Jákvætt grænt vinstra ljós!
3.12.2008 | 22:27
Nú lýsir afar jákvætt vinstra ljós í hverfinu mínu! Það birtist í dag - og er ekki jólaljós - en mun væntanlega verða til þess að auka umferðaöryggi í Bústaðahverfi. Um er að ræða nýtt beygjuljós á Bústaðavegi inn á Grensásveg sem væntanlega mun beina umferð sem að hluta til hefði farið um Réttarholtsveg ef vinstri beygju af Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut verður lokað.
En eins og þeir sem hafa lesið pistlana mína þá sker Réttarholtsvegurinn sundur skólahverfið í Bústaðahverfi og aukin umferð þar í gegn eykur slysahættu.
Það er afar jákvætt að sjá að umhverfissvið er strax farið að vinna að aðgerðum til að draga úr umferð um Réttarholtsveg á þennan hátt - þótt hún muni væntanlega aftur aukast ef áætlanir um lokun vinstri beygju komast í framkvæmd!
En það gefst tækifæri fyrir stjórn Íbúasamtakanna í Bústaðahverfi að ræða þessi mál og önnur umferðamál í hverfinu beint við Þorbjörgu Helgu formann umhverfis- og samgöngusviðs í næstu viku á samráðsfundi vegna fyrirhugaðra breytinga. Treysti því að í sameiningu náist góð og örugg lausn í umferðaöryggismálum í hverfinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hélt þú væri orðinn svona jákvæður fyrir vinstri grænum, værir að spá í að skipta. Það var þá bara Bústaðarhverfið
Soffía (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 22:58
"En eins og þeir sem hafa lesið pistlana mína þá sker Réttarholtsvegurinn sundur skólahverfið í Bústaðahverfi..." Hehe. Ég hef lesið suma af pistlunum þínum en kannast ekki við að skera sundur nein skólahverfi ;-)
Skemmtileg flýtisvilla :-)
Björgvin R. Leifsson, 3.12.2008 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.