Einkavæðum bankana þrjá - strax!

Það er rétt að einkavæða ríkisbankana þrjá og það strax!

Ríkið á í fyrstu að halda 30% hlut sem kjölfestufjárfestir í tveimur bönkum. Ríkið á að selja lífeyrissjóðunum 30% kjölfestufjárfestahlut í þriðja bankanum.

70% hlutur bankanna á að skila til þjóðarinnar í formi hlutabréfa. Einn hlutur í hverjum banka á hverja einustu kennitölu.

Þegar frá líður og hlutirnir fara að rétta sig af - þá á ríkið að selja 30% hlut sinn í bönkunum tveimur  - í þremur 10% hlutum í hvorum bankanum fyrir sig.

 


mbl.is Ný bankaráð skipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Hlut ríkisins?

Það kemur í ljós þegar þar að kemur!

kannske Færeyingar eða Pólverjar!

Hallur Magnússon, 7.11.2008 kl. 17:49

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hallur, viltu þá fara í sama ruglið og framsóknarmenn og íhaldið gerðu við einkavæðinguna á sínum tíma, með 30% hlut til að byrja með, þetta er brandari. Ég vil alls ekki að lífeyrissjóðirnir komi nálægt slíkri einkavæðingu, nóg hafa ungir peningagæjar gert okkur samt. Höfum ríkisbanka hér næstu tíu til tuttugu árin að minnsta kosti.

Haraldur Bjarnason, 7.11.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Landfari

Algerlega fráleitt að selja bankana strax. Það é enginn pening til að kaupa á sanngjörnu verði og þegar verða eru seldir á bara að selja einn í einu og til hæstbjóðanda.

Þetta var fráleitt eins og gert var síðast að selja báða bankana í einu í stað þess að láta bjóðendur bítast um bitann.

Landfari, 7.11.2008 kl. 18:39

4 identicon

Þetta ráð hjá ráðgjafanum Halli er sannarlega svolítið "Spes". Ég er ekki frá því að íslenska bankahrunið megi rekja til ráðgjafa af þessu kalíberi. Ég legg hins vegar til að við byrjum á að þjóðnýta ríkisstjórnina. Það er kominn tími til að ráðherrarnir okkar fari að sinna hagsmunum venjulegra Íslendinga.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 18:41

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Halló strákar!

Kunnið þið ekki að lesa?

Ég er ekki að tala um að selja 70% hlut bankanna - heldur að þjóðinni - okkur öllum - verði færður þessi eignarhlutur í formi hlutabréfa án greiðslu!  Við erum nú þegar búin að blæða fyrir þetta - mismikið. Ég er að tala um að hvert okkar fái 1/310.000 hlut af þessum 70% í hverjum banka sendan heim! Án greiðslu!

Hvað við gerum við okkar hlut - seljum ef seljendur eru fyrir hendi - eða eigum hlutinn. Það ákveður bara hver og einn!

Hvenær markaður skapast með þessi bréf - það verður bara að koma í ljós!

Hallur Magnússon, 7.11.2008 kl. 18:45

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Hilmar!

Legg til að við tölum Spesíuna upp aftur sem gjaldmiðil.

En án gríns. Þætti vænt um að fá rökstuðning fyrir aðdróttunum þínum. Þá gæti ég mögulega svarað þeim málefnalega!

Einnig málefnalegum rökstuðningi fyrir því að þetta sé ekki rétta leiðin.

Hallur Magnússon, 7.11.2008 kl. 18:47

7 Smámynd: Hallur Magnússon

Landfari!

Það stendur hvergi að það eigi að 30% hlut í bönkunum samtímis! Ekki einu sinni að öll 30% verði seld í einu!   Bið ykkur endilega að lesa fyrst og skjóta svo!

Hallur Magnússon, 7.11.2008 kl. 18:50

8 Smámynd: Magnús Jónsson

Hallur : þessa leið vildi ég fara þegar rætt var fyrst um að selja fyrirtæki hins opinbera,minnir að það hafi verið Síminn sem um var rætt, nema þá með öfugum formerkjum það er að segja, senda hverjum Íslending sinn hlut eða um 70% og selja 30% hæstbjóðenda, en sú leið var ekki farin þá og verður tæplega næst, ef marka má þankagang stjórnmálamannanna okkar.

Magnús Jónsson, 7.11.2008 kl. 19:23

9 identicon

... aðdróttanir = dylgjur = meinyrði

Korteri eftir algjört hrun íslenska hagkerfisins - sem hófst með einkavæðingu bankanna - þeysir lukkuriddarinn Hallur Magnússon ("Fjögurra barna faðir "af vondu fólki" og áhugamaður um þjóðmál. Rek ráðgjafafyrirtækið Spesíu. Séra Baldur segir að ég sé: "...bæði sviphreinn og tillögugóður"!) fram á bloggvöllinn með þjóðráð:

Einkavæðum bankana þrjá - strax!

... og svo biður hann mig, án gríns, um rökstuðning á "aðdróttunum mínum svo að hann geti svarað þeim (aðdróttununum) "málefnalega"(sic)

Í hvaða tré býrð þú Hallur minn?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 19:51

10 Smámynd: Guðl. Gauti Jónsson

Hér verður að vera erlendur banki eða erlendur banki verður að kaupa amk einn af okkar bönkum. Þetta verður ekki fyrr en við eigum nothæfan gjaldmiðil. Við verðum líklega að hanga á þessu þangað til.

Guðl. Gauti Jónsson, 7.11.2008 kl. 20:45

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Hilmar.

Þú ert greinilega ekki með röksemdir fyrir aðdróttunum þínum.  Enda erfitt verkefni sem ég bað þig um.

Þannig að ég verð að líta á aðdróttanir þínar eins og þær koma fyrir - staðlausar.

Hallur Magnússon, 7.11.2008 kl. 21:10

12 Smámynd: Hallur Magnússon

Friðrik.

Ég þekki vel söguna um einkavæðingur rússnesku einkavæðingarinnar. Það hryggir mig að þú teljir stöðu okkar vera sambærilega og stöðu Rússa á þeim tíma. Vilt þú frekar að við förum til þess tíma sem var í Rússlandi fyrir einkavæðingu ýmissa fyrirtækja þeirra - algera miðstýringu ríkisins? 

Finnst þér frammistaða stjórnmálamannanna okkar þannig að það sé vænlegt?

Hallur Magnússon, 7.11.2008 kl. 21:14

13 identicon

... þar skjöplast þér nú enn og aftur Hallur minn. Þar sem þú virðist þjást af gullfiskaminni verð ég að benda þér á að Alþingi var á dögunum að þjóðnýta umrædda þrjá banka. Þessir bankar eru því í reynd eign þjóðarinnar í dag. Það þýðir, á venjulegu mannamáli, að þeir eru í sameiginlegri eign allra Íslendinga. Í reynd er því búið, með neyðarlögum, að skila 100% hlut í bönkunum til þjóðarinnar.

Þú virðist vera heltekinn af þeirri firru að það eigi strax að fara að braska með þessi nýfengnu þjóðarverðmæti og selja - væntanlega aftur á spottprís - kannske Færeyingum eða Pólverjum (!), svo vitnað sé í þinn "málefnalega" málflutning.

Ertu örugglega ráðgjafi?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 21:23

14 Smámynd: Hallur Magnússon

Hilmar.

Þótt þú sért ríkisstarfsmaður og sért að þjóna þjóðinni og unga fólkinu okkar á aðdáunarverðan hátt - þá verð ég að minna þig á að ríkið er ekki þjóðin. Ekki frekar en að það var og er ekki þjóðin sem úthlutar fiskveiðiðikvótanum heldur ríkið.

Þú virðist heltekinn þeirri firru að þjóðinni - sem er samansett af rúmlega 300 þúsund sálum - sé ekki treystandi - hverri og einni sál - að umgangast 3 hluti í hlutafélögunum ríkisbankar.

Þér finnst greinilega að þessir snillingar - Björgvin og Geir - séu betur fallnir til þess!

Það er enginn að tala um brask. Ef einstaklingarnir sem fengju sína þrjá hluti - einn í hverjum banka - vilja braska með þá - þá er það þeirra frjálsa val. En þú vilt frekar að láta forsjárhyggjumennina - Björgvin og Geir - sjá um málin!

