Matarskatturinn hækkaður næst?

Ætli næsta skref verði að hækka matarskattinn? 

Reyndar er hætt við að hækkun olíugjalds og vörugjalds af ökutækjum og eldsneyti verði til þess að hækka vöruverð á landsbyggðinni vegna hækkunar flutningskostnaðar.

Ríkisstjórnin hellti olíu á verðbólgubálið fyrir ári síðan með þenslufjárlögunum þar sem útgjöld voru aukin um 20% á versta tíma. Núna eru samþykkt verðbólguhvetjandi tillögur með hækkun álaga á mikilvæga liði neysluvísitölurnar.

Það er sorglegt að það virðist sama hvað ríkisstjórnin gerir - það leiðir alltaf til aukinnar verðbólgu!


mbl.is Þrýsta vísitölunni upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Ég man ekki betur Hallur en að allir þessir skattar sem settir voru svo sem matarskatturinn og bifreiðargjöldin væru tímabundin ráðstöfun en það er eins og allt hjá þessum herrum: einu sinni á settur aldrei aftur tekinn. Jú ég er klár á því að næstur er matarskatturinn og síðan hækkun á virðisaukaskatti. Ég get ekki að því gert en ég er svo arfavitlaus að ég skil bara ekki af hverju er ekki séns að binda neysluvísitöluna tímabundið við t.d. 5% meðan það versta gengur yfir ? Við erum væntanlega að fara að horfa á allt að 35 % verðbólgu og hver stendur undir slíku. Allavega ekki ég. Nei nú er nóg komið en hvað á að gera ? Maður spyr sig. Tótinn   

Þórarinn M Friðgeirsson, 12.12.2008 kl. 09:51

2 identicon

Hef verið að glugga í ævisögubindi Steingríms Hermannssonar sem var forsætisráðherra á maðan matarskatturinn var t.a.m. settur á.  Það var krataforinginn sjálfur Jón Baldvin Hannibalsson sem barði hann í gegn í fjármálaráðherratíð sinni.  Allaballarnir og Framsókn reyndu að berja skattinn niður aftur í samsteypustjórn þess tímabils.  Held að ráðamenn ættu pínulítið að glugga í söguna.  Þessar nýju álögur eru svolitíð "back to the future".  Reynslan er skjalfest.  Kíkja á staðreyndir.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 10:26

3 identicon

Framsókn vék fyrir Samfylkingu í stjórn landsins. Þvílíkar afleiðingar! Man einhver eftir tíð Samfylkingarinnar undir nafninu R-listi í Reykjavík, var þá ekki verið að hækka álögur á borgarana og auka sameiginlegar skuldinr þeirra?

Palli (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 10:27

4 identicon

Kæri Geir!

 

Hvað ef að reynist sönn sú litla saga

að á lyginni lífið fram mætti draga

Þá fyrst af skattpínu yrðum við sár

og Sjálfstæðismenn lifðu þrjú þúsund ár.

 

Heyrir þú í okkur ráðherra Geir

af skattpínu andann við drögum vart meir

Mættum við kannski þann kostinn hljóta

í “vísindaskyni” ráðherra skjóta.

 

Ég sé nú minn stakkinn í sniði þröngu

að draga ég skuli lífið áfram á öngu

Séð hefi ég það lengst fyrir löngu

þú þekkir ei muninn á réttu og röngu.

Óskar (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:01

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnast þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vera eins og pissa í eigin skó.  Það er eins og enginn hafi full yfirsýn.  Ein tillaga kemur frá Geir, önnur frá Árna og þriðja frá Sollu og síðan er þeim grautað saman..

En tók fólk eftir því sem Valgerður sagði um niðurskurðinn hjá utanríkisráðuneytinu.  Það er ekki verið að skera neitt niður miðað við þetta ár.  Það bara verið að draga til baka tillögur um hækkanir fyrir næsta ár.  Þetta er sýndarmennska. Á móti eru þær raunverulegar tillögurnar um niðurskurð hjá Landspítalanum, að ekki eigi að standa við hækkun bóta í samræmi við vísitölu o.s.frv.

Marinó G. Njálsson, 12.12.2008 kl. 11:13

6 identicon

Hefði ekki verið nær að hækka skattana meira og setja hátekjuskatt, hugsanlega tímabundið, en að setja þetta allt í vísitöluna sem hækka skuldirnar langt inn í framtíðina! Fjandakornið, vissulega eru þetta ákveðnir neysluskattar, hækkanir á bensín og áfengi en jafnvel þó maður drekki og keyrir minna eða ekkert! -  þá hækka skuldirnar. Það er varla til sá samningur sem ekki er vísitölubundin. Með skatthækkun skerðist kaupmáttur - með auknum álögum skerðist kaupmáttur og skuldirnar aukast og greiðslur af lánum - var þetta of flókið fyrir stjórnmálamennina eða vildu þeir slá tvær flugur í einu höggi?

Merkilegt þegar fyrirtæki er hvött til að halda í við sig með verðhækkanir, sætta sig við minni álagningu - sem mörg eru að gera þessa dagana (en mættu vera fleiri) þá hækkar ríkið sínar álögur með tilvísun í vísitöluna.  Átti ekki að reyna hemja hana?

