Mér finnst eins og Ísland sé nú byskupslaust!
6.9.2008 | 16:37
Byskup Íslands var jarðsettur í dag. Mér finnst eins og Ísland sé nú byskupslaust. Herra Sigurbjörn Einarsson var Byskup Íslands í mínum huga. Byskup með stóru B-i. Með fullri virðingu fyrir sporgöngumönnum hans.
Mér hefur fundist Sigurbjörn bera af sem gull af eir í íslenski þjóðkirkjunni á 20. öldinni. Þvílíkur hugsuður - þvílíkur predikari. Allt sem hann sagði virtist vera svo djúpt hugsað.
Þrátt fyrir það var ég ekki alltaf sammála honum. Það var bara ekki málið. Viska hans var bara svo mikil!
Nú verð ég að taka fram að ég er ekki í þjóðkirkjunni og ekki sérlega kirkjurækinn í Óháða söfnuðinum mínum. En ég ber virðingu fyrir kirkjunni - þótt ég sé afar gagnrýninn á hana.
Íslenska þjóðkirkjan þarf á nýjum Sigurbirni Einarssyni að halda á næstu árum og áratugum ef hún ætlar að halda stöðu sinni í hugum og lífi Íslendinga.
Enda mun Sigurbjörn byskup verða talinn í hópi merkustu byskupa Íslands. Ég er sannfærður um það.
Íslensk kirkja er fátækari eftir fráfall þessa mikla hugsuðar!
Allir hlustuðu þegar hann talaði" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2008 kl. 13:47 | Facebook
Athugasemdir
Byskup ?...
...BISKUP!
Haraldur Davíðsson, 6.9.2008 kl. 17:01
Af hverju skrifar þú "Byskup"?? þetta er skrifað "biskup"
SH (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 17:05
já einmitt, hrikalegt er að lesa svona ljóta villu í þó fínni færslu ..og ekki eins og hún komi einu sinni fyrir heldur í þvílíkum endurtekningum....
Biskup yfir Íslandi.. Blessuð sé minning hans..
Valdís (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 17:06
Það er aldalöng hefð fyrir rithættinum byskup.
Ég hef reyndar alltaf lesið mína Byskupasögur með ypsiloni! Mitt eintak ber heitið Byskupasögur - gefnar út 1948!
Hallur Magnússon, 6.9.2008 kl. 17:14
Biskup er mun algengari ritháttur en byskup. Ypsilonið hefur vikið nær alveg á síðustu áratugum og byskup því hálfgert fornmál en telst þó alls ekki villa ... frekar sérviska. Í íslenskri orðabók má sjá orðið ritað á báða vegu. Þá krydda gamlar sérviskur alltaf málið og ávallt gaman í texta þegar menn leika sér með aðra stafsetningu en þessa venjulegu.
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 17:32
... ég er sem sagt gamall sérvizkupúki
Hallur Magnússon, 6.9.2008 kl. 17:45
Sérviska? Nei, engin slík í minni ætt!
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:02
Sérvizkupúki, já ... og forn í þér, já, en með jákvæðum formerkjum fyrir málið...
Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 18:06
afhverju skrifaru þá ekki byskop ? Ef þú ætlar að vera sérvisku púki gerðu það þá rétt..
http://gandalf.uib.no:8008/corpus/document.xml?corpus=menota&document=AM35fol-0-9-2&position=0+330+0&figure=&mode=dipl&homepage=/corpus/menota.xml&go=next
Óskar Þorkelsson, 6.9.2008 kl. 19:53
Þurfum við einhvern biskup? Nei takk...........
Hólmdís Hjartardóttir, 6.9.2008 kl. 21:05
Bara þetta...... Biskupinn er látinn, blessuð sé minning hans og konu hans. Dásamlegir persónuleikar eru horfin á brott frá okkur. Hjartanlegustu samúðarkveðjur til allra aðstandenda þeirra.
.... og já Hallur.. þú ert "gamall" sérviskupúki
Edda (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 00:14
Það ennú eynkvedn vegynn zvo að það zem eynu zynny var rángt ý málynu verður oft rjett. Það þíðyr að vyttleizurnar og ambögurnar öðlazt vyðurkjennyngu.
Ztundum er það bara eyddn zannfærandi eynztaklyngur sem ræður för í zlýkum málum.
Haukur Nikulásson, 7.9.2008 kl. 11:01
Það haldið ykkur við aukaatriðin. En Hallur fer rétt með það, sem hann segir – einnig um ritháttinn.
Jón Valur Jensson, 7.9.2008 kl. 11:33
Fyrst fólk er komið í leiðréttingagírinn þá væri kannski rétt að leiðrétta veigameira atriði í færslunni:
,,Íslenska þjóðkirkjan þarf á nýjum Sveinbirni Einarssyni að halda á næstu árum og áratugum ef hún ætlar að halda stöðu sinni í hugum og lífi Íslendinga."
Frekar neyðarlegt...þó tilgangurinn hafi verið góður.
Hrefna Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 12:20
Afhverju þarf þjóðin á nýjum Sveinbirni Einarssyni að halda? Væri alveg til í að fá nýjan Sigurbjörn Einarsson, en veit ekkert um þennan Sveinbjörn.... er samt opinn fyrir honum, eða þannig ;)
Viðar Eggertsson, 7.9.2008 kl. 12:28
Takk fyrir þetta Hallur. Ég er hjartanlega sammála þér.
Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.