Aumkunarverður kattarvottur Ingibjargar Sólrúnar
22.11.2008 | 18:39
Það er aumkunarverður kattarþvotturinn hennar Ingibjargar Sólrúnar - sem leyfir sér að halda því fram að Samfylkingin - sem hefur bruðgist á nær öllu er varðar stjórn efnahagsmála og aðgerða vegna bankakreppunanr - beri enga ábyrgð á efnahagshruninu.
En sem betur fer sér þjóðin í gegnum Ingibjörgu.
Þá hræðist Ingibjörg Sólrún lýðræðið og vill frekar halda tryggum ráðherrastólum út kjörtímabilið en að verða við kröfum samflokksmanna sinna og þjóðarinnar um kosningar í vor.
Væntanlega vill Ingibjörg Sólrún tryggja sér lengri tíma til einkavinavæðingar sambærilega þeirri að ráða bestu vinkonu sína sem sendiherra - skör hærra en aðrir sendiherra.
Áfallastjórnuninni lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hallur, alveg sammala þer nuna.
Hörður (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:22
Sammála Hallur. Ótrúlegt hvernig fjölmiðlasirkusinn dansar í kringum hana.
Gunnar Bragi Sveinsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:21
Það var nákvæmlega sami stíll yfir þessari ræðu Ingibjargar og ræðu Davíðs um daginn. "Ég þvæ hendur mínar" Furðulegt eftir átján mánuði í stjórn að ætlast til að fólk trúi þessari vitleysu. Samfylkingin er búin með sitt tækifæri. Hún fékk það og klúðraði því svo hressilega að þess verður vandlega getið í annálum framtíðarinnar og sett á stall með öðrum óförum í Íslandssögunni.
Víðir Benediktsson, 22.11.2008 kl. 23:13
Sæll Hallur´
Ég spyr þig um hvað á að kjósa? Sömu fíflin og sitja á þingi núna? Það þarf fyrst að annaðhvort bylta öllum flokkunum eða leggja þá niður. Það er í raun ekkert að kjósa um.
Einar Þór Strand, 23.11.2008 kl. 00:21
Sammála þér að þessu sinni, Hallur!
Jón Valur Jensson, 23.11.2008 kl. 00:24
Ef Samfylkingin gengur úr ríkisstjórn verður samstundis mynduð ríkisstjórn framsóknar og sjálfstæðisflokks - það er ógnin en ekki hræðslan við kosningar.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 02:06
Ingibjörg er sjúklingur og það þarf að skoða ákvarðanir hennar út frá því.
Ef hún væri með fulde fem, þá tæki hún væntanlega ábyrgð, hætti núverandi niðurrífandi stjórnarsamstarfi og fylgdi eftir kröfum flokksfélaga sinna.
En Geir Die-Haarde nýtir sér sjúklinginn til að fleyta sínu ónýta hripleka fleyi til að forðast pólitískt afhroð. Allt í nafni flokksins án tillits til fólksins í landinu.
Það eru þegar sjáanleg mörg öfl á Íslandi, sem kannski sjá ekki sjálf að þau eru betri til stjórnunar landsins en núverandi aular. Fólk má ekki missa sjónar á kjarna málsins og láta núverandi stjórnmálamenn leiða umræðurnar frá enduruppbyggingunni á íslensku stjórnkerfi og samfélagi sem er framundan. ESB hefur EKKERT að gera með þann vanda. Vanda sem verður að leysa og er forsenda annarra hugleiðinga um framtíðina.
nicejerk, 23.11.2008 kl. 02:54
ING lætur draga sig eins og blauta gólftusku yfir flór, en sjúklingurinn er orðinn að himnaskáldi og sér ekki sjálf fáránleikann í eigin hlutverki. Hégómi ING er orðinn alger og allsber.
nicejerk, 23.11.2008 kl. 03:08
Ég sé ekki nein merki þess að veikindi Ingibjargar Sólrúnar hafi slævt dómgreind hennar. Ég held að hún fylgi sinni sannfæringu.
Ef við værum í ríkisstjórn en ekki hún, þá spyr ég sjálfan mig hvort við myndum hlaupa undireins til kosninga? Við montum okkur af því að við séum svo ábyrgir. Oft höfum við reynst það að vísu.
Það er ábyrgðarhluti að hlaupa til kosninga í fljótfærni. Hins vegar getur ekki orðið sátt milli ríkisstjórnarinnar og almennings fyrr en stjórnvöld lýsa því yfir að kosningar verði löngu fyrir lok kjörtímabilsins. Stjórnin áskilur sér kannski rétt til að klára ákveðin verk fyrst og kjósa næsta vetur. Það kynni að lægja einhverjar öldur.
Svo er það annað mál að ég styð ekki þessa ríkisstjórn. Mér finnst hún ekki hafa hagað sér með trúverðugum hætti. Mér finnst hún eins og keisarinn í gegnsæju fötunum sem voru tóm ímyndun. Trekk í trekk komu yfirlýsingar um að allt væri í himnalagi, án þess að þær væru rökstuddar á trúverðugan hátt. Jafnvel einfeldningur eins og ég sá að yfirlýsingar ráðherra voru ekki traustvekjandi. Samt grunaði mig ekki hvílíkur skellur væri í aðsigi.
Réttast þætti mér að hvor stjórnarflokkur myndi gefa eftir 2-3 ráðherrastöður til að hægt væri að mynda þjóðstjórn. Hver stjórnarandstöðuflokkur hefði einn ráðherra og fengi að vera með í nánu samráði um aðgerðir. Helst þyrftu að vera líka 2-3 ráðherrar sem væru ráðnir faglega en ekki í tengslum við flokka, eins og Guðni Ágústsson lagði til. Væri ekki snjallt að fela slíkum einstaklingum fjármálin og bankamálin?
Einar Sigurbergur Arason, 23.11.2008 kl. 05:58
Best að kjósa sem fyrst
Sigurður Þórðarson, 23.11.2008 kl. 09:23
Athyglisverð athugasemd hjá Einari Sigurbergi að mynda þjóðstjórn og velja faglega ráðherra til að sjá um fjármálin. Ég veit að það eru nokkrir á lausu, eins og t.d. , Björgvin Guðmundsson, Heiðar Már, Lárus Welding og svo náttúrulega litli ljóshærði, vatnsgreiddi drengurinn af skaganum . Bara að muna að borga þeim góð laun fyrir ábyrgðina sem þeir tækju á sig. Annað væri ótækt.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 09:36
Má ég þá frekar biðja um ráðningu einhvers sem er ekki "á lausu".. nema ég þekki ekki til Björgvins Guðmundssonar, meintirðu kannski Björgólf?
Svo dettur mér líka í hug, grínlaust, að Geir má alveg mín vegna hvíla sig í nokkra mánuði á forsætisráðuneytinu, meðan hann er að læra að tala við almenning, kannski hann vilji bara verða fjármálaráðherra aftur og leyfa einhverjum fagmanni að setjast í forsætisráðuneytið ... ef einhver hváir þá minni ég á að hann er hagfræðingur og hann gerði ekki skandal í fjármálaráðuneytinu, en spurning hvort vera hans í forsætisráðuneytinu getur talist jafn-laus við alla skandala... hann fengi svona að halda andlitinu sem formaður flokksins og skipta um hlutverk í stjórn..
Einar Sigurbergur Arason, 29.11.2008 kl. 01:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.