Breska pundið að veikjast vegna átaka Breta og Íslendinga?

Svo virðist sem Gordon Brown sé að fá á baukinn vegna harkalegra aðgerða gagnvart Íslandi, því gengi pundsins hefur fallið töluvert gagnvart dollaranum og japanska jeninu. Skýringin er sögð sú að menn hafi áhyggjur af því að milliríkjadeila Breta við Ísland muni magnast á næstunni.

Það er með ólíkindum að Bandaríkjamenn og Evrópuríkin hafi neitað Íslandi um fjögurra milljarða evra skyndilán á dögunum.  Það hljóta að vera einhverjar vitrænar skýringar á því.

Innkoma Rússanna hefur greinilega hrist í liðinu - en Gordan Brown virðist lítið pæla í því þessa dagana!  Nú er bara að bíða og sjá hvernig úr þessu spilast - hvort Bandaríkjamenn og Evrópuríki séu reiðubúin að aðstoða okkur í kreppunni - eða hvort þau halda áfram að hjóla í okkur á fullum krafti eins og Bretar og jafnvel Hollendingar hafa gert á undanförnum dögum.

En ég gerðist vinur Vladimír Vladimíróvits Pútín á Facebook í gær!


mbl.is Mestu mistökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar missa algjörlega sjalfstædi sitt við ad taka a móti rússneskri hjalparhönd. Norðmenn er liklege besti kosturinn og eg sé heldur norskan fana en russneskan a austurvelli

Bergsveinn Olafsson (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Brown hlýtur að vera búinn að vera. Mikið erum við valdamikil lítil þjóð ef við erum að hafa áhrif á innanríkispólitík í heimsveldinu gamla.

Villi Asgeirsson, 10.10.2008 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband