Enn rís Eyjan úr fjölmiðlahafinu!
13.11.2008 | 11:55
Enn rís Eyjan úr fjölmiðlahafinu!
Það er mikill fengur fyrir Eyjuna - og þar með almenning - að fá svo öflugan og reyndan fjölmiðlamann eins og Guðmund Magnússon sem ritstjóra! Það er reyndar með ólíkindum hvað Eyjan hefur haft á góðum ritstjórum að ráða undanfarin misseri. Pétur Gunnarsson, Hallgrímur Thorsteinsson og nú Guðmundur Magnússon.
Enda er Eyjan búin að skapa sér öruggan sess sem öflugur, sjálfstæður vefmiðill sem tekur á því sem er að gerast í samfélaginu hverju sinni.
Það er meira en að segja það að halda úti svona öflugum vefmiðli - en það hefur tekist með miklum ágætum - þökk sé góðum og reyndum fjölmiðlamönnum eins og Pétri og Hallgrími - sem halda tryggð við Eyjuna og blogga þar áfram - þótt þeir hætti daglegri vakt sem ristjórar.
PS.
Var að sjá að Guðmundur Magnússon var að birta eignarhald Eyjunnar:
Ég hef verið spurður um eignarhald Eyjunnar . Það er svona:
Eigendur eru fjórir. Birgir Erlendsson 5%, Jón Garðar Hreiðarsson 75%, Pétur Gunnarsson 10% og Rúnar Hreinsson 10%.
Rekstur Eyjunnar er fjármagnaður með auglýsingatekjum ásamt vinnuframlagi og fjármagni beint úr vasa eigenda.
Stjórnmálaflokkar, viðskiptablokkir eða aðrir hagsmunaaðilar koma ekki með neinum hætti að Eyjunni og við leggjum metnað okkar í að þannig haldist það.
Og Eyjan skuldar ekkert sem er annað en hægt er að segja um hina eyjuna (Ísland) ! eða aðra fjölmiðla.
Guðmundur Magnússon nýr ritstjóri Eyjunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Facebook
Athugasemdir
Ja Hallur eyjan verður bara betri og betri.
Hörður (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.