Bjarni Harðar og Bændaflokkurinn hinn þriðji!
19.11.2008 | 20:30
Það er vel við hæfi að vinur minn - þjóðfræðingurinn og fornbókasalinn Bjarni Harðarson skuli nú vera í farabroddi í að endurreisa Bændaflokkinn hinn þriðja! En eins og allir vita þá var Bændaflokkurinn hinn síðari sem nú verður bráðum hinn annar stofnaður af flokksbroti úr Framsóknarflokknum árið 1933.
Ástæða þess að flokksbrotið tveir þingmenn- yfirgaf Framsóknaflokkinn á sínum tíma var sú að þeir vildu ekki nýja ríkisstjórn Framsóknarflokks og Alþýðuflokks.
Það kom þó ekki í veg fyrir eina merkilegustu stjórn 20. aldarinnar stjórn hinna vinnandi stétta samvinnustjórn umbótaflokkanna eins og Tíminn kallaði þá - Framsóknarflokks og Alþýðuflokks en sú stjórn tók við eftir kjördæmabreytingu og kosningar árið 1934.
Það var einmitt á þessum tímamótum sem unga kynslóðin tók við Framsóknarflokknum Hermann Jónasson 37 ára sem varð forsætisráðherra og Eysteinn Jónsson 27 ára sem varð fjármálaráðherra og með þeim í stjórn hinna vinnandi stétta - Alþýðuflokksmaðurinn Haraldur Guðmundsson 42 ára sem varð atvinnumálaráðherra.
Tryggvi Þórhallsson sem sagði skilið við Framsóknarflokkinn og stofnað Bændaflokkinn féll fyrir Hermanni Jónassyni í Strandasýslu!
Reyndar skilaði sér einn af þremur þingmönnum Bændaflokksins sér til Framsóknarflokksins aftur sýslumaður Árnesinga Magnús Torfason. Þannig það er ekki útséð um það að Árnesingurinn Bjarni Harðarson skili sér heim á ný kjósi hann að stofna Bændaflokkinn hinn þriðja.
Bændaflokkurinn hinn síðari bauð síðar fram árið 1937 í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en þá undir nafninu Breiðfylkingin! Það gekk ekki ýkja vel!
Nú er Bjarni að særa gamlan pólítíska draug úr gröf sögunnar og telur sig geta náð betri árangri en fyrirmyndin sem náði þremur mönnum á þing árið 1934.
Bændaflokkurinn hinn fyrri var stofnaður af þingmönnum úr bændastétt árið 1912. Hluti þess Bændaflokks gekk til liðs við Framsóknarflokkinn eftir að Bændaflokkurinn leið undir lok árið 1916.
Ég óska Bjarna vini mínum Harðarsyni velfarnaðar í hinum nýja Bændaflokki Bændaflokknum hinum þriðja velji hann að ganga þá götu í stað þess að vinna áfram innan Framsókanrflokksins þar sem hann er að mínu mati nauðsynleg rödd minnihlutahóps innan flokksins sem ber að taka tillit til.
En ef Bjarni kýs að halda á brott og stofna nýjan Bændaflokk með broti úr Framsóknarflokknum og nokkrum Sjálfstæðismönnum þá vil ég benda honum á bút úr stefnuskrá Bændaflokksins hins síðari sem hugsanlega er unnt að endurnýja:
Telur flokkurinn að landbúnaðurinn eigi að vera þungamiðja þjóðlífsins. Í samræmi við þennan tilgang vill flokkurinn sameina bændur landsins til sveita og við sjó og aðra, sem aðhyllast stefnu flokksins, til sameiginlegarar baráttu.
