Hryllilega blóðug mistök Ríkissjónvarpsins!

Ég var ásamt 4 ára dóttur minni að horfa á hryllilega blóðug mistök Ríkissjónvarpsins! Á milli dagskrárliða í barnaefni Sjónvarps var skeytt inn blóðugu tónlistarmyndbandi í hryllingsmyndastíl þar sem sást óttaslegin stúlka í myrkum skóg sem óttaðist greinilega um líf sitt, blóðsuga með opinn rándýrskjaftinn með blóðið rennandi niður kinnarnar og lokaatriði þar sem amerískur bíll keyrir niður fyrrgreinda stúlku - sem greinilega mun ekki standa upp aftur!

Dóttir mín er enn skelfingu lostin.

Hvað er í gangi?

Þetta er ekki bjóðandi.

Ég fer fram á afsökunarbeiðni sjónvarpsstjóra og loforð þess efnis að þetta komi ekki fyrir aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála dóttir mín 8 ára sá þetta líka.

Guðrún Vestfirðingur (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:40

2 identicon

Gott að þú hafir ekki yfir öðru að kvarta þessa dagana...

Tinni (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 20:55

3 identicon

Tinni:  þú ættir e.t.v. ekki að gera lítið úr þessu.  Svona lagað getur heldur betur haft djúpstæð áhrif á börn.  Hræðsluviðbrögðin geta varað ansi lengi hjá sumum börnum.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband