleiðis úrlausnir nefnda og ráða !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband