Hætta á klofningi innan Sjálfstæðisflokks?

Má ekki ætla að það sé jafn mikil hætta á klofningi Sjálfstæðisflokksins vegna Evrópumála og hættan á klofningi innan Samtaka atvinnulífsins?


mbl.is Hætta á klofningi innan SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það gæti orðið ósamstaða vegna Evrópumála hjá Sjálfstæðisflokki, en held að það yrði lítill hluti sem færi úr flokknum.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jú, Hallur, það er mjög líklegt, að Sjálfstæðisflokkurinn klofni, ef landsfundurinn í janúar ákveður að stefna á EBé-aðild. Fyrir 10 dögum var birti Morgunblaðið ýtarlega skoðanakönnun, sem Capacent Gallup gerði um EBé-aðild fyrir Samtök iðnaðarins (sjá þessa grein mína), og þar kom fram, að einungis "24% sjálfstæðismanna eru hlynnt aðild, en 54% andvíg"! Andstæðingar aðildar eru þannig 2,25 sinnum fleiri en fylgjendur hennar í Sjálfstæðisflokknum.

Ákveði flokksforystan að keyra á EBé-innlimun, þrátt fyrir þessa eindregnu andstöðu meirihlutans meðal óbreyttra stuðningsmanna flokksins, þá mun stór hluti af fylgi hans leita til annars eða annarra flokka nálægt miðunni, sem draga mun(u) til sín stuðning sjálfstæðissinna úr öllum flokkum, þ.m.t. þínum eigin Framsóknarflokki, Hallur minn!

Jón Valur Jensson, 30.11.2008 kl. 21:15

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Væri klofningur ekki besta mál, línur í pólitíkinni myndu skírast.

Athyglisvert hvernig JVJ setur málið upp. Vísar í einhverja skoðanakönnun og segir að ef stefnan verði sett á EB aðild á landsfundinum þá klofni flokkurinn! 54%in, sem eru víst á móti aðild munu þá kljúfa sig frá minnihlutanum 24%unum sem vilja aðild!! En verði aðild hafnað á landsfundinum hefur JVJ ákveðið að, minnihlutinn,  24%in muni sitja  sitja áfram í sínum flokk sátt við sitt,  en muni ekki leita þangað sem skoðanir þeirra hafa hljómgrunn. ?? Rökfastur að venju.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.12.2008 kl. 07:56

4 Smámynd: Sævar Finnbogason

Já mér líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn klofni. Það gerir hann reglulega og ekkert athugavert við það. Nikðurstaðan af klofningi núna yrði þjó einkennileg. Annar helmingurinn einhverskonar þjóðernissinnaður Íhaldsflokkur (sem rynni svo saman við frjálslynda eftir að við göngum í ESB ) og hinsvegar framsækinn borgaralegur flokkur í góðum tengslum við atvinnulífið. Þetta myndi skýra línurnar.

Sævar Finnbogason, 1.12.2008 kl. 18:00

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Axel á bágt með að rökstyðja sitt mál eða skilja jafnvel auðskilda hluti. Ef félag, þar sem 54% eru eindregið andvígir róttækri og afdrifaríkri sambræðslustefnu við annað félag, en 24% með henni, tekur þá ákvörðun á fundi, sem nær aðeins til um 5% félagsmanna, að fara samt út í sambræðsluna, þá verður að sjálfsögðu meirihluti óbreyttra félagsmanna mjög ósáttur við þessa freku og ólýðræðislegu ákvörðun, og ef fram kemur hreyfing um að stofna allt annað og jákvæðara félag í þeirra huga, þá eru orðnar verulegar líkur á flótta úr fyrstnefnda félaginu yfir í hitt. Ef niðurstaða fundarins yrði öfug, yrðu þessu 24% örugglega óánægð, og sumir þeirra gætu glatazt félaginu, en aldrei jafn margir og í hinu tilfellinu. Ebésinnar hafa reyndar jafnan valið þá leið að reyna bara aftur og aftur það sem sækir svona þrálátlega á hugsun þeirra: að farga og glata íslenzku sjálfstæði.

Jón Valur Jensson, 2.12.2008 kl. 09:44

6 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Ég spái því að sjálfstæðismenn reyni að dansa einhvern veginn á línunni .. segja að það megi skoða ESB en tala samt mjög varfærnislega og fullyrða að það þurfi að vera hinir og þessir skilmálar fyrir því að ESB-aðild geti nokkuð hentað okkur. Þannig reyna þeir að halda Samfylkingunni volgri í ríkisstjórn en jafnframt að hafa þá tortryggnu góða.

Hvort svona línudans tekst veit ég ekki, en hann gæti verið sniðug hugmynd.

Einar Sigurbergur Arason, 2.12.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband