Sko minn!

"Verið er að ganga frá nýju gjaldeyrisláni að að fjárhæð a.m.k. 250 milljónir evra, jafnvirði rúmlega 30 milljarða króna, á kjörum sem eru mun hagstæðari en svokallað skuldatryggingarálag á ríkissjóð gefur til kynna. Þetta kom fram hjá Geir H. Haarde, forsætisráðherra, á Alþingi í dag"
mbl.is 30 milljarða króna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af visir.is: „Íslendingar hafa aldrei verið eins vel í stakk búin til að standast ágjöf í efnahagslífinu, að mati Geirs. Uppgangstíminn hafi verið notaður til að greiða niður skuldir ríkissjóðs, safna í digra sjóði og skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið og um leið verðmætasköpun hér á landi.“

Bíddu, hvar eru þessir digru sjóðir og af hverju þarf þá að taka lán?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 20:33

2 identicon

Það er mjög undarlegt hve allir virðast ánægðir með að ríkissjóður sé að taka risastórt lán.

Af hverju þarf ein ríkasta þjóð í heimi, að sagt er, að taka lán. Og hver á að borga lánið. Verður lagður á bankaskattur til að greiða af láninu.

 

Vöruskiptajöfnuðurinn hefur verið lengi neikvæður og ég hef aldrei skilið að það sé til langs tíma hægt að eyða meiru en aflað er. Ég er alinn upp við að gjaldeyrisvarasjóðurinn þyrfti að vera á hverjum tíma ákveðinn lágmarks stærð. Svo gufaði sú hugmyndafræði allt í einu upp og enginn virtist hafa áhyggjur af því. Menn mættu bara í Seðlabankan á morgnana og fóru heim síðdegis.

 

Það er allt í lagi að taka lán til þarfra hluta, sem gefa atvinnu og verðmæti til langs tíma séð.

 

Ástandið núna er ekki hægt að kalla kreppu eins og hún amma mín þekkti snemma á síðustu öld. Aðstæður nú má helst skilgreina sem bankastýrða eyðslu umfram efnahag.

Bankarnir hafa verið eins og kálfar á vori og oftast lentu þeir í fjóshaugnum að lokum og þá fór heimilisfólkið á stígvélum og dróg þá upp.

 

 

 

Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband