Össur einlæglega ánægður með starf forvera sinna úr Framsókn!

Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá í Kastljósinu í kvöld hve vinur minn Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra er einlæglega ánægður með starf forvera sinna úr Framsókn, iðnaðar- og viðskiptaráðherranna Finn Ingólfsson, Valgerði Sverrisdóttur og Jón Sigurðsson!

Það eru nefnilega framangreindir ráðherrar Framsóknarflokksins sem hafa af hálfu ríkisvaldsins frá árinu 1995 - þegar Framsóknarflokkurinn kom inn í ríkisstjórn á tímum fjöldaatvinnuleysis sem ríkisstjórn íhalds og krata skyldu eftir sig  - byggt upp öflugt atvinnulíf og skapað skilyrði fyrir öfluga íslenska banka - sem að sögn Össurar - standa sig betur en öflugir bankarisar sem nú riða til falls í útlöndum!

Þótt Össur hafi ekki nefnt á nafn þessa þrjá öflugu Framsóknarráðherra - þá má öllum vera það ljóst að sá jákvæði ákafi - og einlæga ánægja sem Össur sýndi þegar hann hrósaði undirstöðu og uppbyggingu íslensks atvinnulífs - beindist meðal annars að framangreindum fyrirrennurum hans í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytunum!

Verð reyndar að nota tækifærið og hrósa lærisveini vinar míns Össurar - Björgvins G. Sigurðssonar - fyrir að hafa staðið sig oft á tíðum afar vel sem viðskiptaráðherra - enda tók hann við góðu búi!

Björgvin hlýtur að taka við sem varaformaður Samfylkingarinnar á næsta flokksþingi þeirra - enda borið af ráðherrum Samfylkingarinnar - kannske að Jóhönnu minni Sigurðardóttur slepptri.

Eini raunverulegi keppinautur Björgvins sem framtíðarleiðtogi Samfylkingarinnar er Árni Páll Árnason - en hann verður fyrst að fá að sanna sig í ráðherrastól! 

PS.  Við félagi Össur áttum frábæra stund saman í vikunnu með þeim feðgum í  fornbókabúð Braga - þar sem við fengum að heyra frumflutning snilldar sonnettu frá stórskáldi! Bíð eftir að fá sonnettuna senda - en okkur Össuri var lofað að við fengjum hana í pósti!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband