Hefði Ísland getað fengið úr neyðarsjóði ESB?

Ísland hefði væntanlega fengið lán úr neyðarsjóði ESB vegna efnahagsörðugleika - ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu. Á móti þá væri vandi Íslendinga þá ekki eins mikill og nú þar sem væntanlega hefði verið búið að kasta krónunni og taka upp Evruna. Þá væru íslenskir einkabankar kannske enn á lífi!

En allt þetta er nú bara ef ...

... en ættum við ekki samt að tékka á Evrópusambandinu? Sjá hvað við fengjum upp úr pottinum? Það finnst mér!

... en ég áskil mér allan rétt til að hafna aðild - ef mér hugnast ekki skilyrðin!


mbl.is ESB lánar Ungverjum 6,5 milljarða evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Í f´réttum i dag kemur framm að 6000 mans missa vinnuna á Spáni Á hverjum degi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.11.2008 kl. 14:36

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Aðalsteinn, það er að vísu mjög há tala eða 0,015% af skráðum fólksfjölda. Það samsvarar um 45 manns á Íslandi. Heldur þú því fram að það sé skárra hér núna? Spánn fer illa út úr kreppunni því að þar hefur verið allt of mikil þensla á byggingamarkaði lengi og auk þess er þar mjög stór hópur óskráðra innflytjenda sem vinnur svart á lúsalaunum. Auk þess er mikil spilling í stjórnkerfinu þar líkt og hér.

Sigurður Hrellir, 4.11.2008 kl. 14:44

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

afhverju er ESB kennt um Atvinnuleysi ?   En aldrei þegar um hagvöxt er að ræða ?  getur það verið  úrtölumennirnir séu þeir sömu og mærðu útrásarvíkingana á sínum tíma ?  held það svei mér þá

Óskar Þorkelsson, 4.11.2008 kl. 16:04

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er alveg ljóst að ef við værum í ESB þá hefðum við aldrei lent í þessari stöðu. Eina spurningin í þessu sambandi er hvort bankarnir okkar hefðu fengið leyfi Seðlabanka Evrópu til að stækka eins mikið og þeir gerðu. 

Það er hins vegar alveg ljóst að þeir hefðu aldrei farið í gjaldþrot hversu stórir þeir hefðu verið ef þeir hefðu verið í skjóli Seðlabanka Evrópu.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.11.2008 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband