Atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður strax!

Ítreka enn áskorun mína um að gengið verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður strax!  Birkir Jón Jónsson hinn snaggaralegi þingmaður Framsóknarflokksins - sem hefur verið í Framsóknarflokknum allavega frá því um fermingu - þarf að leggja frumvarp sitt þess efnis strax fyrir Alþingi.

Þingmenn Framsóknarflokksins eiga að sjálfsögðu að styðja það frumvarp - enda snýst það um ákvörðun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður ekki aðild.

Meira að segja órólegi þingmaðurinn á Suðurlandi ætti að geta stutt Birki Jón í því - þótt hann sé afar harður andstæðingur Evrópusambandsins - eins og minnihluti Framsóknarflokksins. Þegar 70% stuðningsmanna flokksins er með slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu - og einungis 18% á móti - þá hlýtur þetta að vera einfalt fyrir Framsókn.

Spurningin er bara hvort Samfylkingin hugsi meira um stólana en stefnuna!

Sjálfstæðismenn geta ekki heldur staðið gegn slíkri atkvæðagreiðslu - flokkur sem kennir sig við lýðræði. Ekki einu sinni Vinstri grænir og Frjálslyndir.


mbl.is Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Enga helvítis atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Bara ganga beint í aðildarviðræðurnar og síðan atkvæðagreiðslu um niðurstöðuna ... strax!

lesandi (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 14:47

2 identicon

Jæja drengir, þið hafði, geri ég ráð fyrir, legið yfir ESB og kynnt ykkur það bandalg til hlítar, úr því þið eruð tilbúnir í að greiða athvæði um aðildarviðræður strax, eða ganga inní þetta ágjæta bandalag.

Þrátt fyrir langdvalir í löndum Evrópusambandssinns er ég alls ekki nógu vel að mér í því reglugerðafári sem því fylgir. En kannski er ég bara svo tregur?  Annað vekur líka upp spurningar hjá mér, hinn almenni þjóðverji er alls ekki hrifinn af þessu bákni. Segja það hafa orðið til þess að almennt verðlag í þýskalandi hafi hækkað mikið, undir það taka Portugalir og Írar. ??  

Garri (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:03

3 identicon

Frændi góður - "lesandi" hefur lög að mæla.  Kjósum við þetta lið ekki á 4ra ára fresti til þess að taka ákvarðanir fyrir okkar hönd?  Það er líka margfrægt að það er ekkert mark tekið á íbúakosningum, hvort sem þær eru um flugvöll eða álver.  Þegar út í það er farið, er það kannski bara Samfylkingarfólk (Ingibjörg Sólrún og Lúðvík Geirsson) sem kunna ekki að lesa úr niðurstöðum slíkra kosninga?

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:07

4 identicon

Þarna kom það Hallur! Hvernig verður svo með stjórnarskrána? Hvernig verður því komið við? Ef það verða nú kosningar segjum "fljótlega"?

Soffía (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:13

5 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Ég veit þetta er ykkar hugmynd, þ.e. þessi með að greiða atkvæði um viðræður en það er bara ekki þannig sem þetta gengur fyrir sig.

Um hvað ættu slíkar kosningar að snúast? Um hvað ættu menn að kjósa?

Þú hlýtur að sjá það Hallur að menn kjósa ekki um hvort eigi að kjósa. það er ekki bara "snaggaralegt", það er bara bull. Væri ekki nær að biðja bara órólega þingmanninn á Suðurlandi að fara að þroskast. Eða bara biðja hann um að hætta að þvælast fyrir og snúa sér að bóksölunni sem aðalstarfi.

Framsóknarflokkurinn á bara að styðja við þær hugmyndir sem Samfylkingin hefur barist fyrir og lýsa því yfir að flokkurinn muni ekki styðja Sjálfstæðisflokkinn í sinni gjaldrþota utanríkisstefnu. Það er það sem Framsóknarflokkurinn þarf að gera ef hann vill gera þjóðinni eitthvað gagn, þ.e. ef menn á þeim bænum eru ekki einmitt bara að reyna að koma fleyg á milli stjórnarflokkanna í von um að geta sest í mjúka stólana sjálfir.

þetta hálfkák er a.m.k. ekki trúverðugt. Gætuð allt eins lagt fram frumvarp um hvort leggi eigi fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður, sem þó væru ekki bein umsókn, heldur bara smá tékk á stöðunni.

Gunnar Axel Axelsson, 20.10.2008 kl. 15:17

6 identicon

Þjóðin kjósi núna hvort það eigi að hefja aðildarviðræður. Nú, nú ef það verður nei, þá hefur þjóðin lokað dyrunum á þann möguleika að hefja viðræðurnar. Samfylkingin veit, eins og Framsóknarflokkurinn, að það er ekki næg vitneskja um ESB hjá almenningi í þjóðfélaginu, því að hefur alltaf verið þaggað niður ef umræður hafa farið af stað og fólk lagst í skotgrafir.

Soffía (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:23

7 identicon

Mér finnst þú ekki vera óróamaður, Hallur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:51

8 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Aðildarviðræður strax.

