Atvinnu áfram með rýmri endurbótalánum hjá Íbúðalánasjóði
4.11.2008 | 17:14
Félagsmálaráðherra og Íbúðalánasjóður ætti að rýmka möguleika fólks til að taka endurbótalán vegna atvinnuskapandi viðhaldsframkvæmda á íbúðarhúsnæði landsmanna. Það eru ekki allir svo illa staddir að þeir geti ekki bætt við sig lánum vegna arðbærra viðhaldsframkvæmda og slík verkefni geta skipt sköpum fyrir fjölmarga iðnaðarmenn og fyrirtæki í byggingariðnaði.
Þá er mikilvægt að húsfélög geti farið í slíakr framkvæmdir.
Legg til að unnt verði að taka lán hjá Íbúðalánasjóði til viðhaldsframkvæmda sem verði afborgunarlaus í allt að 3 ár. Slík lán verði undan.egin stimpilgjaldi og að einnig að virðisaukaskattur af vinnu vegna slíkra framkvæmda verði alfarið undanskilin virðisaukaskatti.
Samhliða verði hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækkuð verulega og stimpilgjöld af þeim alfarið afnumin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ekki atvinna sem skapar verðmæti, sem þú ert að leggja til. Þetta er atvinna sem byggist á bruðli.
Ef Jón Jónsson vill byggja sólstofu við 200 fermetra einbýlishúsið sitt er það samt eyðsla á verðmætum þrátt fyrir að það haldi uppi einhverri falskri atvinnu í smá tíma.
Nær væri að styðja við lífræna ræktun garðyrkjubænda t.d. með því að láta þá hafa raforkuna á stóriðjuverði.
Theódór Norðkvist, 4.11.2008 kl. 18:59
Hallur, eins og þú veist er ég einlægur aðdáandi þinn og Framsóknar. Mér finnst þetta frábær tillaga. Alveg frábær. Nú má reikna með að úrtölufólkið og nöldurseggirnir muni kannski agnúast út í það að hækkun hámarkslána myndi koma í veg fyrir "nauðsynlega" lækkun á fasteignaverði, hvernig ættum við Framsóknarmenn að svara því? Þú veist hvernig sumir eru; alltaf að nöldra um það að fasteignaverð hafi hækkað of hratt og mikið og bla bla bla, og það verði að eiga sér stað aðlögun til lækkunar til að fá jafnvægi í markaðinn og það að hækka hámarkslánin myndi ekki gera neitt annað en að draga það aðlögunartímabil á langinn. Þú veist, svona týpíst hagfræðinöldur. Ekkert til í því, ég veit það og þú veist það... en hvernig getum við andmælt því?
Ég vil líka harðlega andmæla Theódór hér að ofan. Auðvitað eru þessar aðgerðir arðbærar! Þvílík fásinna að halda öðru fram. Ég meina, ef ég fæ málara til að mála blokkina sem ég bý í þá hækkar verð íbúðarinnar gríðarlega. Ef ég byggi sólstofu við 20fm stúdíóíbúðina mína þá eykst hún margfalt að verðgildi, að ekki sé talað um ef ég fæ þetta á spottprís.
Ég mótmæli því harðlega, sem sannur Framsóknarmaður, að styrkja einhverja paprikubændur. Til hvers í ósköpunum að púkka upp á einhverja plat-bændur sem geta ekki stundað almennilegan búskap í því veðri sem guð úthlutaði okkur? Pukrast og skríða í einhverjum glerskálum að rækta grænmeti sem maður getur fengið í hvaða búð sem er??? Til hvers í ósköpunum ætti ég, Framsóknarmaðurinn, að niðurgreiða paprikurækt á Íslandi þegar ég get fengið fína papriku út í búð?
Annars finnst mér, Hallur, ekki nógu langt gengið með að hafa lánin afborganalaus í 3 ár. Getum við ekki gert þetta eins og sannir Framsóknarmenn? Sleppum þessum afborgunum alfarið? Íbúðalánasjóður lánar okkur fjármagn til að kaupa íbúðahúsnæði, þökk sé Framsókn, og ef við gætum sleppt við að borga af þessum lánum í hverjum mánuði, þá gætum við notað peningana í eitthvað mun nytsamlegra, eins og t.d. afþreyingu, mat, verslunarferðir og svona. Við myndum sko snarbæta efnahagsástandið ef við gætum sett peningana beint í hagkerfið aftur, en ekki borgað bara til baka til ríkisins af einhverjum lánum. Ég meina, ríkið fær nú þegar skattana okkar, erum við samt ekki nógu góð til að fá almennileg og afborgunarlaus lán frá ríkinu? Það má meira að segja fullyrða að við séum nú þegar búin að borga lánin til baka í gegnum skattana okkar. Einmitt! Af hverju að tvíborga?
Hallur, ég treysti því að þú komir þessu áleiðis í flokknum, ég fæ því miður ekki að mæta á fundi í hverfaráðinu lengur vegna þessa sem gerðist í ágúst.
Þinn einlægur vinur og aðdáandi.....
Liberal, 4.11.2008 kl. 19:50
Liberal...
Mikið er gott að þú ert að sjá ljósið!
Hallur Magnússon, 5.11.2008 kl. 11:23
Vill Frjálslyndur niðurgreiða stóriðju?
Theódór Norðkvist, 5.11.2008 kl. 13:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.