...hvað var þér nauðgað oft? Nú jæja það gerir 50,000 kall...
10.9.2008 | 22:42
Einn af mínum bestu vinum hafði samband við mig í dag og bað mig að koma á framfæri hugsunum sínum sem hann hefur sett niður á blað og leitað til fjölmiðla um að birta. Þar sem fjölmiðlar kröfðust þess að greinin yrði birt undir nafni - og vinur minn vildi ekki að kona hans og börn yrði dregin í umræðuna - þá leitaði hann til mín um ráð hvernig hann gæti komið hugsunum sínum á framfæri.
Ég sé enga leið betri en að birta hugleiðingar hans - gersamlega óritskoðaðar - á bloggsíðu minni og á ábyrgð mína. Það er það minnsta sem ég get gert sem einstaklingur í þessu annars ágæta þjóðfélagi okkar til þess að segja frá hjarta mínu - og þjóðar minnar - afsakið þið allir - fyrirgefið okkur - við vissum ekki hvað við vorum að gera!
"Hörmungarnar halda áfram.
Nú er mál að linni, ég er einn af þessum drengjum sem varð fyrir þeirri skelfilegu lýfsreynslu að vera vistaður á Breiðavík sem barn og varð fyrir óbætanlegum skaða sem aldrei verður hægt að bæta með neinum fjárgreiðslum.
Umræðan um þetta mál er komin á svo lágt stig að það setur að mér óhug, mál sem ég er búin að berjast við að þurka út úr minni mínu stendur mér nú ljóslifandi fyrir sjónum, nú eru nætur mínar svefnlausar þar sem minningin hellist yfir mann í stórum skömtum, afleiðingin taugaveiklun skapbrestir- kvíðaköst svefnleisi örvænting öryggisleisi meltingartruflanir semsagt alveg skelfileg líðan.
Þegar þessi umræða fór af stað í fyrra þá setti að mér óhug, átti nú en einu sinni að raska viðkvæmri ró mans, og til hvers, ekki fyrir mig það veit sá sem alt veit, en ég taldi sjálfum mér trú um að kanski væri þetta samfélaginu til góðs svo ég tali nú ekki um fyrverandi vistmönnum sem margir hverjir hefðu sennilega aldrei gert þessi mál upp þá væri nauðsyn að umræðan ætti sér stað.
Ekki hvarlaði að mér að eftirleikurinn yrði eins subbulegur og hann er greinilega orðin, óviðkaomandi fólk er farið að munnhöggvast yfir þessu máli í bloggum og þetta er orðin kaffitíma umræða, svo að ég tali nú ekki um hátt setta embættismenn sem eru gjörsneiddir mannlegri tilfiningu, og ætla að taka á málinu með ópersónulegum og því miður þverembættislegum hætti.
Hver ætlar að setjast niður og meta okkur? sjáum við fyrir okkur dæmi þar sem hópur embættismanna sests niðu með viðkomandi og byrjar matiðhvað var þér nauðgað oft? Nú jæja það gerir 50,000 kall, hve oft varst þú lamin Nú jæja 25,000 kall--- hve oft varst þú lokaður inni í ljóslausum ókyntum klefa með mjólkurbrúsa fyrir þarfir þínar? Nú það gerir 7.5000 kall. Flosnaðir úr skóla?, þú færð ekkert fyrir það hefði sennileg hætt hvort eð var Fékst ekki að hafa smaband við foreldra né ættingja?, skiptir ekki máli þú varst þeim hvor sem er til óþurftar. Önnur mál? það er svo langt um liðið að þú hlítur að vera búinn að jafna þig, svo var þetta bara tíðarandin.
Þegar að einn æðsti maður þjóðarinnar fer í fílu og segir í viðtali fyrir alþjóð að þessir menn hefðu ekki átt að fara með tilögur hans í fjölmiðla og bætir svo gráu ofaná svart með duldri hótun og segir þessir menn eru víst búnir að fá einhverja hjálp en það skal vera ljóst að þetta eru ekki samningaumræður, heldur er hér um að ræða táknrænar bætur.
Látum nú hér staðar numið og fellum málið niður, æðsta valdið hefur talað, það verður ekkert gert fyrir þessa aumingja þeir eru búnir að vera næg byrgði á þjóðfélaginu þegar, og ekki nokkur ástæða til að vera að gera neitt mál úr þessu þetta átti hvort eð er bara að vera táknrænt.
Ríkisstjórn Íslands ég kann ykkur litlar þakkir fyrir frammistöðuna."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir að birta þetta, Hallur. Bréf vinar þíns snertir mig djúpt.
Lára Hanna Einarsdóttir, 10.9.2008 kl. 23:55
Þetta er gott Hallur en sárt að sjá þetta. Takk fyrir að sýna þetta.
Haraldur Bjarnason, 11.9.2008 kl. 00:19
Ekki vil ég draga úr,að einhverjar bætur skuli þessir menn fá sem að voru vistaðir í Breiðuvík. En þessi umræða sem að hefur verið um málið er mest á einn veg, hún snýst um peninga. Ekki fæ ég séð að það sé ráðamönnum í dag að kenna,þó að mörgum finnist svo,hvernig vistunarmál voru í Breiðuvík fyrir fjörutíu árum. Auðvitað verða sálarsár frá æsku ekki bætt með peningum en þeir eru ákveðin viðurkenning á því að ekki hafi verið farið rétt að í Breiðuvík.Og skyldi þá einhver (táknræn)upphæð koma til hvers og eins. Það getur enginn sál- eða félagsfræðingur tekið einhverja upphæðarákvörðun í þessu máli. En einhverjir eru ekki sáttir við það og sá ég ekki betur en að einhver vildi horfa til Noregs varðandi bætur.Afhverju? Jú,þar voru víst í svipuðu máli greiddar 15-18 milljónir til hvers, við svipaðar aðstæður. Ef að svo fer hér þá er verið að tala um rúmlega þrjá milljarða í bætur.Og þá snýst málið eingöngu um peninga.Án þess að gera lítið úr þessum erfiðleikum,þá langar mig til að fá að vita afhverju málið kom ekki upp fyrr.Áttu þessir menn ekki bágt fyrir þrjátíu árum eða tuttugu.
Yngvi Högnason, 11.9.2008 kl. 10:04
Stofnaði grúppu á Facebook til stuðnings Breiðavíkurdrengjum. Setti link á þennan blog pistil á síðuna. Vona að það sé í lagi. Ef ekki, endilega láttu mig vita!
Kv. Hrefna
Hrefna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:51
Mig langar, með fullri virðingu, að beina athugasemd minni að lokaorðum Yngvars Högna varðandi það hvers vegna þetta mál hefur ekki komið upp fyrr.
Samtökin Stígamót voru stofnuð árið 1990. Á þeim tíma var fólk fyrst farið að gera sér grein fyrir að svona lagað á sér víst stað á Íslandinu góða. Það er að segja, það kemur fyrir konur. En það að karlmanni séi nauðgað eða hann beittur ofbeldi í langvarandi tíma af sömu einstaklingunum var ennþá nánast óhugsandi, þó að það sé nú ljóst að það hefur átt sér stað.
Það tekur einstaklinga sem hafa orðið fyrir svona löguðu yfirleitt tíma til að vinna upp hugrekkið til að segja frá því sem hefur átt sér stað, átta sig á hverjum þau geta sagt og hvað gerist svo í kjölfarið. Þegar einstaklingur hefur orðið fyrir andlegu og líkamlegu ofbeldi þá er það alfarið undir honum eða henni komið hvort málið kemur upp á yfirborðið eða ekki, og þegar það svo gerist þá er það í flestum tilfellum aðeins gerandinn, þolandinn og fjölskyldur þeirra sem þurfa að fara í gegnum allt sem þessu fylgir eftir að málið er komið upp á yfirborðið.
Þegar að hópur af fólki er beitt ofbeldi á þennann hátt, hver ákveður þá hvenær hópurinn í heild sinni er tilbúinn að horfast í augu við þetta og kljást við það opinberlega? hvenær heilu fjölskyldurnar eru tilbúnar að ganga í gegnum það sem þessu fylgir? Hvenær þolendurnir eru tilbúnir að rífa upp gömul sár til þessað fá einhverskonar viðurkenningu á það að þetta var rangt?
Ég er persónulega ekki hissa á að það tók þennan tíma fyrir málið að koma upp.
Unnur Erna (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 11:36
Mér finnst sorglegt að sjá, að ennþá er fólk í þessu þjóðfélagi sem skilur ekki hvað gerist við svona misnotkun. Yngvi Harðarson, ég hvet þig til að kynna þér ritað efni um slík mál áður en þú hneikslast á því að þetta hafi ekki komið upp áður. Algengasta ástæðan er að fórnarlömbunum er ekki trúað. "Ert þú, drengur, að bera svona lygar á þennan góða og gegna mann? Skammast þú þín ekki?" Við sjáum það bara af mörgum þeirra sem voru í þessum hópi og lentu í óreglu hversu djúp sálfræðileg áhrif vistin í Breiðavík hafði á þessa drengi. Áhrif sem sumum tókst aldrei að hrista af sér og kusu að taka eigin líf, þar sem að þeir sáu ekki aðra leið út úr sálarkreppu sinni.
Marinó G. Njálsson, 11.9.2008 kl. 12:11
Ég misritaði nafn Yngva Högnasonar og sagði hann óvart Harðarson. Biðst afsökunar á því.
Marinó G. Njálsson, 11.9.2008 kl. 12:12
Takk fyrir að birta bréfið vinar þíns Hallur
en svona er ísland því miður í dag
Allt of stór hluti ráðamanna þessa lands smánar og lítilsvirðir suma landa sína umhugsunarlaust, ég tek undir það sem einhver óvenju réttsýnn og þroskaður maður sagði um árið: Guð (samkvæmt skilningi ykkar á honum) fyrirgefi þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra.
Bogi Jónsson, 11.9.2008 kl. 13:27
Ég er ein af þeim sem hef skammast yfir því að það eigi að greiða þessum mönnum peninga. Ekki af því að mér finnist þeir ekki hafa gilda ástæðu til að fá þá heldur af því að ég hef alltaf talið að þeir hefðu meiri þörf á hjálp frá fagfólki, þá meina ég sálfræðingum eða einhverjum sem getur hjálpað þeim að láta sár sín gróa. Skilyrðislaust ætti íslenska ríkið að greiða fyrir þá aðstoð, ég er viss um að hún kemur að meira gagni en smá peningar. En eftir lestur þessa bréfs frá vini þínum Hallur setur mig hljóða og ég skammast mín. Ég skammast mín fyrir að vera að rífast um mál sem ég hef ekki kynnt mér til hlítar og fyrir að hafa ákveðið að ég vissi best. Gangi Breiðavíkurstrákunum vel og megi þeir eiga gott líf framundan.
Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:39
Áföll sem gerast í lífi óþroskaðra barna og unglinga setur djúp spor í sálina og á Breiðavík var framið sálarmorð á litlum óhörnuðum börnum. Það ætti öllum að vera ljóst sem nenna að setja sig inn í málið.
Er hægt að bæta fyrir lífið sem búið er að stela af þessum einstaklingum ?
Það er nóg af eigingjörnu fólki þarna úti sem er ófært um að setja sig í annarra spor og fylgist heldur ekki með þjóðfélagsumræðunni eins og sést hér að framan. Samt er fólk að blása sig út og tjá sig röfla um einhverjar peningaupphæðir.
Breiðavík er eitt einstakt mál. Rausnarlegar skaðabætur að norskri fyrirmynd eiga þessir menn að fá. Það er pínulítill plástur á svöðusár sem aldrei grær.
Ekki vantar að ráðamenn skammti sjálfum sér eins og t.d. eftirlaunafrumvarp. Þá er ekki skorið við nögl.
Bryndis (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 14:09
Þetta er mjög þörf umræða. Það sem kemur mér helst í huga varðandi bætur til þessara ólánsömu manna er að þeir fái einhverskonar bætur. Mér hugnast helst að þeir fari á bætur hjá Tryggingastofnun Ríkisins eða fái greitt hlutfall af launum frá ríkinu.
Þetta gæti verið sæmileg upphæð á mánuði meðan þeir lifa frekar en aum eingreiðsla upp á 300.000- 2.000.000-.
Síðan verði hópur sérfræðina skipaður þar sem þessir menn geta leitað sér aðstoðar hjá eftir því sem þeir þurfa og hvenær sem þeir þurfa.
Jóhann Ólafson (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 14:32
Þetta mál er allt svo sorglegt og hræðilegt að það er ógerningur að skilja að ráðamenn sem koma að málinu og bjóða svona snautlegar bætur. Takk fyrir birtinguna á bréfinu.
Rut Sumarliðadóttir, 11.9.2008 kl. 16:12
Hallur, er eitthvert krydd í þessari annars ágætu grein að þinni hálfu?
365, 11.9.2008 kl. 16:25
Hallur, einhvern vegin þá held ég eftir að hafa lesið það sem hann skrifar að hugsanlega sé vel meinandi fólk með mikla réttlætiskend að valda honum mesta óróanum með því að neyða hann til að ryfja upp þessa dvöl. Þó ég viti að margir eru mér ekki sammála þá er það oft þannig að "Silence is golden" því að ýfa upp gömul sár getur valdið mjög miklum hörmungum jafnvel meiri hörmunum en upphaflega atvikið og er ekki endilega af hinu góða þó okkur sýnist það við fyrstu sýn.
Það er líka rétt að benda á að við erum að ræða atburði sem gerðust fyrir 60 - 30 árum síðan og ég er ekki viss um að margt það sem við erum að gera í dag muni koma vel út eftir 50 ár þó svo að það sé talið fullkomið réttlæti í dag. En ég tek það framm að ég hef ekki frekar en aðrir möguleika á að segja hvað það verður sem ekki mun koma vel út en er nookuð viss að það verður eitthvað. Kannski bloggið hver veit.
Ég vill með þessum skrifum ekki gera lítið úr því sem þessir einstaklingar gengu í gegnum, né dæma þar um til þess hef ég engar forsendur.
Einar Þór Strand, 11.9.2008 kl. 18:16
ÚPS. Eigum við ekki bara að halda áfram að sópa ljótum málum undir teppið svo ekki sjáist rispur í fína lakkinu. Skrifin hér að framan gera einmitt lítið úr þessum einstaklingum. Loksins þegar Breiðavíkurdrengir opna upp fyrir forarvilpu þá nei - uss uss segja þá einhverjir.
Bréfið lýsir kaldhæðni þess sem farið hefur í gegnum mikinn sársauka og hefur engu að tapa.
Það er aldrei hægt að réttlæta ofbeldið sem átti sér stað þarna sama á hvaða tíma það var.
Viðbjóðslegir barnaníðingar leika ennþá lausum hala í þjóðfélaginum. Svo viðbjóðslegir að löngunin til að taka upp miðaldarefsingar vex stöðugt.
Í dag er hægt að dæma þá ef til þeirra næst. En þessir níðingar eru að níðast á þeim sem eru minni máttar svo stundum koma málin ekki upp á yfirborðið fyrr en löngu seinna.
Barnaníðið í Breiðavík var í boði ríkisvaldsins og barnaverndarnefnda. Sem áttu lögum samkvæmt að vernda börnin.
Þessir menn voru börn þegar þetta átti sér stað og það var enginn til að vernda þá eða tala máli þeirra. Það var farið með þá eins og algjört úrkast og enginn hjálpaði þeim.
Hættum nú aðeins að tala um peninga. Tölum um helv....barnaníðinga.
Bryndís (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 05:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.