Davíð: "Jörðin er flöt". Birkir Jón:"Hún snýst nú samt!"
18.9.2008 | 22:21
Hugmyndafræðilegur leiðtogi Sjálfstæðisflokksins Davíð Oddsson segir um Evrópumálin og Evruna: "Jörðin er flöt". Birkir Jón og ungir félagar í Framsóknarflokknum segja: "Hún snýst nú samt!".
Það sem Birkir Jón og félagar hafa fram yfir Davíð er að þeirra stefna snýst um að setja íslenska hagsmuni í öndvegi - treysta þjóðinni og horfa á málið út frá íslenskum hagsmunum - á meðan Davíð lítur á málið út frá þröngum, sjónarhóli fortíðarhyggju - og þorir ekki að leyfa þjóðinni að taka Sjálfstæða ákvörðun um framtíð Íslands og íslensku þjóðarinnar.
Grein Birkis Jóns og samherja hans:
Þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarviðræður fari fram vorið 2009
Frétt DV um ummæli Davíðs:
Illyrtur Davíð á endastöð :
www.dv.is/frettir/2008/9/18/illyrtur-david-endastod/
Davíð segir að krónan muni ná sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Komdu bara út með það.
þú dauðsérð eftir vitleysisganginum á Þingvöllum 17. júní 1944.
ertu ekki annars einn af þeim sem hefur enga trú á því að Íslendingar geti haldið úti sjálfstæðri þjóð?
Fannar frá Rifi, 18.9.2008 kl. 22:34
Evrópusambandið stenfur saman af mörgum sjálfstæðum þjóðum.
Lestu endilega pistla Jóns Sigurðssonar um þetta efni!
Lifi Kolbeinsstaðahreppur!
Hallur Magnússon, 18.9.2008 kl. 22:36
Ég átti ekki von á því að við Davíð Oddsson yrðum svona sammála eins og við erum greinilega þegar kemur að Evrópuumræðunni og ég tala ekki um evru umræðunna þar erum við 100% sammála. Leyfi mér vegna þessa að setja aftur athugasemdina sem ég gerði hérna hjá Halli þann 15.september sl hér fyrir neðan. Að lokum Íslendingar ekki láta ykkur blekkjast á þessu evru hjali þessara manna sem bera mikla ábyrgð hvernig er komið fyrir íslensku þjóðinni í dag.
,,Hvað bull er þetta að verða með þessa evru umræðu.
Er ekki lámarkið að við komum okkar málum í lag áður en við eyðum dýrmætum tíma í umræðu sem er bara byggð á örvætningar grunni sem ekkert hald er í Þessi umræða er rekin af mönnum sem eiga bara að víkja og það sem fyrst ef þeir treysta sér ekki að vinna undir álagi og finna lausnir á vandanum sem þeir sömu hafa komið þjóðinni í.
Ég vil árétta það að það er svo langt í það eins og staðan er núna að við getum farið að hugsa um evru af alvöru fyrst þurfum við að uppfylla mörg skilyrði sem tengd eru efnahagsmálunum þjóðarinar sem dæmi þarf að vera stöðugleiki sem dæmi má verðbólgan ekki vera yfir 3% síðustu 3 árin áður en þjóðin á möguleika að fá að taka upp evrunna ef ég man rétt. Núna er verðbólgan hjá okkur 15 til 20% svo það er allt í lagi fyrir þessa evru menn að byrja á að finna launir á henni áður en haldið er lengra með þetta evruhjal.''
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:01
B.N. (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 23:05
Takk fyrir heimsóknina.Vonandi eruð þið sátt við það sem þið sáuð og starfsemina?kveðja til Jóhönnu Olgu
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 23:20
Já Birna Dís!
Blogga um það á morgun!
heyrumst :)
Hallur Magnússon, 18.9.2008 kl. 23:24
Kæri Hallur, Ungir jafnaðarmenn föttuðu þessi sannindi árið 2002 þegar við settum inngöngu í ESB á stefnuskrá okkar - gaman að ungir framsóknamenn séu að vakna upp til nútímans - þó það sé svona í seinna fallinu...
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 19.9.2008 kl. 00:14
Elsku Bryndís!
Þessi umræða hófst hjá Ungum framsóknarmönnum 1993 - en það hafa verið skiptar skoðanir síðan :)
Hallur Magnússon, 19.9.2008 kl. 00:16
Þessi umræða var hjá SUJ þegar ég var stjórnarmaður hjá ungum á Akureyri 1978. Þá voru menn farnir að pæla í að auka samskipti við Evrópu í samskiptum og umræðum tengdum EFTA... en það skiptir ekki máli hver byrjaði.... heldur hverjir ætla að klára þetta mál öllum til heilla.
Jón Ingi Cæsarsson, 19.9.2008 kl. 00:42
"Stupidity is a scar" (The Art of Noise).
Halldór Örn Egilson, 19.9.2008 kl. 08:38
Þið eru hvert öðru framsýnna þetta "unga" framsóknarfólk og samfylkingarfólk. Takið ykkur svakalega vel út. Það er einmitt tilgangur lífsins, næst á eftir hundslegri þjónkun við formenn stjórnmálaflokka.
Rómverji (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:32
Rómverji... það er betra að pæla í framtíðinni en sitja fastur í fortíðinni.... svona fyrir andlegu hliðina.
Jón Ingi Cæsarsson, 19.9.2008 kl. 09:48
Jón Ingi!
Menn vita hvernig fór fyrir Rómaveldi!
Hallur Magnússon, 19.9.2008 kl. 10:04
"Menn vita hvernig fór fyrir Rómaveldi!"
Já, Hallur, og Framsóknarflokknum. Og Snorrabúð.
Rómverji (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:13
:)
Framsóknarflokkurinn er nú ekki eins illa staddur og þið rómverjarnir! Þótt sumir vilji flokkin feigan - þá eru fregnir af andláti hans fremur ýktar!
Hallur Magnússon, 19.9.2008 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.