Fyrverandi sjálfstæðismaður, hélt ég væri kannski jafnaðarmaður en sé að ég á hvergi heima í þessar vitleysu - trú mín á stjórnmálamenn og er alveg farin! Hver eru gildin í samfélaginu? Hvar er fordæmið? 

Gisli (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 12:20

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Þegar virðisaukaskattur var lækkaður úr 14.% í 7 % og sumar vörur fóru úr 24,5.% í 7.% skatt,það voru sumar óhollustu vörur sem þannig lækkuðu umtalsvert t.d.gosdrykkir og sælgæti mér fyndist að þarna mætti setja þessar vörur aftur í hærra þrep virðisaukaskatt. Eru ekki alltof margir að berjast við offitu vandamál.

Ragnar Gunnlaugsson, 12.12.2008 kl. 13:18

8 identicon

Hækkum brennivín, sígarettur, gos og eitthvað sem við þurfum ekki nauðsynlega á að halda og allt í lagi að hækka skatta smá en pössum upp á velferðarkerfið því það er atvinnuskapandi

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 16:07

9 Smámynd: Halldór Jónasson

Auðvitað átti að vera luxusskattur á öllum Range Rovernunum og öðrum luxus t.d. á öllum bílum yfir 2,5 milj.  Þá hefði verið til varaforði. En að skella auknum skatti á almenning í dag er ein og að sparka í liggjandi mann.

Allar eigur eru horfnar eða hafa rýrnað um tugi prósenta, skuldir hafa hækkað uppúr öllu valdi og eru svo komið að það er rugl að borga af lánum.  Fólk situr uppi með óseljanlegar eignir.  

Ríkið kemur með engar lausnir aðeins lenginu á hengingarólinni.  

Eina leiðin sem fer að verða eftir er að koma sér í burtu af landinu og byrja aftur frá grunni

Halldór Jónasson, 12.12.2008 kl. 19:02

10 identicon

Þetta er því miður skelfilegt ástand. Fjárlögin eru prófið sem erlendir lánadrottnar okkar setja okkur í og við erum að falla á því prófi.
Það er ekki bæði hægt að gagnrýna ríkistjórnina fyrir að skera niður og gagnrýna þá fyrir að auka tekjur.  Það ætti að gagnrýna ríkissjórnina fyrir að skera of lítið niður og/eða hækka skatta og álögur of lítið. Ástandið verður ekkert betra og heldur verra 2010 og 2011 og ekki er hægt að fleyta okkur áfram á "VISA".  Það er búið að klippa kredittkortið okkar.

Það er búið að setja krónuna á flot eins og það var kallað en hún er með kút og kort og búið að tæma vatnið úr lauginni til að halda henni á floti eins og einhver komst að orði.  Hún er verðlaus og ekkert að marka þessa skráningu á Íslandi enda gildir hún einungis á Íslandi.

Það er engin gengisskráning í Noregi, eða í öðrum löndum á netsíðu Den norske bank sem er stærsti banki Noregs kemur eftirfarandi tilkynning: “Islandske kroner suspendert: Grunnet markedssituasjonen stilles det inntil videre ikke kurser i islandske kroner.”
https://www.dnbnor.no/portal/biztools/valutakalkulator/valutakalkulator.jhtml
Íslensk króna er ennþá skráð á UBS stærsta banka Sviss.
http://www.ubs.com/1/e/index/bcqv/calculator.html
Þar kostar 1€ 376 Íkr og 1 USD 282 Íkr, 1 Dkr 50,5 Íkr og 1 Nkr 40,6 Íkr og þetta er algjört met og hefur krónan aldrei verið lægra skráð enda er hún verðlaus. Ljóst er að gengisfleyting krónunnar hefur gjörsamlega mistekist.

Óháð því hvort við ákveðum að fara í Evrópubandalagið eða ekki fullnægjum við ekki neinum af skilyrðum myntbandalagsins og það er meira segja langt í það.  Ef það verður nokkurn tíma raunhæft tekur það mörg ár.  Ekki bætir það að ná ekki tökum á ríkisrekstrinum.  Ef heildartekjurnar eru 370 til 380 miljarðar og hallinn var 215 miljarðar og með þessum niðurskurði núna verður hann 160-170 miljarðar 2009 er það alveg skelfilegt og þetta verður að komast í jafnvægi. 

Það eru einfaldlega þrjár leiðir. Að taka lán og við fáum engin lán nema á mjög háum vöxtum enda erum við flokkuð sem vanskilaþjóð og það með réttu. Ef ekki á að auka tekjur verður að skera ennþá meira niður.  Þetta er alveg ótrúlega einfalt og sú atvinna sem þú skapar með framkvæmdum fjármögnuðum með dýru lánsfé gerir svigrúmið ennþá minna á næsta og næstu árum.  Þetta verður fyrsta af mörgum skattahækkunum og álögum.  Ef niðurgreiða á lán og skapa atvinnu verður það kostað á lánsfé og álögum.  Það ætti að setja lög um að þeir sem vilja eyða eða hjálpa ættu einnig að gera tilögur um hvar ætti að skera niður eða hækka skatta til að afla þess. 

Gunn (IP-tala skráð) 13.12.2008 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband