Enn rís Eyjan úr fjölmiðlahafinu!

Enn rís Eyjan úr fjölmiðlahafinu!

Það er mikill fengur fyrir Eyjuna - og þar með almenning - að fá svo öflugan og reyndan fjölmiðlamann eins og Guðmund Magnússon sem ritstjóra!  Það er reyndar með ólíkindum hvað Eyjan hefur haft á góðum ritstjórum að ráða undanfarin misseri. Pétur Gunnarsson, Hallgrímur Thorsteinsson og nú Guðmundur Magnússon.

Enda er Eyjan búin að skapa sér öruggan sess sem öflugur, sjálfstæður vefmiðill sem tekur á því sem er að gerast í samfélaginu hverju sinni.

Það er meira en að segja það að halda úti svona öflugum vefmiðli - en það hefur tekist með miklum ágætum - þökk sé góðum og reyndum fjölmiðlamönnum eins og Pétri og Hallgrími - sem halda tryggð við Eyjuna og blogga þar áfram - þótt þeir hætti daglegri vakt sem ristjórar.

PS.

Var að sjá að Guðmundur Magnússon var að birta eignarhald Eyjunnar:

Ég hef verið spurður um eignarhald Eyjunnar . Það er svona:

Eigendur eru fjórir. Birgir Erlendsson 5%, Jón Garðar Hreiðarsson 75%, Pétur Gunnarsson 10% og Rúnar Hreinsson 10%.

Rekstur Eyjunnar er fjármagnaður með auglýsingatekjum ásamt vinnuframlagi og fjármagni beint úr vasa eigenda.

Stjórnmálaflokkar, viðskiptablokkir eða aðrir hagsmunaaðilar koma ekki með neinum hætti að Eyjunni – og við leggjum metnað okkar í að þannig haldist það.

Og Eyjan skuldar ekkert – sem er annað en hægt er að segja um hina eyjuna (Ísland) ! – eða aðra fjölmiðla.


mbl.is Guðmundur Magnússon nýr ritstjóri Eyjunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

   Ja Hallur eyjan verður bara betri og betri.

Hörður (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband