Skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?

Ég er sammála Geir Haarde að bresk stjórnvöld hafi með valdníðslu knésett stærsta fyrirtæki Íslendinga í vikunni og Ísland hljóti að skoða það í fullri alvöru að leita réttar síns vegna þessa.

En það eru lykilmenn úr Sjálfstæðisflokknum sem bera mikla ábyrgð á því að bresk stjórnvöld ákváðu að níðast á okkur Íslendingum á þennan hátt! 

Þótt fleiri stjórnamálaöfl beri ábyrgð á ástandinu en Sjálfstæðisflokkurinn - sérstaklega Samfylkingin vegna aðgerðar og aðgerðarleysis undanfarinna missera og þá einnig Framsóknarflokkurinn að hluta fyrir að hafa ekki staðið harðar á því að þétta regluverk og styrkja heimildir eftirlitsstofnanna í andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn í síðustu ríkisstjórn - þá er ábyrgð Sjálfstæðisflokksins mest.  Í raun er stefna hans algerlega gjaldþrota!

Þarf þá ekki að setja skilanefnd á Sjálfstæðisflokkinn?

Geri ráð fyrir að skilanefndin myndi fela Geir að vera áfram í brúnni þar til það versta er afstaðið - en í kjölfarið verði málefnalega gjaldþrota flokkur gerður upp!


mbl.is Bretar knésettu stærsta fyrirtæki Íslendinga með valdníðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er gott hjá Geir að koma fram af festu, til þess hefur hann stuðning allra Íslendinga, jafnvel þeirra sem líta á Brown sem flokksfélaga.

Hitt er annað að  það er nauðsynlegt að dýralæknirinn birti samtal sitt við Darling til að hreinsa sig afáburði Darlig sem vitnar í samtalið.

Sigurður Þórðarson, 11.10.2008 kl. 12:44

2 identicon

Nú væri gaman að sjá skoðanakönnun á fylgi flokkanna.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband