Vinstri miðjustjórn um þjóðarsátt í efnahags-, atvinnu- og félagsmálum!

Það er þjóðarnauðsyn að koma á fót vinstri miðjustjórnarstjórnar sem hafi það meginmarkmið að ná þjóðarsátt í efnahagsmálum, atvinnumálum og félagsmálum.

Það er fullreynt að Sjálfstæðisflokkurinn nái utan um verkefnið og því er það skylda hans að skila keflinu til flokka á miðju og vinstri væng stjórnmálanna.

Það er einnig skylda þeirra flokka að ná saman um heildstæða þjóðarsáttarstefnu og koma Íslandi út úr þeim ógöngum sem Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn og Seðlabanka hefur komið henni í.

Meðal efnisatriða í stjórnarsáttmála ætti meðal annars að vera:

  1. Samvinnuráð í efnahagsmálum þar sem sitja meðal annarra fulltrúar verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda, viðskiptslífsins, Seðlabanka og stjórnmálaflokka á þingi. Verkefnið verði að ná þjóðarsátt í efnahags og atvinnumálum.
  2. Endurskoðun laga um Seðlabanka Íslands
  3. Endurskoðun barnabótakerfisins með hækkun barnabóta og innleiðing fjölskyldukorta
  4. Húsnæðisbótakerfi sem taki mið af stöðu fjölskyldna óháð búseturformi
  5. Samvinnuráð um könnunarviðræður við Evrópusambandið um möglega inngöngu Íslands í sambandið eða aukaaðild að myntsamstarfi sem felist í stöðugleikasamningi við seðlabanka Evrópu
  6. Alhliða endurskoðun stjórnarráðsins
  7. Aðskilnaður Alþingis og ríkisstjórnar - ráðherra láti af þingmennsku
  8. Aukið vægi Alþingis meðal annars með stofnun sjálfstæðra þingnefnda
  9. Samvinnuráð um byggðamál
  10. Skattar renni til sveitarfélaga sem greiði útsvar til ríkisins
  11. Veruleg stækkun sveitarfélaga
  12. Flutningur helstu málaflokka til stækkaðra sveitarfélaga
  13. Innleiðing alvöru jafnréttisstefnu

Óska eftir feliri hugmyndum og útfærslum á stjórnarsáttmála.

Óska einnig eftir viðræðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Framsóknarflokks og Frjálslyndaflokksins um mögulega vinstri miðjustjórn um þjóðarsátt!


mbl.is 57 milljarða króna halli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Dúi Björgvinsson

Ég segi kjósum núna. það er allt komið í rúst hvort eð er þannig að 2-3 mánaða bið í efnahagsmálum skiptir ekki máli...því ekki hefur ríkisstjórnin aðhafst neitt síðustu 6-8 mánuðina. Sammála er ég um vinstri-stjórn og þá meina ég vinstri stjórn(án F og B lista)!!!

Hilmar Dúi Björgvinsson, 1.10.2008 kl. 20:08

2 Smámynd: Liberal

Þannig að þú kallar eftir meiri miðstýringu og gríðarlegri aukningu útgjalda.  Bravó.  Fyrir utan alla froðuna sem er í þessum liðum.

Ástand mála í dag er ömurlegt. Gæti varla verið verra.  Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn að stækum sósjalistaflokki sem á 48 tímum hrindir af stað þjóðnýtingu á almenningshlutafélagi OG boðar stórkostlega aukningu útgjalda ríkissjóðs (á sama tíma og fjármálaráðherra boðar að nú verði allir, aðrir en ríkið, að herða sultarólina og fara að spara).

Og þú boðar meira af sama ógeðinu.

Það er aðeins eitt sem gæti gert þetta verra, og það er að fá í hausinn ríkisstjórn þar sem sitja Steingrímur J., Ögmundur Jónasson, Guðni Ágústsson, Jón Magnússon, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.  Það væri sannkölluð martraðarstjórn sem kæmi engu í verk og myndi BARA reka landið endanlega lóðbeint til helvítis.  Ekki misskilja mig, núverandi ríkisstjórn er að gera frábæra hluti í að koma öllu fjandans til, Davíð ræður öllu (að því er virðist) og við kusum hann ekki einu sinni í þetta skiptið!

Og svo kemur fólk eins og þú, enn einn uppgjafa kerfiskallinn með lúðalega stjórnmálamannsdrauma, og boðar meira af hinu sama.  Framsóknarflórinn með túrbóhleðslu.  Nei takk.

Ég er harður andstæðingur ESB, en akkúrat núna þá held ég hreinlega að best væri fyrir okkur að fara til Brussel og biðja sambandið um að svipta okkur sjálfræði.  Við getum ekki séð um okkur sjálf, og þegar aðstæður gera það að verkum að við erum í raun bara nokkrum dögum frá fullkomni efnahagslegu "meltdown" höfum við því miður ekki efni á gamaldags sveitalubbapólitík úr ranni Framsóknar eða afturhaldskommatittsranti kommúnistanna.  Það sem við þyrftum er öflugur flokkur sem myndi stöðva brjálæðið og sá flokkur er bara ekki til.  Það er bara Davíð. 

Þeir flokkar sem þú telur upp gætu ekki komið sér saman um nokkurn skapaðan hlut annan en að eyða tugum milljörðum meira í byggðastyrki, gæluverkefni, göng, og aðra fásinnu sem fólk eins og tútturnar í Framsókn nöldra um dags daglega.  Nei takk.  Það síðasta sem þjóðin þarf akkúrat núna er Framsókn og bjánalegar hugmyndir þess flokks.

Liberal, 1.10.2008 kl. 20:28

3 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Áfram Hallur.

Það verður að hamra á þessu þar til allir EU stuðningsliðarnir ná samann, sama hvar í flokki þeir standa. En vertu ekki of bráður í að koma með kröfur í málefnasamninginn, það flækir bara málið. Eina sem raunverulega þarf að gera er að sækja STRAX um EU aðild. Ástandið er orðið svo ískyggilegt að raunar má segja það sé "game over".

þú sérð á skrifum "Liberal" hvað menn eru orðnir ringlaðir. Hann fer í Ragga Reykás hring í hverri málsgrein.

Krefst þess að þú verðir klár með stjórnina þegar ég kem í land næst.

Baráttukveðja.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 1.10.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Það er alltaf skondið að lesa froðusnakkið sem vellur út úr Liberal. Nú þegar nýfrjálshyggjan er búin að koma öllu á annan endann með græðgivæðingu og braski þar sem menn hafa jafnvel vísvitandi stuðlað að falli krónurnar sjálfum sér til hagnaðar og á sama tíma gefið skít í íslenskt samfélag því það skiptir ekki máli svo lengi sem þessir menn bjarga digrum sjóðum sínum. Nú þurfa menn að snúa bökum saman sama í hvaða flokki menn eru ef ekki á illa að fara.

Þorvaldur Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 00:50

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

gamla sáttmála inn aftur.. hendum stjórnarskránni.. leggjum niður alla núverandi stjórnmálaflokka, alþingismönnum verði meinaður aðgangur að opinberum störfum eftir að þeir ljúka störfum á alþingi svo spillingu fari nú að linna í þessu landi miðstýrðrar hægristefnu..  fáum norsku krónuna og krúnuna og málið er dautt.

Óskar Þorkelsson, 2.10.2008 kl. 02:39

6 identicon

Góð hugmynd, en til þess að hún gangi upp þarf eitthvað að gerast fyrst. Vinstri grænir þurfa í stjórn með sjöllunum og taka pólitíska ábyrgð, sem mun kosta þá kosningu. Þetta hreinsar burtu Steingrím J. og Ögmund. Guðni þarf að hætta sem formaður framsóknar og Valgerður eða Siv taka við, ég held að Guðni hafi  ekkert verið í stjórn í 12 ár vegna andlegrar fjarveru. Það þarf að hreinsa bitra og reiða menn sem eftir allan sinn tíma á þingi ættu að hafa skilað sínu og haft sín áhrif. Það er vonandi að svona stjórn getið gengið, því það er lykill atriði að koma á félagshyggjustjórn að og koma íhaldinu frá völdum. Því eftir rúm 18 ár í stjórn, þá eru menn komnir með þá grillu í hausin að þeir séu ómissandi, en sannleikurinn er bara að enginn er ómissandi og laun heimsins eru vanþakklæti.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband