Rangfærslur Ingibjargar Sólrúnar um ESA og Íbúðalánasjóð!

Ingibjörg Sólrún - formaður vinsælasta stjórnmálaflokksins á Íslandi um þessar mundir - fer ítrekað með rangt mál þegar hún fjallar um afstöðu ESA - Eftirlitsstofnunar EFTA - til starfsemi Íbúðalánasjóðs!

Ingibjörg tönglast sífellt á heimatilbúinni klysju sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa verið duglegir að leggja ESA í munn á undanförnum mánuðum til að réttlæta fyrirhugaðar breytingar á Íbúðalánasjóði - hverjar sem þær nú verða!

Ingibjörg sagði meðal annars eftirfarandi í viðtali við Viðskiptablaðið um helgina:

 

"Það er algjörlega skýrt að það þarf að skipta sjóðnum [Íbúðalánasjóði] í tvennt.

Annars vegar í félagslegu lánin – og þar er hægt að veita lán með ríkisábyrgð – og hins vegar í almennu lánin.  Eftirlitsstofnun EFTA fellst ekki á að Íbúðalánasjóður veiti almenn lán í samkeppni við bankana með ríkisábyrgð. Við verðum því að skipta þessu upp..."

 

 

Þetta er alrangt hjá Ingibjörgu!

 

ESA hefur aldrei sagt að skipta þurfi Íbúðalánasjóði í tvennt!

 

ESA hefur heldur aldrei sagt að Íbúðalánasjóður geti ekki veitt almenn lán með ríkisábyrgð!

 

ESA hefur hins vegar bent á að Íbúðalánasjóður þurfi að líkindum að takmarka almennar lánveitingar með ríkisábyrgð til almennings á einhvern hátt.

 

Það er sannleikurinn í málinu!

 

Stjórnvöld hafa töluvert val um það hvernig þau beita Íbúðalánasjóði til að ná markmiði sínu um að tryggja almenningi hóflegt húsnæði!

 

Ein leiðin gæti verið sú að afnema beina ríkisábyrgð með því að Íbúðalánasjóður stofni dótturfyrirtæki í formi hlutafélags sem sjái um fjármögnun fyrir öll útlán Íbúðalánasjóðs - lán sem allir gætu nýtt sér!

 

Félagslegur stuðningur komi síðan í gegnum húsnæðisbótakerfi stjórnvalda!

 

Það er ein útfærslan.  Þær eru fleiri!

 

En þetta á formaður vinsælasta stjórnmálaflokksins og ráðherra í ríkisstjórn að vita!


mbl.is Samfylkingin með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Sæll Hallur!

Þar sem þú ert nú hafsjór fróðleiks, þá langar mig að spyrja þig: Hvað geta bankarnir gert fyrir þá sem hjá þeim tóku íbúðarlán, þá á ég við sveigjanleiki ÍB gagnvart frestun og eða frystingu lána, sem ekki virðist vera uppi á borðum láglaunamannanna í toppstöðum bankanna.

Kjartan Pálmarsson, 1.9.2008 kl. 20:53

2 identicon

Hahaha... Þú ætlar sem sagt að fara að stofna nýjan ríkisbanka árið 2008! Ég veit að Framsóknarmenn sakna mikið að geta ekki valsað um ríkisbanka eins og þeir væru sínir eigin en come on... Þetta er með heimskulegri hugmyndum sem ég hef lesið.

IG (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband