ESB og Davíðslaus Seðlabanki besti kostur - segja XD á Akranesi!!!

ESB og Davíðslaus Seðlabanki er leiðin - segja XD á Akranesi!!!

Eftirfarandi ályktun var samþykkt í stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi!

Er Geir Haarde og frú Inga Jóna Þórðardóttir ekki með ítök í því félagi?

"Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi skorar á Geir H. Haarde forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins að skerpa nú þegar áherslur ríkisstjórnar Íslands við það mikla verkefni sem stjórnin stendur andspænis við endurreisn fjármálakerfis landsins. Forgangsverkefnið er að slá skjaldborg um fjárhagslega framtíð heimilanna í landinu.  Jafnframt telur stjórnin óhjákvæmilegt að nú þegar verði leitað eftir aðildarviðræðum að Evrópusambandið þannig að í ljós komi hvaða kostum þjóðin standi frammi fyrir ef til aðildar kemur. Þá skorar stjórnin á formann Sjálfstæðisflokksins að sjá til þess að við endurreisn fjármálakerfis þjóðarinnar veljist einungis til starfa þeir sem njóta óskoraðs trausts og hæfis til starfa. Óhjákvæmilegt sé í því ljósi að stjórnendur Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins víki nú þegar. Stjórn fulltrúaráðsins telur að sá vandi sem íslenskir stjórnmálamenn standa nú frammi fyrir muni leiða í ljós styrk þeirrar stefnu sem þeir standa fyrir. Það er bjargföst trú stjórnarinnar að á grundvelli Sjálfstæðisstefnunnar, með hagsmuni allra stétta fyrir augum, verði vandamál þjóðarinnar best leyst  nú sem áður."


mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hallur.

Ekki hljómar þessi ályktun stjórnar fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akranesi vel né sannfæarandi, þ.e. ef rétt er eftir haft af þér.

Það mætti halda að allur fiskveiðikvótinn, "a la Framsókn", hafi verið fluttur burtu eða bein og/eða óbeint stolið frá Akranesi, eins og mörgum öðrum sveitarfélögum, eða hvað, þeim gamla og góða sjávarútvegsbæ.

Í huga mínum, sem borins og barnfædds Skagamanns, segi ég nú bara, ef rétt er eftir haft hjá þér;

...þá ætti nú stjórn fulltrúaráðsfélaganna á Akranesi, eins og þú, þar sem þið bæði viljið augljóslega ganga frá fyrri flokkum ykkar dauðum, að hverfa bara inn í Samfó eða flytja beint til EB, þar eigið þið augljóslega vel heima. 

Verði ykkur að góðu lífskjörin þar, ekki öfunda ég ykkur af þeim, og mundi reyndar aldrei óska afkomendum mínum, vinum, frændum eða kunningjum, slíks lífs, of mikið hef ég séð af því.

Vinsamlega látið okkur hin í friði, við viljum áfram stunda okkur íslensku hugsjónir og íslenska líf í íslenskum veruleika, með íslenska velferð eins og verið hefur frá 1944.

Það hefur skilað okkur miklu lengra fram á veginn í lífsafkomu ,velferð, lífskjörum og hagvexti en EB þjóðir hafa notið á sama tíma, þrátt fyrir tímabundna brotsjói og tímabundin áföll hér heima og kvótaþjófnaði.

Kveðja.

Guðm. R. Ingvason

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Auðvitað ætti Inga Jóna að hafa þarna ítök, man ekki betur en hún hafi verið formaður þarna einu sinni. Ég er nú fæddur og uppalinn Skagamaður og mér þótti sárast að sjá það í sumar þegar ég var þar í þrjá mánuði eftir 22 ára útivist að sjá hús HB standa auð. Þar eiga Framsóknarmenn mesta sök. Frjálst framsal kvóta og veðsetning eftir hugmyndum Halldórs Ásgrímssonar hefur komið þessu annars ágæta útgerðarfyrirtæki í koll. Kaldhæðnin er mikil því Ingibjörg Pálmadóttir framsóknaráðherra til margra ára og "tengdadóttir" þessa ágæta fyrirtækis átti auðvitað hlut að máli. Þetta er sorglegra en tárum taki Hallur og nú er Inga Jóna flækt inn í hrunið líka. Þær eru báðar góðar konur og miklar vinkonur mínar en því miður lentu þær á rangri pólitískri hillu.

Haraldur Bjarnason, 13.11.2008 kl. 21:55

3 identicon

,, ...skilað okkur miklu lengra fram á veginn í lífsafkomu ,velferð, lífskjörum og hagvexti..."

 Bíddu, hvar erum við í dag ?

 Veist þú það ?

Hagvöxtur og gjaldþrot ?

Ákvörðun framsóknar í sinni stjórnartíð að ekkert eftirtlit með fjármálastofnunum væri best !

 Hver er okkar staða í dag ?

JR (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Jæja!