Jón Ingi Cæsarsson, 20.10.2008 kl. 16:32

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Vandinn er enn stærri hjá okkur Sjálfstæðismönnum því meðan þjóðin er klofin í tvær ámóta fylkingar í aftöðu sinni  í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar, afstöðunnar til Evrópusambandsins og upptöku Evru, þá er þingflokkur Sjálfstæðisflokksins það ekki. Það er mjög einkennilegt að þessi fjölmenni þingflokkur skuli ekki endurspegla afstöðu þjóðarinnar í málinu eins og Framsókn gerir þó. Ég vildi óska að í þingflokki Sjálfstæðisflokksins væri bara einn sem talaði fyrir upptöku evru og inngöngu í sambandið. Það gerði flokkinn svo mikið trúverðugri. Það er hreint ótrúlegt að þetta skuli geta hafa gerst þegar helmingur kjósenda flokksins vill Evrópusambandsaðild. Eins einkennilega og það hljómar þá er eins og ósýnileg hönd hafi stýrt og stjórnað vali á þingmönnum flokksins síðustu áratugi því eingöngu hafa valist til starfans andstæðingar Evrópusambandsins.  

Nú er ég harður fylgismaður þess að Íslandi gangi inn í Evrópusambandið og tekin verði upp Evra. Því fyrr, því betra. Eins og staða mála á Íslandi er í dag þá er þetta mál málanna. Kjósi ég Sjálfstæðisflokkinn í mínu kjördæmi, eins og ég hef alltaf gert, þá er ég jafnframt að gefa varaformanni Heimsýnar, Sigurði Kára, atkvæði mitt. Illugi Gunnarsson situr einnig í stjórn Heimsýnar. Ef ég kýs Sjálfstæðisflokkinn þá er ég að kjósa gegn aðild að Evrópusambandinu. Ég vil ekki kjósa gegn aðild að Evrópusambandinu. Ég vil ekki kjósa varaformann Heimsýnar á þing fyrir mig. 

Það verða þung skref að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í dag þar sem ekki einn einasti þingmaður flokksins styður inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evru.  

Verði engin breyting á næstu misserum þá vil ég sjá annan valkost fyrir næstu þingkosningar. Ég vil geta kosið hægri flokk sem vill inngöngu í Evrópusambandið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 20.10.2008 kl. 16:33

10 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Við getum kosið um það hvort við eigum að hefja aðildarviðræður, ef þingflokkunum finnst betra að fá að vita ótvíræða afstöðu þjóðarinnar.  Hins vegar er ekkert í lögum sem bannar ríkisstjórn og Alþingi að ræða við fulltrúa Efnahagsbandalagsins og jafnvel gera uppkast að samningi sem lagður yrði fyrir þjóðina í atkvæðagreiðslu ásamt breytingum á stjórnarskránni.

Kjartan Eggertsson, 20.10.2008 kl. 17:48

11 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Svo er nú það!  "Snaggaralegur" - í pólitísku efni er nú Birkir Jón varla - en góður drengur eflaust.  Hann á hins vegar við þann ramma reip að draga að formaður Framsóknarflokksins berst gegn hugmyndum hans og tilburðum til að vera nútímalegur og raunsær miðjustjórnmálamaður á leið inn í samstarf ESB.  Félagshyggjan hefur hins vegar farið harkalega halloka í áherslum Framsóknar síðustu árin - - og lengstaf eftir að Halldór Ásgrímsson tók flokkinn í gíslingu vinnubragða sinna og geðsmuna . . . . . .

Benedikt Sigurðarson, 20.10.2008 kl. 17:50

12 identicon

Við verðum ekki í neinni samningsstöðu.  Annars vegar er að hafa verðlausan gjaldmiðil, skuldsett þjóð án virðingar og trausts.  Betlarar meðal þjóða.  Getum bara skammast okkar og verðum væntanlega að þiggja og þakka það sem okkur er boðið.  Hinn möguleikinn er að við verðum á þessari eyju og stundum vöruskiptaverslun við útlönd.  Verðum bráðum að flytja í moldarkofanna.  Erum tæknilega gjaldþrota. 

Gunn (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 18:11

13 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

EES samningurinn og Evrópusambandið rak okkur í gjaldþrot.Við erum aumingjar ef við förum að liggja á hnjánum fyrir framan þessar þjóðir eins og betlarar, til þess eins að þær geti haldið áfram að niðurlægja okkur.Siðan þegar Evrópuríkin verða komin í þrot eftir einhvar ár, þá verður gengið að okkar auðlindum.Evrrópusambandsstjórnkerfið sjálft er á hausnum og er þar hver höndin upp á móti annarri.Við munum spjara okkur án herraþjóðanna.Áfram Ísland. XB ekki ESB.

Sigurgeir Jónsson, 20.10.2008 kl. 21:36

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

ó já !

Marta B Helgadóttir, 20.10.2008 kl. 22:14

15 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sigurgeir....hver segir þér svona bölvaða viteysu... ha ??

Jón Ingi Cæsarsson, 20.10.2008 kl. 23:44

16 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér finnst nú engin sérstök ástæða til þjóðaratkvæðagreiðslu um viðræður. einungis um niðurstöðuna, verði hún sú að ganga skuli í sambandið.

en svona ef menn endilega vilja kjósa um aðildarviðræður, þá hef ég tillögu að kjörseðli:

Vilt þú:

A) Að íslendingar haldi áfram heimskulegum skotgrafahernaði, án niðurstöðu?

B) Að Íslendingar hefji viðræður við Evrópusambandið um hugsanlega aðild og þær forsendur og réttindi sem því fylgja?

Brjánn Guðjónsson, 21.10.2008 kl. 02:10

17 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Stjórnkerfi ESB hefur ekki skilað endurskoðuðum ársreikningi í mörg ár.Enginn veit hvað þar er miklu er eytt né hver á að greiða.Í þessa hít ætla ESB ríkin að kúga okkur til að koma .Þetta geta allir gengið úr skugga um hjá ESB sjálfu.

Sigurgeir Jónsson, 21.10.2008 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband