Þrautreyndum þriðju leiðina í gjaldmiðilsmálum!
9.9.2008 | 16:45
Krónan er ónýt sem gjaldmiðill. Það sjá allir sem vilja sjá. Skoðanir eru skiptar um inngöngu í Evrópusambandið sem virðist forsenda þess að taka upp Evru. Þrautreynum því þriðju leiðina í gjaldmiðilsmálum. Nýtt myntbandalag Bretlands, Íslands, Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur! Jafnvel líka Sviss!
Þessi ríki eru enn utan hins eiginlega Evrópska myntbandalags - EMU - þótt Danir og Svíar tengist Evru óbeint. Það er leikur einn fyrir þessi ríki að draga sig út úr þeirri tengingu og taka þátt í nýju myntbandalagi.
Myntbandalag þessara ríkja gæti orðið nokkuð öflugt og hentar klárlega okkur Íslendingum vel. Það kemur ekki í veg fyrir inngöngu Íslands í framtíðinni ef það verður ofan á hjá þjóðinni! Það krefst heldur ekkiinngöngu í Evrópusambandið!
Hvernig væri að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún taki upp símann - hringi í stjórnvöld í ofangreindum ríkjum, opni málið og boði þau á fund?
Þau segja þá bara nei!
PS. Auðvitað ætti nýji gjaldmiðillinn að heita Spesía!
Gengi krónunnar aldrei lægra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvers vegna í ósköpunum ættu þessar þjóðir að hafa áhuga á að ganga í myntbandalag? Ég sé ekki fyir mér þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem bretar kasta út sínu Sterling-pundi fyrir Spesíur ! - Þér getur ekki verið alvara með þessu?
Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:36
Hallur Magnússon, 9.9.2008 kl. 16:47
'Hér að framan - og hér á eftir fer athugasemd sem var komin á blogg mitt áður en ég tengdi það frétt mbl.is. Þess vegna er mynd af mér og ég skráður yfir færslunni. Færslunar eru hins vegar að ofna Kristinns Gunnarssona og hér á eftir Gunnars Rögnvaldssonar. Bið þá forláts á því hvernig athugasemdir þeirra birtast!
Hallur Magnússon
2
Krónan er ónýt sem gjaldmiðill. Það sjá allir sem vilja sjá.
Sæll Hallur og takk fyrir pistilinn
Nei. ég get ekki séð að íslenska krónan sé ónýtur gjaldmiðill. Hún vinnur verk sitt vel sem gjaldmiðill og þjónar þjóðinni vel. Hún hefur reynst atvinnulífi Íslendinga mun betur en evra hefur reynst atvinnulífi evrusvæðis. Ef menn nenntu að kíkja aðeins í kringum sig þá gætu þeir til dæmis lesið þessa grein hér fyrir neðan (eftir mikilsvirtan hagfræðing) um að evran sé leiksoppur spákaupmennsku og gengi hennar úr öllu sambandi við raunveruleikann og að seðlabanki evru (ECB) hafi gersamlega brugðist hlutverki sínu því evran hafi óáreitt fengið að hækka um meira en 100% gagnvart dollara á undanförnum árum, og það gersamlega í friði fyrir aðgerðum ECB. Þetta er núna að eyðileggja atvinnulíf á myntsvæðinu, eina ferðina enn, og mun þýða að atvinnuleysi mun þjóta upp á myntsvæðinu, en nógu slæmt var það þó fyrir. Allir verða í endann fátækari ef enginn hagvöxtur nær að myndast á myntsvæðinu.
Myntbandalög eru allra lélegustu farrými allra hagkerfa og að mestu verk draumóramanna í efnahagsmálum. Þau munu aldrei þjóna öllum aðildarlöndunum eins dyggilega og eigin gjaldmiðill sem miðast við eigin efnahag, eigin aðstæður og eigin hagstærðir. Það er ekki nóg að neytendur fari í gott skap við hátt gengi, því þeir munu á endanum missa vinnuna því atvinnulífið þolir ekki áhrif "grobbhana gjaldeyrismarkaða" sem hugsa einungis um "hátt gengi". Aðeins kjánar óska sér "sterks" gengis. Hátt gengi drepur atvinnulífið, og gengi gjaldmiðla verður aldrei stöðugra en sveiflur í alþjóðahagkerfinu munu leyfa. Núna er því miður ofursveifla í gangi - evran fellur 12% á aðeins 7 vikum, hvar er stöðugleikinn ? Pundið fellur svipað. Hvar er stöðugleikinn ? Evra hækkar meira en 100% gagnvart dollar á 6 árum, hvar er stöðugleikinn ???
The Bank must act to end the euro’s wild rise
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.9.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd
Hallur Magnússon, 9.9.2008 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.