Það væri erfitt fyrir ykkur að hafa ekki Framsókn! Hverjum ættiþá að kenna um allt sem farið hefur úrskeiðis milli himins og jarðar!

Ykkur væri nær að líta ykkur nær - og tékka á því hvort það gætu verið fleiri en Framsókn sem beri ábyrgð.

En Guðmundur. Það hefur margt um mig sagt - en þetta er í frysta skipti sem það er gegið í skyn að ég fari rangt með heimildir!!!   En þú ert væntanlega búinn að fatata það sjálfur núna!

Hallur Magnússon, 13.11.2008 kl. 23:17

5 identicon

Inga Jóna er fædd og upprunnin hér á Skaga og er stolt af því. Hún var vel virk í Sjálfstæðisflokknum alla sína tíð hér og ekkert nema gott um það að segja. Ég geri ekki ráð fyrir því að hún sé með puttana í álygtunum félagsfunda í Sjálfstæðisfélaginu hér nú, enda löngu flutt í höfuðstaðinn. Þar sem ég er það fullorðinn að ég man þegar lögin um stjórnun fiskveiða (kvótakerfið) voru sett, þá vil ég benda þeim á sem tala af naumri þekkingu um þessi mál, og stytta sér leið í söguskýringum sínum, að þingmenn allra flokka á alþingi stóðu að samþykkt þessara laga, ekki bara Halldór Á. þáverandi sjávarútvegsráðherra. Þetta var talin besta lausnin þá, að bestu manna yfirsýn. eftir að hafa prófað skrapdagakerfið,  til að halda utan um aflamagn  á Íslandsmiðum. Síðan ætluðu menn að endurskoða og laga þessa lagasmíð. En einhvern veginn hefur farið minna fyrir því, ekki verið eining um hvað skuli koma í staðinn, þó Framsókn sé ekki lengur við völd. Þegar ég hóf sjósókn frá Akranesi fyrir 44 árum voru hér gerðir út milli 20 og 30 vertíðarbátar. Skuttogarnir ýttu síðar þessum flota í burtu, og tyggðu vinnslunni jafnt streymi hráefnis. Síðan fluttist vinnslan að stórum hluta út á sjó. Arðsemin kallaði etir slíku.Hér voru forðum fjögur stór fyrirtæki auk nokkurra smærri sem gerðu út og verkuðu fisk, auk síldarversmiðjunnar. Undir það síðasta var HB.Grandi eitt eftir. Samt hefur Akranes vaxið örast landsbyggðar bæja á síðustu árum. Þökk sé stóriðjunni.

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 23:30

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Hallur

Það sýnir sig alltaf að það þarf djörfung og þor til að bera á borð nýja stefnu sem vísar annað en á hagana sem fólk ólst upp á í hugsun og anda.

Afturhaldið, hræðsluáróðurinn, vænisýkin, landráðbrigslin og óttinn við framtíð sem beri með sér annað en andlegar bernskuslóðir er hinsvegar afurð öryggisleysis og að vera ekki fær um að meta með skynsemi það sem uppeldisreynslunni er ekki kunnugt. Það er vel rannsakað fyrirbæri.

Íhaldssemi er gagnleg svo lengi sem skynsemin kemst líka að til meta af alvöru nýja og ókunnuga hluti.

En jafnvel skynsömustu menn geta búið við svo mikið öryggisleysi að skynsemin kemst ekki framfyrir öryggisleysið sem alltaf leitar til þess sem dugði bernskunni og því ekki fær um að meta neitt gott að jákvætt ef það ekki átti heima á þeirra andlega bernskuheimili.

Það er svo auðvelt að ala á ótta við breytingar og hið ókunnuga og bera á borð að mönnum gangi til annarlegar hvatir, svik og landráð ef ekki eitthvað enn verra.

Þú átt því heiður skilinn fyrir að setja þig í skotlínu hinna öryggislausu svikabrigslara og vænisjúku hræðsluáróðursmanna, en þeim skítur upp úr hverri holu og skúmaskoti þegar ESB kemst fyrir alvöru til umræðu og sturta skáldskap, hræðsuskörkvi og landráðabrigslum yfir þjóðina - og það hefur alltaf áhrif.

Menn sem byggja ekki málflutning sinn og skoðanir á þessum ógnarsterku mannlegu hvötum óttans og öryggisleysisins gangvart breytingum, nenna heldur ekki að standa undir stöðugum svika- og landráðabrigslum til að leiðrétta endalausar rangfærslunar og hræðslubullið.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.11.2008 kl. 04:13

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Takk fyrir þetta Helgi Jóhann.

Ég hef alla tíð sagt það sem mér finnst - og stundum fengið bágt fyrir

Mér finnst það betra en að þegja vegna ótta við skoðanir annarra - en undirstrika að þótt menn séu mér ósammála - þá virði ég - yfirleitt - skoðanir þeirra.

Hallur Magnússon, 14.11.2008 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband