Er ekki kominn tími til að hætta ...?

Er ekki kominn tími til að hætta með Davíð Oddsson sem seðlabankastjóra? Hversu lengi ætlar Geir Haarde að halda hlífiskildi yfir honum? Hversu lengi ætlar Ingibjörg Sólrún að láta Davíð yfir sig ganga - einungis til að halda ráðherrastólum Samfylkingarinnar?

Er engin döngun í Ingibjörgu Sólrúnu lengur?  Hvar er gamla góða Solla ssem rúllaði yfir Davíð, fund eftir fund, í borgarstjórninni í gamla daga? Hefur valdið spillt henni svo að hún lætur Davíð Oddsson kúga sig - bara svo hún missi ekki völdun í utanríkisráðuneytinu?

... og á meðan blæðir þjóðinni efnahagslega út!

Svo þykist Samfylkingin ekki bera neina ábyrgð?


mbl.is Veikir málstað Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vertu viss Hallur, sjálfstæðismenn munu aldrei hrófla við hinum eilífa leiðtoga, Kim Il Oddson

Alli (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:26

2 identicon

Það verða breytingar Hallur...bráðum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 10:42

3 identicon

Hallur minn Davíð fer að fara. En hún Valgerður hvenær fer hún ? Mér finnst Dvíð ekki hafa farið jafn illa með þjóðina eins og flokksfélagi þinn, ef þið framsóknarmenn ætlið ykkur áfram þá losið ykkur við hana. Þetta hef ég heyrt frá hörðustu framsóknarmönnum sem hafa kosið flokkinn í 40 - 50 ár

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Kjósandi

Plott Davíðs er að þvinga Samfylkinguna til að sprengja ríkisstjórnina og mynda síðan ríkisstjórn með Framsókn og Frjálslyndum.

Fórnarkostnaður þessa plotts er mikill. Hvers á þjóðin að gjalda.

Kjósandi, 24.11.2008 kl. 11:12

5 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Þessi "kóun" Samfylkingarinnar er komin út fyrir öll mörk. Ég skil ekki þessa undirgefni í forystu Samfylkingarinnar. Eins og staðan er í dag þá fær Davíð að vera í Seðlabankanum eins lengi og hann vill. (Held reyndar að hann verði að hætta vegna aldurs árið 2018).

Sigurður Haukur Gíslason, 24.11.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband