Aðgerðaráætlun um bættan aðbúnað utangarðsfólks í framkvæmd!
9.9.2008 | 17:54
Það er ekki eftir neinu að bíða! Nú getum við hafið aðgerðir á grunni stefnumótunar og aðgerðaráætlunar í málefnum utangarðsfólks sem samþykt var á fundi Velferðarráðs í dag. Um er að ræða tímamótasamþykkt á málefnum utangarðsmanna!
Aðgerðaáætlunin er mikilvæg og fyrstu skref í framkvæmda hennar verða tekin á allra næstu dögum og vikum!
Ég var mjög harður á því að stefnumótunin og aðgerðaáætlunin yrði samþykkt í dag svo unnt væri að hefja strax handa við að bæta aðstöðu útigangsfólks. Enda var vinnuhópur stjórnmálamanna og embættismanna búinn að vinna að stefnumótuninni allt frá því verkefninu var komið á fót í fyrri meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Haldnir voru 18 fundur - þótt vinnan hafi legið fyrir meðan Samfylkingin fór með formennsku í Velferðarráði í valdatíð Tjarnarkvartettsins.
Það kom mér mjög á óvart í dag þegar minnhlutinn vildi fresta afgreiðslu stefnumótunarinnar og aðgerðaráætlunarinnar - og þannig tefja fyrir nauðsynlegum aðgerðum. EKki hvað síst þar sem fulltrúi VG hafði staðið á Austurvelli í síðustu viku og krafist aðgerða - strax!
Reyndar stóð hann þar rétt í kjölfar síðasta vinnufundar starfshóps um málefni utangarðsfólk - þar sem ákveðið var að leggja tillögu að stefnunni fyrir fund Velfarðarráðs í þessari viku - og kynna stefnuna og aðgerðaráætlunina í fjölmiðlum. Einhverra hluta vegna þuldi fulltrúi VG upp mörg efnisatriði stefnunnar og aðgerðaáætlunarinnar sem unnin hafði verið í starfshópnum - og sagði þær sínar tillögur - en kaus að láta framlag annarra liggja milli hluta!
Úrræðum fyrir utangarðsfólk fjölgað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
Athugasemdir
Hallur það er löngu kominn tími á framkvæmdir í þessum málum, endalausar samþykktir og nú einhver áætlun langt fram í tímann. Hvað er þetta búið að kosta ykkur hreppsbúa þarna í Reykjavíkurhreppi. Þið eruð alltaf með skýrslugerðir og ráðgjafa á launum þegar húsnæði til að leyfa þessu vesalings fólki að sofa í bíður tilbúið og er ónotað. Þetta er allt í sama ruglinu og með áfangaheimilin. Samið við einkafyrirtæki sem bauð mun meira en eitt reyndasta apparat í heimi í þessum málum, SÁÁ og nú þegar einkavinirnir hafa klúðrað þessu á að ræða við þá áfram. Viðurkenndu bara að peningahagsmunir einkavina íhaldsins ráða þarna miklu meira en manngæska og fyrir alla muni farðu ekki að taka þátt í þessu. Reyndu nú í lykilaðstöðu að taka af skarið - kveðja
Haraldur Bjarnason, 9.9.2008 kl. 22:58
Haraldur.
Þessi stefnumótun og aðgerðaráætlun hefur ekkert með peningahagsmuni íhaldsins að gera :)
Aðgerðir á grunni aðgerðaráætlunarinnar hefjast nú þegar! Aðgerðaráætlunin verður unnin skref fyrir skref - og sum verkefnin hefjast ekki strax - það er rétt - enda metnaðarfull áætlun til lengri tíma - og langtímastefnumótun í málefnum utangaðrsfólks - sem náttúrlega verður í sífelldri endurskoðun í ljósi aðstæðna hverju sinni - eins og slík stefna á að vera!
Er ekki með því að segja að slíkir hagsmunir geti einhvers staðar legið að baki ákvarðana þeirra!
Hvað varðar það sem þú ýjar að með einkafyrirtækið sem samið var við - þá bendi ég á að samningaviðræðum þeim sem samþykkt var að fara í á sínum tíma var rift. Á fyrsta fundi mínum í Velferðaráði. Í kjölfar þess var starfsfólki Velferðasviðs falið að ræða við þá sem höfðu gert tilboð, gera stöðumat og koma með tillögu um áframhaldið á næsta fundi. Í því stöðumati var talið rétt að ræða við viðkomandi aðila eins og aðra sem höfði gert tilboð í reksturinn svo alls jafnræðis væri gætt. Sé ekki að það skaði!
Því miður náðist ekki að vinna þessa vinnu fyrir síðasta fund eins og áhersla var lögð á og er ég mjög óhress með það. Vinnu Velferðasviðs verður hins vegar lokið fyrir næsta fund ráðsins sem haldinn verður síðar í mánuðinum.
Ég get lofað þér að í því máli verður gripið til aðgerða sem miða að því að koma áfangaheimilinu á fót hið allra fyrsta. get líka lofað þér því að í þeirri lausn verður fyrst og fremst tekið mið af hagsmunum þeirra sem nýta skulu áfangaheimilið - ekki "peningahagsmuni íhaldsins" eins og þú orðar þetta.
Hallur Magnússon, 10.9.2008 kl. 06:33
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum gjörningi.Svo staðhæfir velferðarnefndarfrúin að ENGIN sofi á götunni.Þá eru margir sem ljúga hér í borg og hún ein segir satt?
Enginn biðlisti í gistiskýlið segir hún.Af hverju ætli fólk sé þá grátandi í dagsetrinu eftir að hafa hringt í skýlið og því sagt að það bæri biðlisti fyrir nóttina'Og af hverju er fólk að fá plastpoka til að sofa á ÚTI yfir nóttina ,ef það eru svona mörg hlý rúm laus?Þetta er kannski sá hópur fólks sem "vill ekki hjálp"?Vissuð þið velferðafrömuðirnir að fjölmenningin er líka á götunni.Pólskir,austurrískir og þýskir menn eru hér.Kennitölulausir,og ÞEIR SOFA Í SÍNUM SVEFNPOKUM ÚTI.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 11:18
Birna Dís.
Upplýsingar mínar koma frá forsvarsmönnum gistiskýlisins. Ég er ekki í stöðu til að rengja þær upplýsingar - en mun að sjálfsögðu fara yfir málið.
Kveðja
Hallur "velferðarfrömuður"
Hallur Magnússon, 10.9.2008 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.