Sláum við ekki bara $ 6.000.000.000 hjá Kínverjum og Rússum?

Gefum við þá ekki IMF upp á bátinn og sláum $ 6.000.000.000 dollara lán hjá Kínverjum og Rússum, afboðum breskar herþotur og förum í mál við bresku ríkisstjórnina?  Við gætum meira að segja beðið Rússa að koma og verja loftrýmið okkar!

Kínverjar eiga nóg af dollurum og Rússar eiga nóg af herþotum!

Svo má ekki gleyma pólska láninu. Var það nokkuð skilyrt viðbót við IMF lánið?


mbl.is Afgreiðslu umsóknar frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Frábær hugmynd!

(svo þyrfti stjórnin að fá þig sem ráðgjafa)

Lúðvík Júlíusson, 12.11.2008 kl. 08:31

2 identicon

Hvernig er með þá þarna í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þar um slóðir? Eiga þeir ekki nóga peninga? Við höfum ábyggilega ekki gert þeim neitt - nema kannski þessum eina sem keypti 5% hlut í Kaupþingi fyrir skemmstu! Væri ekki ráð að slá lán hjá aröbum og hreyfa þannig pínulítið við "vinaþjóðunum" okkar hér á Vesturlöndum?

Helgi Már Barðason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 08:43

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þá er loksins komið í ljós, hverjir telja sig eiga heiminn ! Nú vitum við það og getum andað léttara.

Mér finnst alltaf auðveldara að fást við sterka andstæðinga en veika. Nú gildir að sýna ekki depurð heldur djörfung. Það er verst, að utanríkis-ráðherrann okkar gengur ekki heill til skógar. Mér heyrðist uppgjafartónn vera í aumingja Ingibjörgu.

Nú eigum við að slíta stjórnmálasambandi við þær þjóðir sem beita okkur bolabíts-brögðum. Við eigum að semja tafarlaust við Rússa um varnir og hefja endurskoðun á aðild okkar að NATO.

Það eru þjóðir í heiminum sem eru upp á kant við Engil-Saxa og við eigum tafarlaust að hefja viðræður við þær. Eigum við ekki að byrja að tala við þá sem eru á sama lista og við hjá Bretum ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.11.2008 kl. 08:46

4 identicon

Neyðin kennir nakinni konu að spinna.

Ég tel að Ólafur R.G. hafi sýnt af sér frumkvæði sem Ingibjörg og Geir ættu að taka sér til fyrirmynda. Við eigum að stefna Bretum fyrir Alþjóðadómstólinn. Hafna loftrýmiseftirliti.

Það sem er að velkjast fyrir Ingibjörgu og Geir, er að þau vilja ekki baka sér óvild ESB ef þau vildu sækja um aðild þar.

Og ein mistökin sem I og G gera er að leita ekki stuðnings hjá þjóðinni.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 09:22

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Færeyingar og Pólverjar standa auðvitað upp úr með lán að eigin frumkvæði án skilyrða. Sammála þér Hallur. við eigum líka að senda breska sendiherran heim eins og í þorskastríðunum.

Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 09:50

6 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Manni svimar nú eiginlega þegar maður heyrir þessar fjárhæðir allar sem við erum að betla út um allan heim, sérstaklega í ljósi þess að þetta sé aðeins til þess að viðhalda þessari helvítis krónu. Eru ekki hagfræðingar núna að tala um að við þurfum ekkert þessi lán ef við loksins heimtum aftur skynsemi okkar og skiptum um gjaldeyri og það strax.

Jón Gunnar Bjarkan, 12.11.2008 kl. 10:13

7 identicon

Ísland er stoppusöð á leið frá Noregi til Vínlands híns góða. Leifur Heppni vissi það.
Nú er komið að því að restin af þjóðinni taki skrefið og eignist vínland, sækjum um inngöngu í Kanada. Þar eigum við Fyrsta Veðrétt, samkvæmt Leifi ,og þar eigum við mestan fjölda íslenskra afkvæma. Þeir afkomendur hafa gert það svo gott, að þeir hugsa mjög sjaldan um stoppusöðina Ísland. Þeir hafa dreyft sérum Norður Ameríku og komið sér í mjög góða stöðu. Evrópa er búin að fá nóg af okkur, eins og Noregur forðum, en vesturheimur bíður okkar án nokkurra fordóma.

nonni (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 10:58

8 Smámynd: Grétar Freyr Vésteinsson

Ég er hjartanlega sammála þér Hallur.  Við erum loksins að komast að því hverjir eru vinir vina sinna, og er komið í ljós að þessir "gervinir" okkar eru ekki vinir okkar.  Við eigum hiklaust að bjóða Rússum heim, og jafnvel Kínverjum, því það er mín skoðun að Rússar geta ekki verið verri "vinir" frekar en rugludallarnir í vestri eða sjálfir bretar.  Og nóg er til af peningum þarna og við Íslendingar erum staddir á besta stað í heimi fyrir bæði Rússa og Kínverja.

Heyr heyr Hallur!

Grétar Freyr Vésteinsson, 12.11.2008 kl. 12:27

9 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég mæli með að við leitum fyrst til Norðmanna (norska krónan og allur sá pakki) og reynum kannski að horfa frekar á að borga skuldir en taka á okkur skuldir.

Ef Norðmenn bregðast og Evrópuþjóðir kúska okkur eins og nú virðist (vilja ekki Icesave til dómstóla til að ekki sjáist á hve miklum brauðfótum allt fjármálakerfi Evrópu er) þá er ekkert vit í öðru en leita til annarra þjóða.  Ég mæli með Norðurslóðaþjóðum sem fyrsta kost þ.e. Rússum, Dönum, Kanadamönnum og Norðmönnum. Svo er Kína fínt, það er ekki náttúrulögmál að við þurfum að versla við Evrópu.

En ég tek undir með öðrum. Mér finnst komin tími á að Vínland hið góða komi okkur til hjálpar .  Höfum samband við kanadíska sendiráðið strax!

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 12.11.2008 kl. 13:07

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eru Kanadamenn ekki undir hælnum á Bretum ? Í fjármála-heiminum eru þeir ótrúlega sterkir. Þeir stjórna ennþá fyrrum nýlendum sínum með fjárhagslegum ítökum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.11.2008 kl. 13:30

11 identicon

Komið þið sæl; Hallur og aðrir skrifarar og lesendur !

Um margt; má brigzla þér, Hallur, en allra sízt þó, að þú sért svartsýnn maður, að upplagi.

Ég hugði í fyrstu; sem margir annarra, þá fjörbrot frjálshyggjunnar hófust, í September lok / Október byrjun, að Geir H. Haarde, kynni; að eiga til einhvern snefil einlægni, í framkomu,  til að bera. Á annað hefir komið á daginn; sem skynugt fólk sér, daglega. 

Hvorki Rússar; bræður okkar og vinir, né Kínverjar, hvað þá mögulega aðrir, (að undanskildum frændum okkar Færeyingum, eða þá Pólverjum), munu telja lánveitingu hingað viturlega, að minnsta kosti, meðan svindlara hyski það, sem með völdin fer; ennþá, hér á Fróni, situr á tróni sínum, Hallur minn.

Kraftaverk teldist það verða, ef stefnubreyting útlendra yrði, almennt, í þeim efnum, Hallur minn. 

Með kveðjum góðum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 14:05

12 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Salvör, þú talar um að fjármálakerfi Evrópu standi á brauðfótum þegar íslenska fjármálakerfið er hrunið til grunna eins og það leggur sig.

Ég stórlega efast um að Normenn vilji sleppa íslendingum lausum með Norskar krónur í hendinni eins og við höfum stjórnað efnahagi okkar undanfarinn ár, enda sýndist mér Norski Forsætisráðherrann útiloka þennan möguleika með nokkuð afdrifaríkum hætti fyrir 10 dögum síðan á meðan samstarfsráðherrar hans gátu ekki stillt sig um að hlæja að hugmyndinni. 

Þú talar um að Evrópuþjóðir kúska okkur, þegar ljóst er að íslenskir bankamenn hafa féflett mörg hundruðir þúsunda Evrópumanna, suma af aleigunni vegna þess að við stóðum okkur ekki í stykkinu að halda þessum mönnum í skefjum.

Auðvitað er ég hundfúll út í Breta hvernig þeir komu fram en  ég held að það sé löngu kominn tími til að við íslendingar förum að sýna smá auðmýkt á alþjóðavettfangi í staðinn fyrir að benda á Evrópu sem einhvern skúrk í þessum málum öllum.

Jón Gunnar Bjarkan, 12.11.2008 kl. 14:10

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jóni Gunnari er auðvitað heimilt að sýna erlendu valdi auðmýkt, en ég ætla ekki að gera það. Eins og Ólafur Ragnar mun hafa bent á í samkvæmi sendiherranna, þá voru það mistök að bindast Evrópu eins og við gerðum í EES. Við höfum enga þörf fyrir fjór-frelsið. Þetta var allt saman bull úr Jóni Baldvini Hannibalssyni.