Spái því að Barni og Bændaflokkurinn muni - eins og Bændaflokkurinn hinn síðari - nái tveimur þingmönnum - en forystumaðurinn Bjarni falli líkt og Tryggvi á sínum tíma - því nú hafa afar tvær ungar og öflugar Framsóknarkonur tekið sæti sem þingmenn Framsóknarflokksins á Suðurlandi - konur sem ég er ekki viss um að sunnlendingar vilji skipta úr fyrir Bjarna - þótt Bjarni ætti náttúrlega að vera á þingi - skemmtilegur málafylgjumaður með skoðanir sem eiga fullan rétt á sér!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:39 | Facebook
Athugasemdir
Ég get ekki séð að menn séu fljótari iinn né fljótari út frá Framsókn en öðrum flokkum!
Sjáðu til dæmis Stefán Jón Hafstein - sem stakk af til Afríku! Mikill missir af honum í borgarstjórn - enda miklu meiri baráttumaður og leiðtogi en Dagur B.
... og Dagur B. Hann var ekki í Samfylkingunni - bara R-listanum - óháður eins og Ingibjörg Sólrún! Hann fór frekar snökkt inn. Og Björk vinkona mín Vilhelmsdóttir sem fór út úr VG og snökkt inn í Samfylkinguna - og hættir væntanlega næst ef marka má orð hennar. Mikill missir af þeirri konu.
Frjálslyndi flokkurinn?
Bjarni er hins vegar búinn að vera Framsóknarflokknum lengur en miðaldra menn eins og ég muna! Vonandi verður hann í Framsóknarflokknum áfram - enda mikilvæg rödd minnihlutahóps þar!
Ef þú ert að pæla í Marsibil - þá var hún fyrst og fremst R-listakona.
Hallur Magnússon, 19.11.2008 kl. 21:04
Ég held að þetta sé ekki alveg rétt mat hjá þér Hallur og er ég í raun gjörsamlega ósammála um að um flokksbrot ÚR Framsóknarflokknum sé að ræða.
Í Framsóknarflokknum voru tveir menn. Bjarni Há og Guðni Á. Hinir eru flokksbrotin sem stálu stefnu Alþýðuflokksins og nafni Framsóknarflokksins. Þeir sem í raun eiga heima í Samfylkingunni eða öðrum sambærilegum jafnaðarmannaflokki.
Það sést best á stefnumálum og vil ég því biðja þig að nefna eitthvað í stefnu núverandi Framsóknarflokks sem ekki á heima í Samfylkingunni.
Guðni og Bjarni héldu nefninlega stefnu Framsóknarflokksins. Þekktri afturhalds- og fyrirgreiðslupólitík.
Kær kveðja,
Guðmundur Andri.
ps.
Íslendingar!
Vaknið!
Þetta er ekki eðlilegt ástand!
Guðmundur Andri Skúlason, 19.11.2008 kl. 21:13
Væntanlega mun Valgerður fara í janúar 2009 - enda beindist gagnrýnin að allri flokksforystunni - ekki Guðna einum. Það munu verða kynslóðaskipti - 68 kynslóðin lætir síðari kynlóðum eftir forystuna.
Þú átt eftir að sjá verulega þingmannaveltu í Sjálfstæðisflokknum í næstu kosningum. Bíddu bara!
Hallur Magnússon, 19.11.2008 kl. 21:25
68 kynslóðin? Siv er fædd '62 (eins og þú) og Magnús '60 - Valgerður er sú eina sem mögulega gæti talist til 68 kynslóðarinnar. Mér sýnist að meirihluti þingmanna Framsóknarflokksins sé undir fertugu. Væri ekki frekar þörf á einhverju fólki með reynslu?
Sigurður Hrellir, 19.11.2008 kl. 21:39
Siggi.
Guðni og Valgerður eru 68 kynslóðin - ásamt Halldóri sem er nýfarinn. Það er einmitt 68 kynslóðin sem gerir allt til þess að halda völdum - í öllum flokkunum!
En takk fyrir að benda þjóðinni á að Framsóknarflokkurinn hefur treyst ungu fólki fyrir ábyrgðastöfrum - eins og alltaf!
Hallur Magnússon, 19.11.2008 kl. 21:44
Hallur, þú ert bara ósvífinn dóni.
Að þú skulir voga þér að nefna nafn þeirra sómamanna Hermanns Jónassonar og Eysteins Jónssonar um leið og þú ert óbeint að vísa til EB bullsins þíns og þinna EB viðhlæjanda í Framsókn er fyrir neðan allar hellur.
Þú ættir að sjá sóma þinn í þvi að biðja Steingrím nokkurn Hermannsson afsökunar á að blanda hugsjónum pabba hans í EB bullið. Þar hefði hann aldrei átt heima frekar en Steingrímur sjálfur.
Nú gékkst þú of langt í þinni EB dýrkun.
Guðm. R. Ingvason
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 21:48
Guðm. R. Ingvason.
Ég hitti vin minn Steingrím Hermannsson um helgina. Veit ekki betur en að hann sé sammála því að það sé kominn tími á kynslóðaskipti í Framsóknarflokknum. Hann leiðréttir mig þá ef ég hef misskilið hann.
Þú ættir aðeins að slaka á í EB fóbíunni og velta því fyrir þér hvað er raunverulega að gerast í Framsóknarflokknum. Kynslóðaskipti. Ungt fólk sem er að berjast fyrir grunngildum Framsóknarflokksins, samvinnu, frjálslyndri félagshyggju, manngildi ofar auðgildi - nákvæmlega þeim grunngildum sem Steingrímur, Hermann og Eysteinn börðust fyrir.
Þú mátt ekki láta hatur þitt á þeirri sjálfsgögðu leið - að kanna hvort aðildarviðræður að Evrópusambandinu efi okkur ásættanlega niðurstöðu eða ekki - blinda þér sýn á það sem virkilega skiptir máli. Grunngildi Framsóknarflokksins - og nauðsyn þess að ný samheld forysta sem endurspeglar helstu viðhorf innan Framsóknarflokksins - líka viðhorf þess minnihluta sem er gegn aðildarviðræðum að Evrópusambandinu!
Ég ætla ekki að segja að þú sért ósvífinn dóni að setja þetta fram eins og þú gerir - en bendi þér á að íhuga orðfæri þitt. Ég hefði valið hóflegri orð ef ég væri að gera athugasemdir við þínar skoðanir.
Með samvunnkveðju
Hallur
Hallur Magnússon, 19.11.2008 kl. 22:00
Hallur minn hættu áður en menn telja þörf á að fletta ofan af þér. Svona þín vegna.
Þorsteinn Húnbogason (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 22:57
Þorsteinn.
Á dauða mínum átti ég von á ...
... en ef þú telur að það sé einhverju ofan af mér að fletta - gerðu þá svo vel!
Hallur Magnússon, 19.11.2008 kl. 23:03
Hallur minn ég er nú bara farin að vorkenna þér( ég verð að segja það) Erfitt að fá svona skot á sig en sættu þig bara við það að framsókn er í dauðateygjunum. Það á að kjósa menn en ekki flokka næst, því það er óeining í öllum flokkum. Nema vinstri grænum en þeir mótmæla bara og það verður þannig áfram, kunna ekkert annað.
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 23:55
Kæra Guðrún.
Þú þarft ekki að vorkenna mér eitt eða neitt. Kveinka mér ekki undan skotum vegna Framsóknarmennsku. Ef svo væri þá væri ég ekki hér - og hefði líklega hætt í Framsókn fyrir 24 árum.
Ef þú ert að tala um vin minn Þorstein - sem ég hafði nú ætlað að biðja um að selja mér eins og tvær gæsir til kaups í jólamatinn - þar sem ég komst aldrei á gæsaskytterí í haust - þá er það nú meira svona innanhússklapp! Ætti lílega betur heima á lokaðri Framsóknarrás!
En takk samt fyrir umhyggjuna - en verð að hryggja þig með því að Framsókn hefur ekki verið eins lifandi um margra ára skeið!
Hallur Magnússon, 20.11.2008 kl. 00:22
Margt dettur mér nú í hug eftir lesturinn.
Einar Sigurbergur Arason, 20.11.2008 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.