Þjóðarsátt undir forystu ASÍ og SA eina raunhæfa leiðin!
10.9.2008 | 20:41
Þjóðarsátt undir forystu Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins er eina raunhæfa leiðin út úr þeím ógöngum sem Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa leitt okkur út í með lélegustu ríkisstjórn undanfarinna áratuga. Það er ljóst að forystan verður ekki tekin af ríkisstjórninni - hún hefur löngu tapað öllum möguleikum að vera trúverðug í þeim málum.
Einn þáttur nauðsynlegrar þjóaðrsátt er sátt um nýjan gjaldmiðil, en bæði ASÍ og SA virðast búin að átta sig á að íslenska krónan er búin að vera.
Ég hef verið talsmaður að fara í viðræður við Evrópusambandið um mögulega inngöngu og upptöku Evru ef við náum ásættanlegum samningum. Hvet til þess að þjóðin fái strax í haust að kjósa um það hvort ganga eigi til samniga við Evrópusambandið.
Er reiðubúinn að skoða aðra möguleika og skrifaði þess vegna pistli í gær: Þrautreyndum þriðju leiðina í gjaldmiðilsmálum!
PS kl. 22:15: Sá eftirfarandi dellu sem náttúrlega kemur í veg fyrir þjóðarsátt því 90% þjóðarinnar stendur að baki Íbúðalánasjóðs:
"Eitt af því sem Samtök atvinnulífsins leggja til í 12 punkta plaggi sínu, sem kynnt hefur verið verkalýðshreyfingunni, er að Íbúðalánasjóður verði tekin af markaði. Það hugnast verkalýðshreyfingunni hins vegar ekki. Hún telur heldur ekki þörf á að fara í endurskoðun kjarasamninga á næstu vikum. "
Ennþá langt í þjóðarsátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:16 | Facebook
Athugasemdir
Þessi fullyrðing þín um "lélegustu ríkisstjórn síðustu áratuga!" er eitthvað sem engir nema framsóknarmenn taka sér í munn. Þau vandamál, sem eru af innlendum uppruna og þessi ríkisstjórn stendur frammi fyrir eru nær eingöngu til komin vegna ráðleysis, dáðleysis og hreinna skemmdarverka, sem svokallaðir ráðherrar framsóknarmanna í síðustu ríkissstjórn bera ábyrgð á. En það gæti verið ráðlegt fyrir þig, virðulegi húsnæðislánasérfræðingur, að kanna hverjir hefðu búið til þau vandamál með setu sinni í ríkisstjórn, sem þjóðarsáttin haustið 1990 sneri að því að reyna að leysa.
Bóbó (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 21:06
Ágæti framsóknarmaður.... af hverju heldur þú að framsókn sé að mælast með 9% fylgi eftir rúmt ár í stjórnarandstöðu..
Það er vegna þess að kjósendur eru ekki fífl og þeir sjá og vita að framsóknarhækjan er enn með bremsufarið upp fyrir herðablöð eftir mistakarunu síðustu ára í ríkisstjórn.... og svo auk þess formanninn sem er úti á túni og bullar tóma steypu
Jón Ingi Cæsarsson, 10.9.2008 kl. 21:31
ég tek undir með Halli núna.. þrát fyrir samfylkingarblóðið mitt... ömurleg ríkisstjórn í alla staði.
Óskar Þorkelsson, 10.9.2008 kl. 21:56
Elskurnar mínar!
Það er greinilegt að ég kom við kauninn á einhverjum - en ég get upplýst ykkur um að ég hafði miklar væntingar til þessarar ríkisstjórnar. Játa að vonbrigði mín eru veruleg og það geti verið að ég sé að draga upp aðeins of dökka mynd - en eftir að hafa farið yfir kosta og galla ríkisstjórna undanfarinna áratuga - og þar eru margir gallar! - þá ætla ég að halda mig við þessa augljósu staðreynd: Þetta er lélegasta ríkisstjórn undanfarinna áratuga!!!
Minni á að þótt síðasta ríkisstjórn krata og íhalds hafi skilið við með fjöldaatvinnuleysi - þá var ýmislegt gott sem sú stjórn gerði á öðrum sviðum! Þar skilur á milli þeirrar ríkisstjórnar og þessarar!
Hallur Magnússon, 10.9.2008 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.