Guðni vill auka þorskkvóta og hraða álframkvæmdum!
5.10.2008 | 18:42
Eðlilega vilja stjórnvöld framlengja samninga við launafólk fram á árið 2010. En það þarf einnig að tryggja atvinnu og rekstrargrundvöll heimilanna. Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins benti réttilega á í fréttum Stöðvar 2 að auka þurfi þorskkvóta um 40 þúsund tonn og að hraða beri álframkvæmdum á Bakka.
Ég treysti því að ríkisstjórnin leggi við hlustir og farið að ráðum Guðna. Þær aðgerðir sem Guðni bendir á verða að vera hluti víðtækra aðgerða í efnahagsmálum þjóðarinnar.
Annars getur Guðni verið ánægður með að ríkisstjórnin hefur í verki sett á fót Samvinnuráð í efnahagsmálum - með samráði undanfarinna klukkustunda við hina ýmsu aðilja þjóðlifsins - þótt ég sakni þess að ekki hafi verið leitað til stjórnarandstöðunnar.
Æskilegt að framlengja kjarasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Athugasemdir
Valgerður vill örugglega hraða álframkvæmdum - enda megum við þakka fyrir röggsemi hennar í þeim málum!
Hvar værum við nú í gjaldeyrisöflun ef hún hefði ekki haldið sjó?
Hallur Magnússon, 5.10.2008 kl. 19:42
Hvaða rugl er þetta í Guðna. Hvernig getur efnahagslægð verið rök fyrir því að auka eða minnka þorskkvótann. Hann á að ráðast af stofnstærð hverju sinni og vísindalegum rökum því tengdu en ekki aðstæðum fólksins ofansjávar. Slík vinnubrögð eru fáranleg og fullkomlega óábyrg þegar til lengri tíma er litið. Svona vinnubrögð hafa tíðkast alltof lengi.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 5.10.2008 kl. 22:12
Alvega sammála Guðna varðandi aukningu á þorskafla og flýtingu byggingu álvers fyrir norðan.
Ég lýsi eftir Andra Snæ og kumpánum og þeirra hugmyndum til lausnar svona smá vandamáls. Hvar eru nú allir andstæðingar álvera og stóriðjuframkvæmda? Nú er tíminn að koma með þetta "eitthvað annað"!
Ljóst er að fjármálafyrirtæki og bankar voru ekki þetta "eitthvað annað" eins og sumir héldu mikið fram í fjölmiðlum undanfarin ár.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.10.2008 kl. 23:28
Hallur hví skyldi nú ekki Guðni vera með? Gæti trúað að þú vitir svarið.
Sigurður það að auka afla er nú eitt það gáfulegasta er komið hefur uppúr Guðna lengi, ja efnahagslæð veldur því að við höfum ekki lengur efni á því að nýta ekki fiskimiðinn okkar, það hafa ekki verið notuð nein haldbær vísindi við ákvörðun heildarafla á Íslandsmiðum. Mín tilllaga er sú að öll veiðiskip á Íslandi mættu landa allt að þriðjungi afla sína á fiskmarkaði, án þess að skerti úthlutaðar aflaheimildir. Helmingur aflaverðmætisis færi í auðlindasjóð, og hitt til útgerðar og áhafnar. Við höfum ekki efni á því að henda fyrir fiski er ekki stenst verðmat útgerðar og áhafnar.
haraldurhar, 5.10.2008 kl. 23:30
Skil ekkert í bóndanum Guðna hvað varðar fiskinn.
Það hefur aldrei þótt góð speki í landbúnaði að éta útsæðið....
Það er ekki hægt að hraða álveri á Bakka... það á meira að segja eftir að ákveða að byggja það...rannsóknir eru í gangi á örkuöflunarmöguleikum og væntanlegur eigandi hefur ekki tekið formlega ákvörðun er er með málið í skoðun. Vinnsla getur í fyrsta lagi hafist 2012 miðað við hámarkshraða og gæti verði komið í full afköst 2015... þannig að tala um álverið á Bakka sem lausn á núverandi ástandi er blekkingahjal.
Jón Ingi Cæsarsson, 5.10.2008 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.