Það segir enginn Kidda sleggju fyrir verkum!
26.11.2008 | 07:50
Það er löngu fullreynt að það segir enginn Kidda sleggju fyrir verkum. Hann fer sínar leiðir. Það getur verið erfitt fyrir flokka - ekki síst þingflokka - en ef menn á annað borð ætla að vinna með Kristni - þá verða menn að sætta sig við þetta eðli hans. Spái því að Kristinn verði hrakinn úr Frjálslyndaflokknum.
Mæli með því að Kristinn verði eins manns þingflokkur og fylgi sannfæringu sinni í hverju máli fyrir sig! Hann er nefnilega einstakur - sem er bæði kostur og galli fyrir stjórnmálamann.
En ég skil Kristinn að hafa ekki stokkið á vantraustsyfirlýsinguna. Ekki vegna þess að ég treysti ríkisstjórninni og vilji ekki kosningar - heldur vegna þess að vantraustsyfirlýsingin var illa tímasett og styrkti ríkisstjórnina miklu frekar en að veikja hana.
Afstaða Kristins tekin fyrir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:29 | Facebook
Athugasemdir
Ég mæli frekar með Sjálfstæðisflokknum. Kiddi hefur náttúrlega verið með hluta Samfylkingarinnar áður þegar hann var í Alþýðubandalaginu.
Hallur Magnússon, 26.11.2008 kl. 08:20
Dvergur nr. 3. Stjórnarandstöðunni væri kannski akkur í því að fá að vera með í nefndum og á fundum, ég veit það ekki.
En af hverju leggja þeir ekki bara eitthvað til málanna? Mér var amk kennt það að ef að ég vildi vera með í starfi þyrfti ég að hafa eitthvað fram að færa.
Fullt af góðu fólki eflaust í stjórnarandstöðu, en það gerir ekkert nema að andæfa. Hver þarf það núna? Við höfum yfirdrifið nóg af fólki sem tekur frá tíma í það á laugardögum og mánudagskvöldum.
Er ekki sanngjörn krafa að starfsmenn okkar á þingi, bæði innan og utan stjórnar séu raunverulega að starfa að því að finna lausnir??
Um Kristinn má síðan efalaust hafa þessi orð: Hann hefði orðið stórkostlegur erindreki þjóðarinnar hefði honum tekist að hemja skap sitt.
Baldvin Jónsson, 26.11.2008 kl. 09:09
Hverjum er ekki sama hvað Jón flón Magnússon segir?
Í þetta sinn gerði Sleggjan það eina rétta í stöðunni.
Höfundur ókunnur, 26.11.2008 kl. 09:55
Kiddi er flottur :)
annars er alþýðubandalagið gamla í VG í dag..
Óskar Þorkelsson, 26.11.2008 kl. 09:58
Ég held að það vanti einmitt að stjórnmálamenn fylgi sinni sannfæringu betur í stað þess að ráðast af hjarðhegðun. Þannig fengjum við meira út úr hverjum og einum þeirra. :) Auðvitað þarf fólk að geta unnið saman og í liði og flestir eru nú í þeim flokki sem þeir eru af því sýn flokksins samræmist best þeirri sýn sem þeir hafa. En stjórnmálamenn eiga ekki að vera strengjabrúður sem segja bara já og amen og elta hjörðina án þess að hugsa!
Kristbjörg Þórisdóttir, 26.11.2008 kl. 11:01
Sammála Baldvin og mér fannst Kristinn mjög hugrakkur og skynsamur þegar hann var á móti því að rjúfa þing. Held við ættum að kjósa menn og málefni næst ekki flokka. Og það verður að segjast eins og er að vinstri grænir eru fínir í andstöðunni en að setja þá í stjórn er ekki hægt og ég held að þeir viti það sjálfir
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:35
En Ace hvern eigum við að kjósa stærstu flokkarnir eru í stjórn og hrædd er ég um að farið yrði út í það að kjósa núna þá myndu þeir enda saman sjálfstæðisfl og vinstri grænir. Sorry þá er það skárra sem við höfum. Því Samfylking og vinstri grænir geta ekki unnið saman. Hinir flokkarnir eins og framsókn sem er að þurrkast út og frjálslyndir allt of litlir
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:14
Æi grey kallinn hann Kiddi.Hann er ýmist að koma eða fara úr flokkum.Það er er nánast full vinna að fylgjast með því hvar í flokki hann er hverju sinni.Ef maður nennir að eltast við það.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 12:15
Sleggjan fer í faðm Össurar
Haraldur Bjarnason, 26.11.2008 kl. 16:32
Þú meinar að hann hlýði ekki flokkseigendaklíkunni eins og Bjarni Harðar var að tala um.
Þorvaldur Guðmundsson, 26.11.2008 kl. 17:07
Kristinn ætti kannski bara að hætta að teygja lopann og ganga í Flokkinn með bróður sínum, enda myndi hann passa þar inn eins og flís við rass.
Það væri annars ekki eftirsjá af þeim undirmálsmanni úr stjórnmálum. Það væri líkast til best.
Uni Gislason (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 19:16
Kiddi er alltaf frjals eins og fuglinn. Fer eftir sinni sannfæringu. Mörgum finnst það böl. En það er nu ekki meira böl en það að hann er alltaf frjals eins og fuglinn.
Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.