Í mínum málefnalega málflutningi - án gæsalappa - benti ég á að það gætu þess vegna verið kaupendur að hlutum ríkisins - eftir að þjóðinni hefði verið skilað 70% bankanna - gætu þess vegna verið erlendir.

En ég segi ekkert um það hvenær sú sala ætti að fara fram - og alls ekki strax! Heldur þegar frá líður!

Nú veit ég ekki hver þinn pólitíski bakgrunnur er ... en miðað við málflutninginn - og órökstuddar upphrópanir - þá kæmi mér ekki á óvart að þú sért af 68 kynslóðinni og hafir verið í MÍR á sínum tíma!

PS.

Mér skjöplast sjaldnast - en það kemur fyrir!

Hallur Magnússon, 7.11.2008 kl. 23:11

15 Smámynd: Hallur Magnússon

Hlynur minn!

Megnið á þjóðinni er örugglega sammála mér um að Geir sé ekki treystandi fyrir þessum málum frekar en öðrum og engum sjálfstæðismanni.

Hvers vegna ertu þá á móti því að við - þjóðin - fáum beint eignarhald á bönkunum okkar?

Lastu kannske ekki pistilinn minn - bara fyrirsögnina?

Hallur Magnússon, 7.11.2008 kl. 23:35

16 identicon

Minn kæri Hallur

Gerir þú þér ekki grein fyrir hvers konar áfalli þjóðin hefur orðið fyrir? Allt tal um hlutabréf, einkasölu og gróða veldur aðeins uppköstum hjá almennum borgurum.Fólk er búið að fá upp í kok. Leyfðu nú málunum aðeins að sjatna og þróast. Eða eins og unglingarnir segja; Come on- chillaðu , take it easy. 

Nína S (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 02:31

17 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það verður að bíða með alla einkavæðingu þar til rykið sest og við förum aftur að sjá til sólar - og þá samt enga einkavæðingu fyrr en við vitum vel hvernig við ætlum að tryggja að ekki sé bara verið að setja á „restart“ á sama prógraminu.

Má vera að ríkisrekstur sé ekki gallalaus en við getum þó heimtað upplýsingar og skýringar úr honum.

Helgi Jóhann Hauksson, 8.11.2008 kl. 03:08

18 identicon

Nei Nína, Hallur blessaður gerir sér því miður ekki grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Ekki frekar en formaður framsóknarflokksins í túninu heima. Hann er trúr braskinu og bitlingunum til síðasta dags og hefur svo íbúðalánasjóð uppá að hlaupa með sporslurnar.

"Það er enginn að tala um brask. Ef einstaklingarnir sem fengju sína þrjá hluti - einn í hverjum banka - vilja braska með þá - þá er það þeirra frjálsa val." Þessi málflutningur segir allt sem segja þarf. Menn geta verið menntaðir óvitar.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 03:31

19 Smámynd: Hallur Magnússon

Enn og aftur Hilmar!

Þú getur greinilega ekki rökstutt málflutning þinn - heldur einungis áfram innihaldslausum upphrópunum.

Helgi Jóhann. Hvað varðar upplýsingar sem unnt er að fá frá ríkinu - þá helst sú neytendavernd sem opinber rekstur veitir - eins og hjá hinum vel rekna  Íbúðalánasjóði sem Hilmari er greinilega í nöp við - þá helst slíkt þegar ríkið er kjölfestufjárfestir - en þjóðin búin að fá sinn hlut - án greiðslu munið þið!!!

Það er einflalt með lagasetningu að viðhalda slíkri neytendavernd þótt bankarnir séu komnir í hendur þjóðarinnar í formi úthlutunar hlutabréfa - og kjölfestuhluturinn til n´´yrra aðilja.

Nína.

Ég geri mér fullkomlea grein fyrir því hvaða áfalli þjóðin hefur orðið fyrir. Þess vegna meðal annars vil ég skila þjóðinni bönkunum í formi hlutar í bönkunum þremu.   Ekki láta pólítíska 68 kynslóð stjórnar bönkunum í gegnum bankaráð eins og við erum að horfa upp á núna. Við almenningur getum ekkert gert og höfum enga aðkomu.

Ef við fengjum hins vegar öll hlutabréf í hverju banka fyrir sig - þá getur hver og einn mætt á hluthafafundi og komið sínum málum á framfæri!

Ef menn vilja ekki eiga þannhlut sem þeir fá úthlutað - þá er það frjálst val hvers og eins að gefa hann - eða selja.

En ég sé aðþið treystið ekki almenningi - viljið fela bankana ykkar alfarið í hendur misvitrum pólitíkusum.

Merkilegt!

Hallur Magnússon, 8.11.2008 kl. 09:42

20 identicon

Sæl, kosturinn við hugmynd Halls er sá að ef þessi leið yrði farin, myndi ekki verða eins auðvelt fyrir ríkið að einkavinavæða bankana eftir einhvern x langan tíma. Hins vegar myndi almenni hluthafinn efalaust selja hlut sinn í fyllingu tímans á því hæsta verði sem fengist fyrir hlutinn, og kaupendur gætu þess vegna orðið vatnsgreiddir ofuruppar með ríkjandi græðgisgen. Það er býsna oft sem sagan endurtekur sig, sérstaklega þeir atburðir sem meiga aldrei endurtaka sig

Hins vegar held ég að það ætti núna að sameina bankana, mótvægið við einokunatilburði yrði þá sparisjóðirnir. Og ef til vill seinna meir erlendir bankar, þegar tímabil milli gleymsku og sagnfræðilegra upprifjunar hefst

Gulli (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:17

21 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Einkavæða tvo af þremur en ekki strax. Það er nauðsynlegt að hafa einn ríkisbanka á Íslandi. Hina tvo má einkavæða en eingöngu í dreift eignarhald. Heljartök "kjölfestufjárfesta" kemur ekki til greina, enda þeir varla til nema erlendir - og þá gruggugir vogunarsjóðir í dulbúningi!

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.11.2008 kl. 11:23

22 identicon

Hallur, Ég verð að segja að mér finnst þú með skynsamari mönnum um þessar mundir. Mér hefur alltaf fundist einkavæðing ríkisfyrirtækja eigi einmitt að vera með þessum hætti, þ.e.a.s. með því að afhenda raunverulegum eigendum, almenningi, hlut sinn í fyrirtækinu. Hver einstaklingur ræður þá hverni ghann ráðstafar sinni eign. Hann selur ef hann telur það þjóna hag sínum betur eða heldur í sínn hlut annars. einungis með þessum hætti verður til rétt verð á viðkomandi fyrirtæki og það verður þá ekki gefið til einkavina eins og raunin var með Síldarverksmiðjur ríkisins, Sementsverksmiðju ríkisins (þar sem vörubirgðir voru verðmeiri en greitt var fyrir verksmiðjuna), bankana og svona mætti lengi telja. Kaup og sala einstakra hluta yrði þá fyrir opnum tjöldum en ekki í samningum við einkavini stjórnmála- og embættismanna. Kveðjur Örn

Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 11:50

23 identicon

Mér líst nú betur á það sem Vilhjálmur Egilsson var að tala um í hadegisfréttum. Það er að láta kröfuhafa gömlu bankanna hafa hluta í þessum bönkum. Þá hefðu þeir hag í að hér gegni vel og væru fúsari til að koma inn með pening. Eins og staðan er í dag hefur enginn banki áhuga á að lána kennitöluflökkurunum frá Íslandi peninga.

Séra Jón (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 12:56

24 Smámynd: Hallur Magnússon

Quis custodiet ipsos custodes?

Hallur Magnússon, 8.11.2008 kl. 15:41

25 Smámynd: Landfari

Ég held að það þé nú nógu erfitt fyrir þessa banka að byggja upp traust aftur þó þeir séu ríkisbankar. Held að það gæri grafið undan þeim ef þeir yrðu einkavæddir strax. Mindi í það minnsta vera öruggari með mína aura inn á ríkisbanka.

síðan er líka hættan eins og bent hefur verið á hér að hætt er við að þeir sem minnst hefðu milli handanna myndu selja á undirverði.

Tryggvi Herbertsson hefur bent á að það er mjög hætt við að miklir fjármunir færist milli manna við þessar aðstæður sem nú eru uppi. Það er brýnt að gæta þess að þeir sem hafa fé geti ekki sölsað undir sig mikil verðmæti fyrir slikk.

Landfari, 9.11.2008 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband