Aðgerðir ríkisstjórnar orðum auknar!

Það er nánast hjákátlegt að lesa Morgunkorn Glitnis - þar sem reynt er að bera blak af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum.

Glitnir tínir til smáaðgerðir eins og aukningur gjaldfeyrisforða um 12% í júlímánuði með útgáfu erlendra víxla - aukning sem er ekki nema brot af þeirri  heimild sem ríkisstjórnin fékk á vormánuðum til að takast á við efnahagsmálin.

Þá eðlilega týnir Glitnir til afnáms viðmiðs lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat og lítillega hækkun hámarksláns sjóðsins - sem var góðar gjalda verð - en aðgerð sem langt frá því dugir.

Hins vegar hefur ríkisstjornin nánast hunsað aðilja vinnumarkaðarins þrátt fyrir dökkt ástand í atvinnulífinu!

Staðreyndin er því sú að það er aðgerðarleysi í efnahagsmálum sem einkennt hafa ríkisstjórnina - þrátt fyrir framangreind smotterí!


mbl.is Greining Glitnis: Aðgerðarleysi orðum aukið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Kannski er greining Glitnis að gefa í skyn að núna sé komið að bönkunum að gera eitthvað?  A.m.k. hafa aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki skilað sér í því að eitthvað hafi rýmkað á lánamarkaði.  Eina sem fólki býðst eru slík ofurkjör, að manni er orðavant (sem hendir mig sjaldan ).  Það er hægt að fá óverðtryggð lán með 22,5% vöxtum og verðtryggð lán með 10,5% vöxtum hjá bönkum og sparisjóðum!!!

Eina skynsemin er að leita út fyrir bankakerfið, þ.e. til Íbúðalánasjóðs og lífeyrissjóðanna, en þessir aðilar eru ennþá að bjóða í kringum 5 og upp í 6% vexti sem verða að teljast kostakjör.

Marinó G. Njálsson, 2.9.2008 kl. 11:49

2 identicon

Þessi íslenska er eiginlega ónothæf, því það eru þvílíkar gildrur í henni varðandi mismun á talmáli og ritmáli. T.d. getur það valdið heilmiklum misskilningi hvort maður notar "Ý" eða "Í" í einstökum orðum.  Sögnin "að týna" merkir það að glata einhverju, annað hvort varanlega eða tímabundið (to loose) en sögnin "að tína" þýðir að taka eitthvað upp, tína saman, tína upp, tína ber o.s.frv. ( pick up) - Taktu þetta ekki illa upp Hallur, datt bara í hug að benda þér á þetta.

Nöldrarinn (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 11:50

3 Smámynd: Jón V Viðarsson

Jólin byrja 8 september nk. í Englandi. Breska ríkisstjórnin ætlar að veita vaxtalaus lán vegna stöðu húsnæðismarkaðarins til þeirra sem hafa minna en 80.000 pund í árstekjur.

Bretar ætla sér að ganga lengra en hugmyndir Baldvins Nielsen sem má finna á færslu hér neðar á þessari síðu.

Hann talaði eingöngu um að við yrðum að afnema strax verðtryggingu vegna húsnæðislána og veita lán með föstum vöxtum þ.a.s. 80% af kaupverði verði lánað til 30 ára með 5,1% föstum vöxtum og allt að 20% af kaupverði yrði lánað til 15 ára með 6,75% föstum vöxtum. Íslenska ríkisstjórnin mun funda í dag vegna stöðu húsnæðismála m.a og verður spennandi að sjá hvort ríkisstjórnin fari leið Baldvins eða gangi lengra og fari bresku leiðina eða verður þessi fundur bara bla bla.......!

Hér fyrir neðan er frétt frá tv2 í Danmörk varðandi aðgerðir ríkisstjórnar Englands í húsnæðismálum.

Den britiske premierminister Gordon Brown kommer nu de britiske boligejere til undsætning og fremrykker em hjælpepakke på flere milliarder kroner. Det skriver Bloomberg News med henvisning til unavngivne kilder.

Pund
Foto: TV 2

De britiske politikere har allerede bevilget 6,5 milliarder pund, eller 59,5 milliarder kroner til de britiske boligejere over de næste tre år.

Men regeringen vil nu annoncere, at en større del af de penge skal bruges allerede inden for et år.

Hjælpeprogrammet vil blandt andet hjælpe tusindvis af førstegangskøbere med en årlig husstandsindkomst under 60.000 pund.

De vil blive tilbudt rentefrie lån finansieret af boligdeveloperen og staten for op til en tredjedel af værdien af det nybyggede hus.

Desuden vil den britiske regering hjælpe adskillige tusinde husstande, der er i fare for at komme bagud med terminerne mod til gengæld at få en andel af huset.

Planerne er del af en større økonomisk pakke, som Brown-regeringen præsenterer den 8. september.

Jón V Viðarsson, 2.9.2008 kl. 12:26

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Nöldrari!

 Takk fyrir leiðréttinguna!

Ég þurfti að lesa orðið "týna" hjá mér þrisvar áður en ég trúði því að ég hafði gert þvílíka reginskyssu!

Er hálf miður mín yfir þessu.

Hallur Magnússon, 2.9.2008 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband