De ja vu! Stórtíðinda að vænta frá Kaupþingi?

"Sigurður sagðist hafa dvalið erlendis undanfarið og viljað fara yfir stöðu efnahagsmála með forsætisráðherra, ekki hafi gefist tími til þess fyrr en nú"

Þetta segir Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings eftir kvöldfund með Geir Haarde í Stjórnarráðinu ef marka má forsíðu Moggans.

"Við vorum að fara yfir málin almennt" segir Sigurður.

Halló! Hef ég ekki einhvern tíma heyrt þetta áður í stjórnarráðinu? 

Þá var fullyrt að ekkert væri í gangi - verið væri að fara yfir málin almennt - en í kjölfarið komu stærstu tíðindi í íslenskum stjórnmálum um langa hríð!

Ætli það sé stórtíðinda að vænta frá ríkisstjórninni og Kaupþingi?

Ég bara spyr.


mbl.is Kaupþingsstjórar í stjórnarráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er svona svipað svar og Óskar Framsóknarmaður  gaf í sumar í reykjavík.. ekkert að marka og allt lýgi frá upphafi til enda.

Óskar Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

E.t.v. er stórtíðinda að vænta, en kannski er bara verið að beina athygli frá Landsbankanum, en einn af stærri skuldunautum hans, Stoðir, eru nú í greiðslustöðvun. Kjartan Gunnarsson fv. frkvstj. Sjst.fl., bankaráðsmaður í Landsbankanum og einkavinur Davíðs vinnur nú eflaust hörðum höndum að því að bjarga sínum tveggja milljarða kr. eignarhlut þar... og vafalaust fleiri "innmúraðir" menn sem ætla sér að redda eigin rassi áður en allt fer um koll...

Guðmundur Ásgeirsson, 2.10.2008 kl. 10:50

3 identicon

Ótti við áhættu ræður ríkjum á fjármálamörkuðum heimsins.  Ég held ég að fundarhöld ráðamanna með bankamönnum sé hluti af þessum gríðarlega vanda sem íslenskt fjármálakerfi er að horfast við.  Persónulega held að að allir íslensku bankarnir eigi við gríðarlegan fjármögnunarvanda og eru í stórhættu og geti dregið hagkerfið niður.  Þetta dæmi með Baug/Stoðir/Bónusfeðga og DO er bara lítið sjónarspil miðað við þær hamfarir sem eru að skella á en ég vona svo sannarlega að minn illi grunur reynist rangur.

Sjáðu nú til dæmis síðustu frétt Bloomberg News um Ísland fra í dag.:http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=a95kue97dG9I

"Glitnir and Kaupthing Bank hf, Iceland's biggest bank, have funded lending for acquisitions and other investments in northern Europe by borrowing in money markets rather than using customers' deposits. The banks, along with Landsbanki Islands hf, top the list of European banks most likely to fail, according to prices of credit default swaps collected by Bloomberg."    Hmmmm..

``This is a fully-fledged currency crisis,'' said Carl Hammer, an emerging-markets analyst in Stockholm at SEB AB. ``Investors have lost confidence in the financial system and the central bank can't bail out the rest of the banks the same way it did Glitnir. It simply doesn't have the money.''   .....  

Vonandi hef ég ekki rétt fyrir mér en held að endrinn er að koma hið íslenska fjármálaævintýri er að breytast í harmleik fyrir fólkið í landinu.

Alþjóðlegir fjárfestar eru að skera á fjármagn við okkur.  Við erum eins og vélarvana bátur í ólgusjó á hriplekri fley.  Fólk á Íslandi er ennþá ekki að fatta þetta. Minn illi grunur er að það sama sé að gerast með Kaupþing og Landsbankann eins og gerðist með Glitni. Að þeir eigi allir við fjármögnunarvanda að etja hvort að veðin eru góð eða slæm og eiginfé er xxx miljarðar skiptir hér engu máli.  Banki án fjármagns er kafari án súrefnis hann fer mjög og fljótlega á hausinn eða kafnar.  Núna þarf að taka skjótar og áhrifaríkar ákvarðanir, það að taka enga ákvörðun er einnig ákvörðun.  Það er útséð með að við fáum aðstoð frá Seðlabanka Bandaríkjanna, held að Geir hafi verið að grátbiðja þá um hjálp þar  í síðustu viku.   Auðvitað geta mennirnir ekki sagt þetta opinberlega sem sumir eru að reyna að þvinga fram.

Hef spurnir um að það er farið að senda bænarköll til bræðraþjóða okkar á Norðurlöndum og Evrópska seðlabankans um aðstoð.  Líkurnar eru mestar á að við gætum fengið einhverja hjálp frá frændum okkar.  Ef það bregst er það kanski Alþjóðabankinn.  Það væri kansi ágætt að fá þá til að stýra niður útgjöld ríkissins og það verður sársaukafullt það hafa aðrar þjóðir reynt.  Tel það mjög svo líklegt að við förum að sjá GVT nær 230 og kanski niður í 250 áður en langt um líður.

Sjá Financial Times: http://www.ft.com/cms/s/72f3ed64-8f92-11dd-9890-0000779fd18c,Authorised=false.html?_i_location=http%3A%2F%2Fwww.ft.com%2Fcms%2Fs%2F1%2F72f3ed64-8f92-11dd-9890-0000779fd18c



Í dag fór gengistryggingarálagið upp í 1800 og er hækkandi og ríkissjóður er einnig kominn langt yfir 600.



Á þessum tíma koma fjárlög með 60 miljarða halla og umræðan hér á fróni snýst um hvort hluthafar Glitnis tapi einhverjum krónum er náttúrulega algjört aukaatriði í þessu stóra stóra dæmi.

Gunn (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband