Brandari minn um skilanefnd á Seðlabankann mislukkaður?
21.10.2008 | 23:24
Brandarinn minn um að það þyrfti skilanefnd á Seðlabankann var líklega mislukkaður! Ef marka má DV.is þá er raunveruleg hætta á að það verði sett skilanefnd á Seðlabankann!
Var að lesa eftirfarandi frétta á DV.is:
"Heimildir DV herma að Seðlabankinn hafi ofmetið fjárhagsstöðu sína og sýnt styrk sem ekki stóðst þegar litið var til veða sem bankinn var með fyrir skuldabréfum. Þetta hafi sett strik í reikninginn og bankinn þess vegna kallað eftir auknum ábyrgðum upp á allt að 300 milljörðum króna frá sparisjóðunum, Saga Capital, Straumi Burðarási og fleiri bönkum. Þarna var í raun um að ræða allt að 300 milljarða króna ofmat bankans sem ekki hafi farið framhjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viðvörunarbjöllur í bankanum hafi ekki farið í gang fyrr en starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fóru að spyrjast fyrir.
Heimildarmenn DV velta fyrir sér erfiðri fjárhagsstöðu Seðlabankans og hvort ekki muni koma til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðuririnn setji þangað inn skilanefnd, líkt og Fjármálaeftirlitið gerði varðandi Glitni, Kaupþing og Landsbankann sem í raun voru í svipaðri stöðu og Seðlabankinn nú og skorti veð til að skuldabréf stæðu undir verðmæti sínu. Krafan um veðið hefur valdið uppnámi hjá sparisjóðunum og fleiri bönkum. Heimildir DV herma að þegar einn forsvarsmanna þeirra spurðist fyrir um það í Seðlabankanum hver ástæðan væri hafi hann fengið þau svör að Seðlabankinn væri ,,tilneyddur". Það svar bendir til þess að bankinn hafi ekki þær tryggingar sem þarf og staða hans sé ekki í samræmi við það sem ætlað var."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Væri það nú ekki eftir öllu. Hvað er í gangi hér á klakanum þurfum við útlendinga til að stjórna hér.
Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 08:11
Þetta er bein afleiðing af því að fólk úr pólitík og flokksgæðingar er sett inn í störf sem embættismenn.
Það er vitað og hefur verið vitað lengi að fólk í pólitík er þar vegna þess að atvinnulífið hefur hafnað því, þetta er afgangs lið, og í mörgum tilfellum algerlega vanhæft til annars en afgreiða pulsu og kók í vegasjoppu þar sem engin kemur nema vindurinn.
Þetta sést líka vel á því að þessi sömu fuglar setja lög um ríkuleg eftirlaun handa sér og nota til þess rökin "það er svo erfitt fyrir fólk úr pólitík að fá vinnu eftir að pólitískum störfum líkur". Ef þessir aular héldu almennilega á spöðunum og skiluðu góðu starfi á sínum ferli sem pólitíkusar væri þetta aðeins langt stafsviðtal fyrir næsta starf. En reyndin er að þegar þetta lið missir sæti sitt eða hættir er löngu komið í ljós að þetta eru óhæfir einstæklingar. Ég játa þó að á þessu eru undantekningar en þær eru mjög fáar.
Ef einhver reynir að mótmæla mér þá vill ég benda hinum sama á að það er verið að sanna þetta, mjög illilega, þessa dagana á skinni Íslensku þjóðarinnar.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:32
Áttu þá við útlendinga eins og til dæmis stjórn Seðlabanka Evrópu?
Ef við göngum í ESB og tökum upp Evru þá munum við leggja niður Seðlabanka Íslands en í staðin mun Seðlabanki Evrópu sjá um bankamál á Íslandi og vera til þrautavarar íslenskum bönkum. Við munum reyndar vera með menn þar í stjórn, sem aðili að Seðlabanka Evrópu þannig að við getum haldið okkar sérhagsmunum að ef við á yfir höfuð höfum einhverja sérhagsmuni hvað varðar seðlabanka. Ég held að allt þetta tal um "séríslenskar aðstæður" sé nú oft orðum aukið.
Ef Seðlabanki Íslands er í raun orðin gajldþrota er þá nokkur akkur í því fyrir okkur að halda í hann?
Sigurður M Grétarsson, 22.10.2008 kl. 09:32
Ég vil nú svona til að bera aðeins blak af starfsmönnum Seðlabankans að taka fram að þeir koma langt í frá allir úr pólitík, og Davíði til varnar held ég að það hafi nú verið ástríða hans til stjórnmála og löngun til þess að breyta sem knúði hann í pólitík fremur en leiklistar- eða lögmannsstörf.
En hérna gefur þó líklega að líta ástæðu þess að andstaða var hjá SÍ við aðkomu IMF. Það er svo oft óþægilegt að fá utanaðkomandi greiningaraðila til að skoða stöðuna. Þá er öllu ryki sópað frá ef vel er gert og þá eðlilega ekki lengur hægt að skyggja á það sem að miður hefur farið.
Baldvin Jónsson, 22.10.2008 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.