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.11.2008 kl. 14:50

14 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ég veit svo sem ekkert frekar en þú hvað fór fram á þessum fundi , en þó veit ég að meira segja vinir okkar Normenn voru hneykslaðir á framkomu hans enda þótt þeir hafi fengið hrós frá Ólafi. Ég hef nú alltaf kunnað vel við Ólaf Ragnar en hann hefur gengið ansi langt í þessu Íslendingar est uber alles kjaftæði. Mágur minn benti mér t.d á 2 ára gamla grein eftir Ólaf Ragnar þar sem hann var að útskýra fyrir alþjóðlegum fjárfestum í Bretlandi í 10 liðum hvað gerði Íslendinga svona snjalla afburðamenn í viðskiptum og samkeppnishæfari en allar aðrar þjóðir. Lýsti hann því meðal annars að hið sterka víkingaeðli íslendinga væri svo mikið að við værum eina þjóðin sem hefðum sigrað Breska sjóherinn (defeated the British navy) ekki aðeins einu sinni, heldur þrisvar.

Jón Gunnar Bjarkan, 12.11.2008 kl. 15:06

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég veit svo sem ekkert frekar en þú hvað fór fram á þessum fundi , en þó veit ég að meira segja vinir okkar Normenn voru hneykslaðir á framkomu hans enda þótt þeir hafi fengið hrós frá Ólafi. 

einu fregnirnar af því að nojarar eða einhverjir yfir höfuð séu hneykslaðir á OLR kemur frá Klassekampen.. vinstri sinnaðasta blaði norðan miðbaugs og með 1 % lesningu í noregi.. svona svipað og sunnlenska fréttablaðið..  ég hef ekki séð staf um þetta í helstu fjölmiðlum norðmanna eða svía..  stormur í vatnsglasi held ég... 

góð thugasemd hjá þér Hallur með lánið..  

Óskar Þorkelsson, 12.11.2008 kl. 15:12

16 Smámynd: 365

Hvernig eru Indverjar staddir?  Er ekki forseti vor með sambönd á Indlandi?  Má ekki brydda á málinu sí svona?

365, 12.11.2008 kl. 15:48

17 Smámynd: corvus corax

Frábær hugmynd! Gefum dauðan og djöfulinn í þetta Evrópuhyski og göngum til liðs við Kína og Rússland, þar eigum við heima. Ekki með þessu mussukellíngahyski í Evrópu sem mígur stöðugt á sig af geðshræringu yfir eigin ágæti. Niður með Evrópu, upp með Kína og Rússland!

corvus corax, 12.11.2008 kl. 18:04

18 identicon

Komið þið sæl; sem fyrr !

corvus corax, ! Hressilegur andblær; oftlega fylgjandi þínum ályktunum. Ekkert helvítis rósamál þar; gott fólk.

Ég segi ekki; endilega, niður með álfu okkar - miklu fremur, með þýzkan yfirgang, hver upphófst; með Ottó I., á 10. öld - hélt áfram, með skoffíninu Hitler - og enn viðhaldið, með Merkel; kerlingar álftinni, hver jú mestu ræður í ESB, sem kunnugt er.

Merkel; er svona álíka blaðurskjóða, sem Ingibjörg Sólrún frænka mín, frá Haugi í Gaulverjabæjarhreppi; og munið; helztu attaníossar bandarískra heimsvaldasinna, báðar tvær, í vesturhluta álfunnar.   

Með ágætum kveðjum; á ný /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:37

19 identicon

Eg er ekki sammála því að afþakka komu Breta til landsins við eigum að þjóðnýta allar flugvélar þeirra eftir að þær eru lentar á Keflavíkurflugvelli og sem hriðjuverkamenn (samanber þeirra skilgreiningu) eigum við að halda þeim í gislingu þar til þeir leisa þær út fyrir nokkra miljarða punda . þeir tóku jú eignir Landsbankans í gíslingu og þjóðnýttu. Eg er viss um að það eru til nógu margir hér á landi sem með glöðu geði vildu halda vörð um þær kauplaust.

Sigurður Ólafsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:42

20 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það væri í meira lagi fáránlegt ef breskar þvotur kæmu hér.

Ríkisstjórnin verður að sækja svör hversvegna þessi töf og upplýsa fólkið.

Þetta gengur ekki lengur - ef þessi ríkisstjórn tekst þetta ekki þá eiga aðrir að koma að málum -

Óðinn Þórisson, 12.11.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband