Er ekkert að marka Geir?

Er ekkert að marka Geir?  Maðurinn er varla búinn að sleppa orðinu þar sem hann segir að ekki sé þörf á aðgerðapakka - þegar hann heldur á fund til að vinna aðgerðaráætlun - lesist áætlun um aðgerðarpakka!

Við munum hvernig þetta var um þarsíðustu helgi!  Ekkert óvenjulegt að gerast - og í kjölfarið gengið í hrikalegustu efnahagslegu mistök Íslandssögunnar?

Er ekki tími komin á að Þorgerður Katrín taki við - og landsmenn að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landsstjórninni?

Tími kominn á vinstri miðustjórn!

... en að sjálfsögðu á Sjálfstæðisflokkurinn að halda áfram að vinna í aðgerðarstjórninni með Framsókn í borginni! Það gengur núna vel!


mbl.is Fundi lauk á þriðja tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég skildi Geir nú þannig að hann væri að tala um heildarpakka SA, ASÍ, BSRB, BHM og KÍ, bankanna, Seðlabankans og stjórnvalda.

Ég hélt nú að öllum væri ljóst að til einhverra aðgerða þurfi að grípa fyrir bankana.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 6.10.2008 kl. 08:15

2 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Í gærkvöldi um miðnætti var andrými, í morgun lá ekki lífið á, en núna kl 09:56 er staðan orðin grafalvarleg.   Hvað er að ykkur Sjálfstæðismenn getið þið ekki fundið formann sem lætur verkin tala í stað þess að tala sig frá öllum ákvörðunum.  Maðurinn er svo augljóslega þunglyndur og haldinn ákvörðunarfælni að það er ekki hægt að hafa hann sem sitjandi forsætisráðherra.

G. Valdimar Valdemarsson, 6.10.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband